Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 41

Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Þetta er mikið rit þar semVeiðivötn eru þunga-miðjan, landið þar, vötninsjálf, gróður og dýralíf og hvernig menn hafa nytjað svæðið og umgengist náttúruna þar. Höfundur gjörþekkir þetta umhverfi, hefur ver- ið þar langdvölum, kynnst ótal „vatnakörlum“ og safnað frásögnum þeirra í sarpinn í áratugi, auk þess lesið feiknin öll af heimildum. Hér er enda allt undir. Lýsingar á svæðinu eru nákvæmar, hvernig best er að koma að því, hverju vatni lýst, hverj- um læk og fljóti, fjallað um jarðelda, söguna frá landnámi til nútíma, ör- nefni tíunduð og ótalmargt fleira; auðvelt er að fallast á röksemda- færslu Gunnars fyrir nafnbreytingu vatnanna, en lengst af hétu þau Fiskivötn í máli manna. Ýtarlega er fjallað um könnunar- leiðangra sem fóru fyrr á tíð um Veiðivatnasvæðið. Það lætur að lík- um að svo fiskisæl vötn voru mönnum búbót enda lágu þeir við og veiddu silung. Urriði var ríkjandi tegund, en nú hefur bleikja lagt undir sig nokkur vötn á hans kostnað. Veiðunum er vel lýst sem og verkunaraðferðum. Skýrslur eru birtar um veiðina; ýms- ar töflur og greinargerðir eru undir bókarlok til glöggvunar, t.d. um ein- stök vötn, veiðifélag Landmanna o.fl. Það kemur ekki á óvart að menn deildu um eignarrétt á þessari mat- arkistu og Gunnar gerir grein fyrir málaferlum fyrr og síðar í þeim efn- um. Svo sem vænta má um svo sér- stakt landsvæði í óbyggðum hafa orð- ið þar dulrænir atburðir og menn hefur dreymt talsvert, jafnvel fyrir daglátum! Öllu slíku gerir Gunnar góð skil. Þessi bók er fróðleiksnáma um allt sem að vötnunum lýtur, bein- línis allt. Gunnar skrifar um efni sitt af þekkingu og ástríðu og nokkurri sér- visku sem er til prýði og stíll hans er einkar persónulegur; hann hikar ekki við að fella dóma t.d. um náttúru- vernd, veiðimenn, akstur um hálend- ið o.fl. Hann hefur skoðanir á flestu sem varðar umgengni manna á sögu- sviðinu og lætur þær óspart í ljós; hann er líka málhagur. Á stöku stað tekur hann til varna fyrir fyrri tíðar menn, t.d. bílstjóra sem festi bíl sinn á torfæru vaði fyrir áratugum og ekki amast hann við mönnum sem hafa gull á glasi, svo framarlega sem þeir neyti þess prúðmannlega. 847 tilvís- anir og aftanmálsgreinar eru á 56 bls. undir bókarlok, sumar langar, aðrar tilgreina einungis bók og blaðsíðutal. Ýmsir sérfræðingar leggja í púkkið, t.d. um lífríkið, samsetningu vatns o.fl. og birtar eru frásagnir einstakra manna af Veiðivatnaferðum. Margar ljósmyndir prýða bókina, bæði gaml- ar og nýjar og að ósekju hefðu ýmsar þeirra mátt fá betra rými; mikil vinna og natni einkennir marga mynda- texta. Bókin er brotin um með hlið- stæðum hætti og árbækur Ferða- félagsins, textinn er prentaður í tvídálk, letur af þeirri stærð að mikið efni rúmast á hverri síðu. Þetta er einyrkjaútgáfa og að sönnu hefði mátt lesa fleiri prófarkir; prentvillur eru allt of margar í svo veglegu riti. Gunnar leggur áherslu á orð sín með undirstrikunum í texta. Að jafnaði fer ekki milli mála hvaða skoðun hann hefur, en með þessu móti hnykkir hann á efninu; undirstrikanir eru nú fátíðar í prentmáli, ská- og fleitletrun algengari. Þá eru gæsalappir mikið notaðar, bæði utan um tilvísanir og um einstök orð sem gefa merkingu þeirra ákveðinn blæ. Þessi bók er náma upplýsinga og alls konar fróðleiks um Veiðivötn og Tungnaársvæðið – sem vonandi fá að vera í friði fyrir vélrænum ágangi manna. Fróðleiksnáma Veiðivatnabók Gunnars Guðmundssonar frá Heiðarbrún er að mati rýnis skrifuð af þekkingu og ástríðu og nokkurri sérvisku sem er til prýði. Á myndinni eru Veiðivötn, séð til Tjaldvatns. Þjóðfræði Veiðivötn á Landmannaafrétti bbbmn Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: Veiðivötn á Landmannaafrétti og öll Tungnaáröræfin I-II Innbundin, 909 bls. Bókhlaða Gunnars Guðmundssonar 2017. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Veiðivötn í gjörhygli Kvikmyndin Harry Potter og fang- inn frá Azkaban frá árinu 2004 verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin byggist á samnefndri bók J.K. Rowling um galdrastrák- inn kunna. Á morgun kl. 20 verður sýnd jóla- myndin Hvernig Trölli stal jólunum með Jim Carrey í aðalhlutverki. Myndin, sem er frá 2000, er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Á sunnudag kl. 20 er síðan komið að Strange Days frá 1995 í leik- stjórn Kathryn Bigelow. Í aðal- hlutverkum eru Ralph Fiennes, Angela Bassett og Juliette Lewis. Myndin er hluti af Svörtum sunnu- dögum. Galdrastrákur, jól og kviksyndi hryllings Hogwarts Daniel Radcliffe og Emma Watson í hlutverkum sínum í Harry Potter. Allt um sjávarútveg Sýnd kl. 10.15 Sýnd kl. 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 2, 4 NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 2, 10.20 í 3D Sýnd kl. 3, 5, 9 í 2D Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 6 Verð 7.995 kr Verð 5.995 kr Verð 9.995 kr Verð 21.995 kr Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Verð 6.995 kr Verð 6.995 kr ICQC 2018-20 (I-II, 910 bls.) er komin út og kostar kr. 8.500,– Sölustaðir: Veiðivon, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. | Árvirkinn, Eyravegi 32, Selfossi. Landvegamót, Rang. | Mosfell, Hellu. | Fóðurblandan, Hvolsvelli. Bókin VEIÐIVÖTN Á LANDMANNAAFRÉTTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.