Morgunblaðið - 15.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 þÁ HÁTÍÐ ER Í BÆ J Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég held að almættið hafikomið því svo fyrir að viðmamma vorum mikiðsaman þrjá síðustu dag- ana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Mig langaði að miðla þessum síðustu dögum okkar mömmu áfram til systkina minna með því að gera litla bók handa þeim, en þegar ljóðin fóru að flæða óvænt fram af sprengi- krafti núna í nóvember, þá ákvað ég að slá til og gefa út ljóðabók,“ segir skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir um nýju ljóðabókina sína sem ber titilinn, Dauðinn í veiðar- færaskúrnum, en hún kemur út í dag. Bókin fjallar um síðustu sjö dagana í lífi móður hennar, Jóhönnu Kristjónsdóttur, en hún lést í vor. Bókin fjallar ekki aðeins um dauð- ann og aðdraganda hans, heldur líka um ástvinamissi, tilfinningarnar sem fylgja því að kveðja þann sem stendur hjartanu nærri og hefur fylgt allt lífið. Ákvað að hafa ást frekar en reiði „Ekkert samband er eins náið og samband foreldris og barns, enginn elskar mann skilyrðislaust nema foreldrar, börn og Guð. Maður getur fyrirgefið foreldrum það sem maður getur kannski ekki fyrirgefið maka,“ segir Elísabet Jökulsdóttir um ljóðabók sína, Dauðinn í veiðarfæraskúrnum, en hún missti móður sína í vor. Slæðugjörningur Mæðgurnar Jóhanna og Elísabet við Varmá í Hveragerði. Jólamarkaðurinn í Strassborg er sá elsti í Frakk- landi og er sóttur heim af tveimur milljónum manna. Ísland er heiðursgestur í ár á jólamarkað- inum í Strassborg og fær landið þar mikla kynningu. Þar er íslenskt jólaþorp með kynningu á Íslandi og íslenskum varningi sem vakið hefur mikla athygli. Íslenskir tónleikar voru af þessu tilefni síðastliðið miðvikudagskvöld fyrir fullri kirkju í Saint Guilli- aume-kirkjunni, og í gærkvöldi voru sömu tónleikar í Saint Pierre le Vieux. Yfirskrift tónleikanna er ,,Niðamyrkrið ljómar“ og þar koma fram Björg Þórhallsdóttir sópransöng- kona, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari, Elísabet Waage hörpuleikari, Matthías Nardeau óbóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti, ásamt kammerkór. Tónlistarfólkið er í Frakklandi í boði konsúls Íslend- inga í Strassborg, Patrice Dromson og mennta- málaráðuneytisins. Tónleikana ætla þau að endurtaka heima á Íslandi nk. sunnudagskvöld, 17. desember, í Seltjarnar- neskirkju kl. 20. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa hugljúfu aðventutónleika við kertaljós. Hugljúfir aðventutónleikar við kertaljós í Seltjarnarneskirkju nk. sunnudag Tríó Hilmar Örn Agnarsson, Björg Þórhallsdóttir og Elísabet Waage. Ísland heiðursgestur á jólamarkaði í Strassborg Þessi jólaveinn var fljótur í förum þar sem hann renndi sér hratt á hjólabretti í borg englanna í Bandaríkjun- um, Los Angeles, enda mikið að gera hjá honum líkt og bræðrum hans að koma pökkum á réttan stað. Ýmsar leiðir til að ferðast með pakka AFP Jólasveinn þeytist um á hlaupabrettinu Að vera eða vera ekki „jóla-barn“? Er spurning semenginn spyr þig yfir há-tíðarnar. Það er sterk- lega gert ráð fyrir að allir séu jafn spenntir fyrir jólunum og Will Fer- rel í kvikmyndinni Elf. Útvarpsstjórar þessa lands hafa sammælst um að frá miðjum nóv- ember skal ekki vera spilað neitt annað í útvarpinu en þau fimmtán jólalög sem við Íslendingar eigum. Lagalistinn skal vera endurtekinn með auglýsingahléum, alla tíma sól- arhringsins, þangað til einhver hringir og kvartar yfir hrakandi andlegri heilsu í byrjun janúar. Ég reyni eftir bestu getu að þykja vænt um allar þessar litlu jólahefðir sem við höfum komið okkur upp sem þjóð, ég lofa, ég reyni. Í raun þykir mér samt eigin- lega bara vænt um eina jólahefð og það er þegar Ikea-geitin er tendr- uð. Það er falleg stund að sjá hana og veraldarvefinn loga samtímis. Ég hef enn ekki komist að því hvort þessi föngulega geit sé í raun á vegum Ikea eða tálbeituaðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að svæla út brennuvarga þessa lands. Jólin fyrir mér eru svolítið eins og ofurhressi starfsmaðurinn á Joe & the Juice. Ég mun leggja mig all- an fram við að vera eðlilegur [lærð hegðun] en hann mun láta eins og það skemmti- legasta sem gerðist þann daginn sé það að hann fékk að afgreiða mig. Samtalið mun óumflýjanlega inni- halda orðið „meistari“ á einhverjum tímapunkti og ég óttast um innihald vörunnar sem ég var að kaupa. Enginn er svona hress á sunnudagsmorgnum. Mig langar helst að faðma hann og segja: „Þetta er allt í lagi, það þarf ekki allt að vera frábært, þú þarft ekki að þykjast“ en ég er nokkuð viss um að það skili litlu og áður en ég veit af verður hann búinn að spyrja mæðgurnar í röðinni fyrir aftan mig hvort þær séu nokkuð systur. Jólagleði Íslendinga er að mörgu leyti svipuð: Það skal vera gaman að versla í Kringlunni og Smára- lind, það er allt í lagi að þetta jóla- lag sé spilað í fimmta sinn, þér finnst skata góð. Það eina sem ég veit verra en yfirdrifin ást á jólunum er tánings- legur biturleiki yfir hátíðunum. Ég er táknmynd þeirrar klisju yfir hátíðarnar en í ár ætla ég að reyna að njóta, ég lofa, ég reyni. »Í raun þykir mér samteiginlega bara vænt um eina jólahefð og það er þegar Ikea-geitin er tendr- uð. Það er falleg stund að sjá hana og veraldarvefinn loga samtímis. Heimur Magnúsar Heimis Magnús H. Jónasson mhj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.