Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Vönduðum hálendis- vegum fylgja margir kostir. Þeir stytta vegalengdir milli landshluta. Þeir opna fleirum möguleika til að upplifa sérstæða fegurð miðhálendis Ís- lands. Þeir eru mik- ilvæg varaleið milli landshluta. Þeir eru mjög hagkvæmir, þeir lækka kostnað umferðarinnar og þá má kosta af veggjöldum í einka- framkvæmd án útgjalda fyrir skatt- greiðendur. Í dag ná uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi á Suðurlandi upp að Þórisvatni. Á Norðurlandi ná þeir vel inn í Eyjafjörð og inn Bárðardal. Á Austurlandi liggur uppbyggður vegur að Kárahnúkastíflu. Hálend- isvegir frá þessum vegendum sem myndu mætast á Sprengisandi verða samtals um 289 km langir, sjá mynd af hálendinu. Vegalengdin milli Egilsstaða og suðvesturhornsins um hálendisveg- ina verður 256 km styttri en um þjóðveg 1 eða um 3 klst. Leiðin milli Akureyrar og Suðurlandsundirlend- isins styttist um 200 km eða 2,5 klst. en milli Akureyrar og suðvestur- hornsins um 10 km. Hálendisleiðin milli Akureyrar og Egilsstaða verð- ur hins vegar 47 km lengri en núver- andi þjóðvegur 1 um Möðrudals- öræfi. Arðsemi og ábati Þörfin fyrir vegafé frá kjördæm- um er það mikil að jafnvel hinar arð- sömustu vegaframkvæmdir, sem hægt er að komast af án, komast ekki að, samanber Hvalfjarð- argöngin. Þau spara um 50 km akstur fyrir 5.500 bíla á sólarhring núna, en urðu ekki að veru- leika fyrr en hópur áhugasamra aðila tók sig saman um þau í einkaframkvæmd. Svipað gildir um há- lendisvegi. Þeir verða ekki að veruleika næstu áratugi nema þá í einkaframkvæmd. Með það í huga skoðaði undirritaður arðsemi hálendisveganna, sjá töflu. Tvær veggerðir koma helst til greina. Uppbyggðir heilsársvegir eru arðsamari en ódýrari bugðóttir mjóir ferðamannavegir sem fylgja landslagi. Skýringin er aðallega að uppbyggðu vegirnir verða opnir nán- ast allt árið en ferðamannavegir yfir sumartímann. Hér er miðað við meðalveggjöld, 2.000 kr. á legg, þ.e. 4.000 kr. fyrir leiðina yfir hálendið. Þá er miðað við að 60% af umferðinni REY-EGI fær- ist á hálendisvegina, 30% af REY- EYJ og 15% af EYJ-EGI umferð. Til viðbótar skapa hálendisvegirnir nýja umferð sem metin er 20% ofan á um- ferð þjóðvegar 1 á svæðinu. Arðsemi Arðsemi uppbyggðra hálendis- vega í einkaframkvæmd er þá 1,4 milljarðar kr. á ári, eða 7%. Lán fyrir stofnkostnaði til 30 ára með 3% vöxt- um mætti þá greiða niður á um 20 ár- um. Ábati umferðarinnar, það er bíla, ökumanna og farþega, reiknast 8,5 milljarðar kr. á ári vegna styttri leiða. Þjóðhagslegur hagnaður sam- tals telst þá 10,2 milljarðar kr. á ári sem er 53% heildar arðsemi af fjár- festingunni. Annar ábati Hálendisvegir verða mikilvæg varaleið þegar núverandi vegir bregðast tímabundið, til dæmis á Suðurlandi, þegar gos og stjórflóð ryðja burtu vegum og brúm. Hluti umferðarinnar sem nú er um lág- lendisvegina flyst á hálendisvegina sem léttir á þjóðvegi 1 sem sparar í viðhaldi. Umhverfisáhrif Með góðum hálendisvegum opnast miðhálendið fólki sem hefur í reynd ekki getað notið þess hingað til. Stór- brotið landslagið og lítt snortin víð- ernin munu draga til sín fjölda fólks, tugi jafnvel hundruð þúsunda árlega. Það er jákvætt fyrir þá sem upplifa og landið sem ferðamannaland. En stóraukin umgengni um há- lendið kallar á gott skipulag og um- hirðu. Skipuleggja þarf landnýtingu, afmarka uppbyggingarreiti, leggja göngustíga og fleira sem tilheyrir fjölsóttum ferðamannastöðum. Hálendisvörsluna mætti kosta með aðgöngugjaldi sem mætti inn- heimta samhliða veggjaldinu af stök- um ferðum. Fólk á að geta notið landsins í sátt við náttúruna. Aukinni umferð fylgir álag fyrir umhverfið en ef vel er að verki staðið má vernda umhverfið vel, sem skiptir miklu vegna framtíð- arhagsmuna. Heillandi framtíð Hálendisvegir eru arðbærir í einkaframkvæmd án útgjalda fyrir skattgreiðendur. Umhverfisáhrifin eru vonandi ásættanleg fyrir flesta, þegar litið er á ábata af styttri ferð- um og áhugaverðri upplifun. Samkvæmt þessu ætti að skoða ábata og kostnað við hálendisvegi nánar. Nánari upplýsingar: https:// gudjonsigurbjarts.wordpress.com/ halendisvegir/ Eftir Guðjón Sigurbjartsson Guðjón Sigurbjartsson »Hálendisvegir eru mjög arðbærir en þeir verða ekki að veru- leika fyrr en hópur áhugasamra tekur sig saman um þá í einka- framkvæmd. Höfundur er viðskiptafræðingur. gudjonsigurbjartsson@gmail.com Hálendisvegir, arðsemi og áhrif Við að horfa á Helga í Góu í Kastljósi RÚV rifjaðist upp að í lok árs 2005 skrifaði ég þrjár greinar um lífeyrissjóðina. Á sama tíma barðist Helgi fyr- ir því að lífeyrissjóð- irnir byggðu hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara. Þá kom hann líka fram í RÚV og sýndi á myndrænan hátt hversu lítið mál þetta væri fyrir sjóðina. Eftir hrun hefi ég oft hugsað hversu mikið betur lífeyrissjóðir hefðu farið út úr hruninu hefðu þeir borið gæfu til að fylgja ráðum Helga í Góu. Helgi þekkir ekki að gefast upp og safnar nú undirskriftum almennings til stuðnings þess að lífeyrissjóðir byggi hagstæðar íbúðir fyrir eldri borgara. Kröfuna styður hann sterk- um rökum. Grein mín birtist fyrir 12 árum. Tilefni er til að birta hana aftur með tilliti til þess að nú stefnir í nýtt hrun skv. byggingakranavísitölunni. Lífeyrisþjófnaður Ég fékk mikil viðbrögð við grein minni „Til hvers eru lífeyrissjóðir?“. Ekkert heyrðist þó frá forsvars- mönnum lífeyrissjóða. Samt notaði ég stór orð. Kallaði þá þjófa. Það hefði ég ekki sett á prent nema ég gæti staðið við það og geri það hér með: Að loknu námi starfaði ég í Sviss. Þar var frjálst val að vera í lífeyris- sjóði og nokkrir í boði. Ég valdi líf- eyrissjóð opinberra starfsmanna og var í honum á þriðja ár. Skömmu eft- ir að ég flutti heim kom yfirlit frá bankanum úti, sem launin mín voru jafnan lögð inn á. Það var komin stór innborgun. Lífeyrissjóðurinn hafði endurgreitt mér allt sem ég hafði borgað í hann. Allir geta verið sam- mála um að samanborið við þetta þá er maður rændur hérna heima. Ég hefi mikið velt fyr- ir mér hvort það standist landslög að lífeyrissjóðir slái eign sinni á inneign sjóðsfélaga þegar þeir kveðja þennan heim. Vonandi verður einhver lögfróður til að svara því með tilliti til eftirfarandi dæmis: Flestir ganga í lífeyr- issjóð um leið og þeir byrja að vinna. Oft barn- ungir. Síðar þegar geng- ið er í hjónaband eru hjónin eitt frammi fyrir guði og mönnum. Eiga saman börn, innbú og íbúð. Allt er sameign nema þau geri kaupmála. Taki annað hvort eða bæði lán með veði í sameiginlegri eign, þá skal makinn skrifa samþykki sitt á skuldaviðurkenninguna. Svo kemur að því að annað fellur frá. Þá erfir sá sem lifir allt nema lífeyrissjóðsrétt- indin. Sé lífeyrissjóðslán í búinu skal hann eða hún borga af því þar til það er upp greitt. Á sama tíma fær hann eða hún tímabundið skertar bætur úr lífeyrissjóði makans. Það eru aðallega konur, sem hafa farið illa út úr þessu. Bæði lifa þær lengur og svo hafa þær fram til þessa verið meira það sem kallað er heima- vinnandi. Fyrir það starf fást ekki líf- eyrissjóðsréttindi. Sama hversu stórt heimilið er og börnin mörg. Merki- legt að þeir, sem mest berjast fyrir jafnrétti hafi ekki fengið þetta leið- rétt. Ég geri mér grein fyrir að upp úr miðri síðustu öld jafnaði verðbólgan misréttið. Fasteignir hækkuðu í verði á meðan lánin brunnu upp á verð- bólgubálinu og hjónin eignuðust óbeint lífeyrissjóð í búinu. Upptaka lífeyrissjóðsréttinda, þegar óðaverðbólgan geisaði, hefur eflaust bjargað mörgum sjóðnum frá því að fara á hausinn. Nú eru breyttir tímar. Nýtt og áð- ur óþekkt vandamál. Fjármagnið streymir svo skarpt inn að til vand- ræða horfir. Yfirlýsingar um ónóg tækifæri til fjárfestinga innanlands koma frá sjóðunum. Þeir allt að því neyðast til að auka fjárfestingar í er- lendum verðbréfum. Á sama tíma er ekkert lát á fréttum um lakan aðbún- að eldri borgara, sem flestir eru stofnfjáreigendur lífeyrissjóðanna. Til er einföld lausn á verðtrygg- ingu fjármagns lífeyrissjóða, sem um leið bætir aðbúnað eldri borgara. Lausnin felst í því að lífeyrissjóðirnir stofni sameiginlegt byggingafélag „Lífbygg“, sem byggir leiguíbúðir eldri borga. Stofnfé gæti verið „ráns- fengur“ síðustu 25 ára. Fjármagn sem fer í byggingar er verðtryggt um leið og framkvæmt er fyrir það. Sama er að segja um kaup sjóða á íbúðunum. Um leið og greiðsla fyrir íbúð er yfirfærð til „Líf- bygg“ er hver einasta króna verð- tryggð. Allir vita að fjárfesting í steinsteypu á Íslandi er góð. Ekki áhættufjárfesting líkt og hlutabréf. Í viðbót við verðtrygginguna bætast við leigutekjur af íbúðinni frá fyrsta degi. Um leið gjörbylta þessar leigu- íbúðir kjörum þeirra, sem eru að ljúka starfsaldri. Allir ættu að geta leigt sér íbúð við hæfi. Þeir sem eiga íbúð fyrir geta selt hana í rólegheit- um og notið söluverðsins. Leigt sum- arhús af lífeyrissjóðnum á sumrin og ferðast til heitari landa á veturna. Lífeyrissjóðirnir myndu losna við að senda einhverja stjóra á aðalfundi verðbréfasjóða eða hlutafélaga er- lendis með tilheyrandi dagpeningum og kostnaði. Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson »Eftir hrun hefi ég oft hugsað hversu mikið betur lífeyrissjóðir hefðu farið út úr hruninu hefðu þeir borið gæfu til að fylgja ráðum Helga í Góu. Höfundur er eldri borgari. siggi@pmt.is Lífeyrisþjófnaður Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.