Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Starfsmönnum hjá bönkum og
sparisjóðum hefur fækkað um tæp-
lega 1.500 á síðustu 10 árum. Á sama
tíma hefur bankaútibúum á landinu
fækkað um rúmlega 60. Þessar upp-
lýsingar koma fram í grein í SSF
blaðinu sem Samtök starfsmanna
fjármálafyrirtækja gefa út.
Af þeim 1.500 (35% fækkun) sem
misst hafa vinnuna hjá viðskipta-
bönkum og sparisjóðum undanfarin
ár eru 1.100 konur, samkvæmt upp-
lýsingum Friðberts Traustasonar,
formanns SSF.
„En fáir aðrir en við sem í fjár-
málakerfinu vinnum hafa áhyggjur
af þessu mikla tapi á „kvennastörf-
um“, alla vega eru stjórnmálamenn
himinlifandi miðað við þeirra mál-
flutning,“ segir Friðbert.
Hann segir að enn séu uppsagnir
og/eða starfslokasamningar í flest-
um mánuðum ársins, enda hafi allir
viðskiptabankastjórarnir boðað enn
frekari „hagræðingu“.
Útibúum fækkar jafnt og þétt
Í árslok 2008 voru 146 útibú við-
skiptabanka starfrækt í landinu en
þeim hefur fækkað jafnt og þétt nið-
ur í 84 núna. Undanfarin sex ár hef-
ur útibúum á höfuðborgarsvæðinu
fækkað úr 37 í 21. Frá árinu 2008
hefur útibúum á landsbyggðinni
fækkað úr 99 í 63.
Þá segir í SSF blaðinu að í sumum
útibúum á landsbyggðinni sé ekki
boðið upp á fulla þjónustu og af-
greiðslutími sé skertur. Því megi
tala um af-
greiðslustaði
frekar en útibú.
„Boðuð hefur
verið frekari hag-
ræðing innan
bankanna þrátt
fyrir þá stað-
reynd að fjöldi
starfsmanna sé
nú kominn niður
fyrir þann fjölda
sem starfaði að meðaltali hjá samn-
ingsaðilum SSF á árunum 1985-
2005,“ segir í greininni.
Árið 2007 voru starfsmenn sem
unnu við viðskiptabankastarfsemi
4.326 talsins(1.450 hjá Landsbank-
anum, 1.076 hjá Kaupþingi, 1.200
hjá Íslandsbanka og 600 hjá spari-
sjóðunum). Í dag er starfsmanna-
fjöldi í viðskiptabankastarfsemi
2.850(1.000 hjá Landsbankanum,
900 hjá Arion banka, 900 hjá Ís-
landsbanka og 50 hjá sparisjóðun-
um).
„Það sést vel á þessum tölum að
fækkunin hefur verið gríðarleg á
undanförnum árum og mikilvægt að
stjórnendur og ráðamenn geri sér
grein fyrir þeirri hagræðingu sem
þegar hefur átt sér stað áður en rík-
ari krafa um enn frekari hagræð-
ingu er gerð,“ segir í greininni í SSF
blaðinu.
Í leiðara blaðsins fjallar Friðbert
Traustason um jafnrétti og segir
m.a.: „Það getur ekki gengið lengur
að langflest fjármálafyrirtækin vilji
ekki hafa starfsmenn eldri en 66 ára
í starfsmannahópnum, en því miður
er það staðan í dag.“
Konum stórfækkar í bönkum
Á síðasta áratug hefur bankastarfsmönnum hérlendis fækkað um 1.500 eða 35%
Þar af eru konur 1.100 talsins Á sama tíma hefur bankaútibúum fækkað um 60
Friðbert
Traustason
Lára Björg Björnsdóttir hefur ver-
ið ráðin upplýsingafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar. Lára Björg hefur
m.a. starfað við almannatengsl.
Hafþór Eide hefur verið ráðinn
aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur,
mennta- og menningarmálaráð-
herra. Hann er með BSc-próf í við-
skiptafræði.
Orri Páll Jóhannsson og Sif Kon-
ráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoð-
armenn Guðmundar Inga Guð-
brandssonar, umhverfis- og
auðlindaráðherra. Orri er búfræð-
ingur með BSc-gráðu í vistfræði og
stjórnun náttúrusvæða. Sif er lög-
fræðingur og hefur m.a. starfað hjá
Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og
sem stundakennari við HÍ.
Lára Björg
Björnsdóttir
Hafþór
Eide
Orri Páll
Jóhannsson
Sif
Konráðsdóttir
Upplýsingafulltrúi
og aðstoðarmenn
Viðskiptabankarnir (og stærri
sparisjóðir) tóku upp þá reglu
árið 1995 að allir starfsmenn
hefðu yfirgefið bankann eigi
síðar en 67 ára (í afmælis-
mánuðinum), segir Friðbert
Traustason.
Hann segir að þessi regla
hafi gilt síðustu 22 árin og
gildi enn þrátt fyrir áætlanir
Samtaka atvinnulífsins og
fleiri um hækkun lífeyris-
tökualdurs í 70 ár. Bankarnir
eru aðilar að SA.
Langflestir hafa í raun hætt
starfi á aldrinum 65-66 ára.
Verða að
hætta 67 ára
BANKASTARFSMENN
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiða-
fjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum;
í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garða-
bæ. Enn er þó ekki ljóst hvenær skipið hefur
siglingar að nýju; hvort það verður fyrstu dag-
ana í janúar eins og að var stefnt eða ekki fyrr
en um eða eftir miðjan mánuðinn eins og ýmsir
óttast.
Ferjan hefur verið úr leik síðan 19. nóvember,
en þá bilaði aðalvél skipsins. Talsvert fyrirtæki
var að hífa tólf tonna vélina upp úr skipinu og
þurfti að stækka lúgu á bílaþilfari og brenna gat
á efsta dekkið, að því er Skessuhorn greindi frá.
Að viðgerð lokinni þarf að stilla vélar og búnað
áður en hægt verður að sigla.
Aukaferðir til Flateyjar yfir hátíðar
Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri
Sæferða, segir að viðgerðin á aðalvél Baldurs sé
mikið verkefni. Sveifarásinn hafi farið til við-
gerðar í Danmörku, aðrir vélarhlutar hafi verið
sendir til Englands, en umsjón með viðgerðinni
hefur Framtak í Garðabæ. „Við fáum vonandi
upplýsingar um það á næstu dögum hvenær
þessari vinnu lýkur og þá einkum er varðar
sveifarásinn. Við vonum enn að það verði í byrj-
un janúar en höfum áhyggjur af að það geti
dregist,“ segir Gunnlaugur.
Í fjarveru Baldurs hefur Særún, sem er mun
minna skip, siglt nokkrum sinnum í viku milli
Stykkishólms og Flateyjar. Vegagerðin heimilaði
Sæferðum að sigla aukaferðir til Flateyjar í
kringum hátíðar og hafði Framfarafélag Flat-
eyjar m.a. lagt á það áherslu í viðræðum við Sæ-
ferðir. Þegar nýlega kom upp bilun hjá Orkubúi
Vestfjarða í Flatey fór Særún yfir á Brjánslæk
og sótti þangað vinnuhóp og flutti síðan aftur
upp á Barðaströnd.
Gunnlaugur segir að menn reyni að hjálpast
að, en bilunin í Baldri sé högg fyrir alla, ekki síst
Sæferðir, sem þessa dagana geti því miður ekki
veitt þá þjónustu sem fyrirtækið hefði viljað.
Hann segir að sem betur fer hafi færð á vegum
verið góð undanfarið miðað við árstíma.
Gæti seinkað fram í miðjan janúar
Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson
Stykkishólmur Það var talsvert verk að hífa tólf tonna vélina upp úr Breiðafjarðarferjunni Baldri.
Gert við hluta úr aðal-
vél Baldurs í Danmörku,
Englandi og Garðabæ
Pantaðu
jólagjafirnar
á ELKO.is
KÄRCHER
PREMIUM 5 SKÚRINGARVÉL
O
CITIZ & MILK KAFFIVÉL
KITCHENAID
HRÆRIVÉL
MARSHALL
ACTON HÁTALARI
29.995 29.995
79.99524.995
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
m
yn
da
br
en
gl
og
/e
ða
pr
en
tv
ill
ur
.
NESPRESS