Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Jón Magnússon, fyrrverandi al-þingismaður, skrifar á bloggi
sínu: „Hingað til hef-
ur það ekki verið
vandamál að tala um
hvítan snjó.
Mest selda jólalagið
frá upphafi er „I’m
Dreaming of a White
Christmas“ (Mig dreymir hvít jól).
Enginn hefur efast um það hvaðþað þýðir og engum hefur
fram að þessu dottið í hug að það
gæti flokkast undir rasisma að tala
um hvítan snjó.
Nú bregður hins vegar svo við áþessum ofurteprutímum, að
biðjast verður afsökunar á því að
tala um hvítan snjó.
University College í London(UCL) hefur beðist afsökunar
eftir að twitter færsla var talin ras-
ísk, en UCL tísti þá „Dreaming of
white campus? (We can’t guarantee
snow but we’ll try)“. Háskólinn segir
að því miður hafi orðalag tístsins
ekki verið nægilega vandað.
Þegar svo er komið að biðjast þarfafsökunar á því að tala um
hvítan snjó erum við þá ekki komin
yfir öll skynsamleg mörk í rétttrún-
aðinum og búin að dæma okkur til
alvarlegrar sjálfsritskoðunar og
tjáningarbanns?“
Háskólinn ætti að láta skrifadoktorsritgerð um samsærið
að snjókarl sé karlkyns. Jólapakkinn
karlkyns. Ágústus keisari karlkyns
og jólakalkúnninn. En snjódrífan,
ryksugan, uppþvottavélin og borð-
tuskan eru kvenkyns.
Er Weinstein á bak við þetta?
Jón Magnússon
Rétttrúnaður heil-
agur, annað heiðið
STAKSTEINAR
Hæstiréttur dæmdi í gær Geirmund
Kristinsson, fv. sparisjóðsstjóra
Sparisjóðsins í Keflavík, í 18 mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir um-
boðssvik. Þá var honum gert að
greiða áfrýjunarkostnað og mál-
svarnarlaun verjanda síns, samtals
6,1 milljón kr. Í dóminum er vísað til
aldurs Geirmundar og að hann hafi
ekki áður gerst sekur um refsiverða
háttsemi. Þá er vísað til heilsufars
hins dæmda og talið hæfilegt að skil-
orðsbinda refsingu.
Geirmundur var ákærður fyrir
umboðssvik með því að hafa misnot-
að aðstöðu sína með lánveitingum til
einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar
nema tæpum átta hundruð millj. kr.
Í ákæru sagði að Geirmundur
hefði stefnt fé
sparisjóðsins í
verulega hættu
þegar hann fór út
fyrir heimildir til
lánveitinga með
því að veita einka-
hlutafélaginu
Duggi 100 millj.
kr. yfirdráttarlán
16. júní 2008, það
er áður en afstaða
lánanefndar og áhættumat lá fyrir.
Þá var endurgreiðslan ekki tryggð
með nokkrum hætti.
Í dómi Hæstaréttar segir að ber-
sýnileg hætta hafi verið á því að lán-
takinn hefði enga burði til að standa
skil á endurgreiðslu lánsins, enginn
samningur hafi verið gerður um end-
urgreiðslu og engin trygging til stað-
ar. Hafi það einnig farið svo að fjár-
hæðin glataðist sparisjóðnum að
mestu leyti. Er það niðurstaða
Hæstaréttar að Geirmundur hafi
gerst sekur um umboðssvik.
Héraðsdómur Reykjaness hafði
áður sýknað Geirmund af ákæru um
umboðssvik í nóvember 2016, en þar
fór ákæruvaldið fram á fjögurra ára
fangelsisrefsingu. Ríkissaksóknari
áfrýjaði málinu til Hæstaréttar í
byrjun janúar sl. Í málflutningi fyrir
Hæstarétti fór ákæruvaldið fram á
tveggja ára fangelsisrefsingu í máli
Geirmundar. Var krafa um refsingu í
málinu því lækkuð um tvö ár milli
dómstiga. sbs@mbl.is
Átján mánaða skilorðs-
dómur fyrir umboðssvik
Geirmundur
Kristinsson
Fyrrv. sparisjóðsstjóri í Keflavík dæmdur í Hæstarétti
Hæstiréttur dæmdi í gær tvo karla
til greiðslu 100 þús. kr. sektar
vegna skrifa þeirra í athugasemda-
kerfum. Þau lutu að samþykkt bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar um sam-
starf við Samtökin ’78 vegna
hinsegin fræðslu. Þriðji maðurinn
var sýknaður. „Á nú að fara að
eyðileggja sakleysi barnanna að
foreldrum forspurðum? Ég myndi
flokka þetta undir barnaníð að vera
að troða kynvillu í saklaus börn,“
sagði í athugasemd annars manns-
ins sem var dæmdur.
Í dómnum segir meðal annars að
á löggjafanum hvíli ekki aðeins sú
skylda að haga lögum á þann hátt
að tjáningarfrelsi sé ekki skert í
ríkara mæli en svigrúm stendur til
eftir kröfum. Löggjafa er einnig
skylt að tryggja með lögum einka-
lífi manna friðhelgi.
Ólafur Börkur Þorvaldsson skil-
aði sératkvæði í dóminum. Hann
sagði ummælin innlegg í umræðu á
netinu þar sem oft væri látið vaðið
á súðum, sem væri ekki refsisvert.
Dæmdir í sekt fyrir
ummæli á netinu
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar Veður víða um heim 14.12., kl. 18.00
Reykjavík -3 heiðskírt
Bolungarvík 0 skýjað
Akureyri -1 alskýjað
Nuuk -8 skýjað
Þórshöfn 4 rigning
Ósló -1 skýjað
Kaupmannahöfn 3 súld
Stokkhólmur 1 rigning
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg 3 skýjað
Brussel 3 skúrir
Dublin 4 skýjað
Glasgow 1 léttskýjað
London 3 léttskýjað
París 5 skúrir
Amsterdam 5 skúrir
Hamborg 3 rigning
Berlín 3 rigning
Vín 4 heiðskírt
Moskva 0 snjókoma
Algarve 16 skýjað
Madríd 9 þoka
Barcelona 14 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 rigning
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg -11 snjókoma
Montreal -17 snjókoma
New York -2 skýjað
Chicago -6 snjókoma
Orlando 16 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:17 15:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:03 14:54
SIGLUFJÖRÐUR 11:47 14:35
DJÚPIVOGUR 10:55 14:50