Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 32
32 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Elín Þórunn Eiríksdóttir, viðskiptafræðingur og fram-kvæmdastjóri tjónasviðs hjá Sjóvá, á 50 ára afmæli í dag. Elíner mikil fjölskyldukona og nýtir mest af frítíma sínum í að
vera með sínum nánustu.
Hver eru áhugamálin? „Ég hef gaman af ferðalögum, útivist og
stangveiði. Við fjölskyldan erum einnig dugleg að fara á skíði. Dóttir
okkar er á kafi í fótbolta og fer töluverður tími í að fylgja henni eftir
sem okkur finnst mjög gaman.
Okkur finnst mikil forréttindi að ferðast saman og síðasta ferðin
með fjölskyldunni var til Parísar í haust,“ segir Elín Þórunn aðspurð.
„Ég er mikil áhugamanneskja um mat, finnst gaman að elda og
baka og prófa nýjungar á þessu sviði. Það er fátt skemmtilegra en að
borða góðan mat í góðum hópi fólks. Ég er svo lánsöm að hafa hitt
mikið af áhugaverðu fólki á lífsleiðinni og er í nokkrum vinahópum
sem hittast reglulega, þetta finnst mér dýrmætt.“
Elín Þórunn er í bókaklúbbi sem hittist reglulega til að ræða bæk-
urnar sem hafa verið lesnar. „Ég les töluvert og er komin með lista yf-
ir nýjustu jólabækurnar sem ég ætla að lesa. Fyrsta jólabókin í ár er
Sakramentið eftir Ólaf Jóhann og síðan ætla ég að lesa bókina eftir
Ragnar Jónasson. Svo tilheyrir Arnaldur líka jólunum, það er alltaf
gaman að lesa bækurnar hans. Les líka bækur sem tengjast starfinu
eins og stjórnunarbækur, núna er ég að glugga í Lethal Leadership
eftir Christian Orsted.“
Eiginmaður Elínar er Sigurjón Arnarsson viðskiptafræðingur og
dóttir þeirra er Selma Sól, f. 2005. Elín Þórunn ætlar að stinga af úr
bænum í tilefni afmælisins og njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar.
Fjölskyldan Elín Þórunn, Sigurjón og Selma Sól í París í haust.
Komin með lista yfir
nýjustu bækurnar
Elín Þórunn Eiríksdóttir er fimmtug í dag
Þ
orvaldur fæddist í
Reykjavík 15.12. 1947
en ólst upp við almenn-
an sveitabúskap í Álf-
hólum í Vestur-
Landeyjum. Hann gekk í barna-
skóla í Vestur-Landeyjum, var í
Skógaskóla, lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
1968, stundaði nám í líffræði og
umhverfisfræði við Háskóla Íslands
og háskólann í Þrándheimi, lauk
Cand.Real-prófi í líffræði frá há-
skólanum í Þrándheimi 1977 og
kennsluréttindanámi frá Háskóla
Íslands 1981.
Á uppvaxtarárunum vann Þor-
valdur við landbúnað og fleira sem
til féll í Rangárþingi. Hann vann
við gróðurrannsóknir RALA 1973-
78, sinnti stundakennslu við Há-
skóla Íslands og Kennaraháskóla
Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur og kennari – 70 ára
Ískaldur Eiríksjökull Þorvaldur Örn og Ragnheiður Elísabet unna íslenkri nátt́úru. Hér eru þau á Arnarvatnsheiði.
Vill jöfnuð, öryggi og
frið um allan heim
Glaðleg mæðgin Afmælisbarnið með móður sinni. Hún lést í febrúar sl..
Hafnarfjörður Hlynur
Örvarsson fæddist á Land-
spítalanum í Reykjavík 15.
desember 2016 kl. 10.47 og á
því eins árs afmæli í dag.
Hann vó 4.084 g og var 51 cm
að lengd við fæðingu. For-
eldrar hans eru Örvar
Sveinsson og Halldóra
Hallgrímsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
JÓLATVENNA
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is