Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 13

Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 13
Morgunblaðið/Eggert Rithöfundur Elísabet í stofunni heima, henni finnst eins og það hafi losnað um köggul í brjóstinu við ljóðaskrifin. Lífið er ekki svarthvítt „Það er ekki auðvelt að missa mömmu sína, þó að hún sé komin á efri ár, en reyndar fannst mér mamma alltaf ung. Ekkert samband er eins náið og samband foreldris og barns, enginn elskar mann skilyrð- islaust nema foreldrar, börn og Guð. Maður getur fyrirgefið foreldrum það sem maður getur kannski ekki fyrirgefið maka. Ég fann að ég fyr- irgaf mömmu allt þegar hún dó, her- bergið heima hjá henni þar sem hún lá dáin, fylltist af ljósi sem tók allt með sér.“ Elísabet segir að átökin á milli hennar og móður hennar hafi byrjað strax þegar hún var í vöggu. „Mamma fór í fæðingar- þunglyndi þegar ég fæddist, og þar byrjar sektarkenndin hjá henni, en þá vissu konur ekkert hvað þetta var. Kannski langaði hana að til henda mér út um gluggann, eins og maður heyrir að sumum konum hafi liðið í því ástandi. Fæðingar- þunglyndi og alkóhólismi hafði mikil áhrif á samband okkar mömmu, en þegar mamma var vond við mig, þá var það ekki af því að hún væri vond manneskja, heldur var það með- virkni, alkóhólismi og þunglyndi sem var þar að verki. Ég veit núna að þetta eru sjúkdómar. Og ég veit að lífið er ekki svarthvítt, ekki frek- ar en fólk.“ Í anda mömmu að skilja eftir sig ráðgátu fyrir okkur Elísabet segir að móðir hennar hafi ekki verið hrædd við dauðann, en hún hafi kannski ekki verið sátt við að skiljast við afkomendur sína. „Hún var mikil fjölskyldukona og hafði okkur með í ráðum í því sem hún var að gera. Hún hafði vísinda- legan áhuga á okkur afkomend- unum, hvernig við værum gerð. Það er alveg í hennar anda að skilja eftir ráðgátu með því að deyja ein heima hjá sér. Ég veit ekkert hvað gerðist eða hvað hún var að hugsa. Af hverju vildi hún ekki að ég gisti hjá henni þessa nótt sem kom svo í ljós að var hennar síðasta? Kannski vissi hún að það væri komið að þessu og hún vildi vera ein.“ Skrifin hafa hjálpað mikið Elísabet segir að hana hafi dreymt draum þar sem hún var að keyra með öll systkini sín og mamma þeirra hafi legið eins og múmía aftur í bílnum. „Mér fannst táknrænt að bíll- inn varð bensín- laus hjá mér í draumnum, á planinu við Kenn- araháskólann. Mamma naut þess að kenna og hún var alltaf að kenna mér og leiðbeina í lífinu. Ég réði draum- inn þannig að mamma væri að segja mér að fara nýjar leiðir, svo ég ákvað að prófa að skrifa ljóðin út frá frúnni á neðri hæðinni, skáldaðri persónu í lífi mömmu. Og það eru ekki endilega skil á milli þess hvor okkar er að tala í ljóðabókinni minni, ég eða frúin. Mamma setti oft inn færslur á Face- book hjá sér um þessa frú, sem eng- inn vissi hver var. Fólk var oft að spyrja um þessa leyndardómsfullu frú en mamma svaraði aldrei, hún hélt sínu striki og sagði sögur af kómísku sambandinu á milli þeirra tveggja. Ég er með ákveðna kenn- ingu um þessa frú sem leysir frá skjóðunni á síðustu blaðsíðu ljóðabókarinnar. Fólk getur komist að því hver sú kenning er með því að lesa bókina,“ segir Elísabet og hlær. „Ég ákvað að vera ekki að ásaka mig eða mömmu í þessum ljóðum, heldur vera jákvæð þó svo að sorgin og söknuðurinn komi að sjálfsögðu við sögu. Ég ákvað að hafa ást frekar en reiði í þessari bók. Þannig bý ég til hunang sem hjálpar mér að takast á við erfiða hluti. Að skrifa þessa bók hefur hjálpað mér mikið, mér finnst eins og það hafi losnað um köggul í brjóstinu. Við það öðlaðist ég innsæi og pláss fyrir nýj- ar pælingar.“ Tár mín eru seld dýrum dómum Elísabet ætl- ar að vera með út- gáfuhóf nk. þriðju- dag, 19. desember, í Eymundsson í Austurstræti, en í verslunum þeirra mun bókin fást, sem og í Bóka- kaffinu á Selfossi. Elísabet mun að sjálfsögðu líka vera í eigin per- sónu við Melabúðina að selja bókina, eins og hún er þekkt fyrir. „Ég ætla ekki að lofa því að fara að gráta í útgáfupartíinu, tár mín eru seld dýrum dómum,“ segir hún og hlær. „En það er svo merki- legt að ég fékk aldrei tár í augun eða komst við, þegar ég var að skrifa þessa bók. En þegar ég fór til Jóns Óskars þegar hann var búinn að prenta út fyrstu próförk fóru tárin að renna.“ Bók Dauðinn í veiðarfæraskúrnum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðirnar, Samkaup krambúðirnar, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík. F Laxinn okkar er einungis unnin úr ferskum laxi og þurrsaltaður með sjávarsalti. Saltinnihald er einungis 2%. FGraflaxinn okkar er þurrkryddaður með einstakri kryddblöndu. F Frá handflökun að handsneiðingu eru gamlar verkhefðir virtar, sem skilar sér í mildu bragði sem gælir við bragðlaukana. Grafinn lax ómissandi á jólaborðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.