Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Það kom forystumönnum í launþega-
hreyfingunni í opna skjöldu að ríkis-
stjórnin ætlar að koma fram með
frumvarp fljótlega á nýju ári um
hækkun á lífeyristökualdri almanna-
trygginga í áföngum úr 67 árum í 70 ár
á 24 árum.
Markmiðið um að hækka lífeyris-
tökualdurinn í skrefum í 70 ár hefur
lengi verið til umræðu, en fyrir ári síð-
an féll Alþingi frá því að lögfesta
ákvæði um þetta í frumvarpi þáver-
andi félagsmálaráðherra þar sem mik-
ilvægt væri að samræma lífeyrisrétt-
indi innan lífeyrssjóðakerfisins áður
en ákveðið yrði að hækka lífeyrisaldur
í landinu í 70 ár.
Í nýja fjárlagafrumvarpinu segir í
yfirliti yfir lagabreytingar á næsta ári
að lögð verði til sú breyting á lögum
um almannatryggingar að lágmarks-
lífeyristökualdur, sem nú er 67 ár,
hækki í skrefum í 70 ár. Hækkunin
verði tveir mánuðir á ári fyrstu 12 árin
og einn mánuður á ári næstu 12 ár.
„Lagt er til að breytingin öðlist gildi
1. janúar 2018 og að lífeyristökualdur í
almannatryggingum verði orðinn 70
ár 24 árum síðar,“ segir í áðurnefndu
frumvarpi.
Jafnframt er boðað á þingmálaskrá
félags- og jafnréttisráðherra að frum-
varp um hækkun lífeyristökualdurs al-
mannatrygginga í 70 ár verði lagt
fram í mars.
Fleiri sjónarmið komið fram
Spurður hvort þetta mál sé að koma
fram núna í samráði við verkalýðs-
hreyfinguna segir Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, að engin samtöl hafi átt
sér stað um málið frá því að því var
frestað á sínum tíma. ,,Það kemur mér
svolítið á óvart að þetta sé komið fram.
Sáttin á sínum tíma um uppstokkun
og breytingar á almannatryggingum
gekk svo sem út frá því að þetta yrði
gert, en ég hefði haldið að það væri ráð
að setjast aðeins yfir þetta vegna þess
að á þeim tíma sem liðinn er hafa kom-
ið fram fleiri sjónarmið varðandi líf-
eyristökualdurinn, sem ég tel að
ástæða sé til að ræða,“ segir Gylfi og
bætir við að hugsanlega komi til álita
aðrar leiðir til þess að ná þessu sama
markmiði.
Jafnframt þurfi að greina á hverj-
um þessi breyting lendir. Það eigi
t.d. við um félagsmenn Alþýðusam-
bandsins sem séu erfiðisvinnufólk,
og yfirleitt slitnari en aðrir eftir
langa þátttöku á vinnumarkaði.
Þegar rætt sé um að hækka lífeyr-
istökualdurinn verði að hafa í huga
að ákveðnar vísbendingar eru um að
ævilengdin sé styttri meðal þeirra
sem vinna erfiðisvinnu heldur en
þeirra sem eru í léttari vinnu.
OECD hafi t.a.m. bent á að það sé
umdeilanlegt að láta jafnt yfir alla
ganga hvað þetta varðar óháð öðr-
um skilyrðum.
Ljóst sé líka að hækkun lífeyris-
tökualdursins birtist gjarnan sem
aukin örorkutíðni vegna fólks sem
er orðið slitið eftir langa starfsævi.
„Það er full ástæða til að setjast að-
eins yfir þetta og ræða,“ segir Gylfi,
sem hefur ekki trú á að lög um
breytingar á þessu eins og ríkis-
stjórnin boðar nú gætu tekið gildi
strax í upphafi næsta árs.
„Verður af 11 milljónum“
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig
á áformum ríkisstjórnarinnar í fjár-
lagafrumvarpinu um hækkun lífeyris-
tökualdursins í færslu á facebook og
spyr hvort það sé „bara ekkert mál að
stjórnvöld ætli að gera þrjú ár af líf-
eyri fólks upptækan í áföngum?“
Hann minnir á að launafólk leggi sjálft
fram 14 til 15,5% af öllum launum sín-
um í lífeyrissjóð ,,og er það bara allt í
lagi að stjórnvöld leggi fram frumvarp
þar sem þrjú ár verða gerð upptæk?
Tökum dæmi. Ef launamaður sem
hefur unnið sér inn 300 þúsund krónur
í lífeyri fær ekki að byrja að taka hann
út fyrr en 70 ára þá þýðir það að hann
verður af 11 milljónum króna!“ segir
hann.
Hann spyr hvort til standi að sam-
þykkja þetta án þess að spyrja launa-
fólk og hvort ASÍ og Samtök atvinnu-
lífsins hafi lagt blessun sína yfir
þennan gjörning.
Áform vekja blendin viðbrögð
Tillaga ríkisstjórnar um hækkun lífeyristökualdurs í skrefum í 70 ár með lögum sem gildi frá 1. jan-
úar vekja undrun forystumanna í launaþegahreyfingunni Forseti ASÍ segir aðrar leiðir koma til álita
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Launþegar Stefnt er að hækkun líf-
eyristökualdurs í áföngum í 70 ár.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Alls hafa 79 einstaklingar hlotið náð-
un frá forseta Íslands á árunum
1997 til desember 2017. Þetta kemur
fram á vef Stjórnarráðsins, en
dómsmálaráðuneytið sér um að taka
við náðunarbeiðnum og fer síðan
sérstök náðunarnefnd yfir umsókn-
irnar.
Alls bárust 489 náðunarbeiðnir á
tímabilinu. Hafnaði ráðuneytið 369
umsóknum og var 41 umsókn vísað
frá. Flestar náðunarbeiðnir sem orð-
ið var við tengdust umferðarlaga-
brotum, eða 43, næst á eftir koma
skattalagabrot, 10 talsins, þjófnað-
ur, 10 brot, og fíkniefnabrot, eða alls
9 brot.
Flestar umsóknir voru samþykkt-
ar í fyrra en þá bárust alls 26 um-
sóknir og voru 8 þeirra samþykktar.
Þar af voru 3 brot sem vörðuðu sekt-
arrefsingu og 5 brot er vörðuðu
fangelsisvist. Í ár barst 21 náðunar-
beiðni og var fallist á 4 umsóknir.
Þar af 2 sem vörðuðu sektarrefsingu
og 2 sem vörðuðu fangelsisrefsingu.
Árið 2006 bárust flestar umsóknir,
alls 28, en einungis 3 voru sam-
þykktar. Tvær náðanir voru veittar
vegna kynferðisbrota gegn barni
yngra en 15 ára, en heimild er til
refsilækkunar eða niðurfellingar
refsingar ef þolandi og gerandi eru á
svipuðum aldri og þroskastigi. Af
þeim 79 náðunarbeiðnum sem voru
samþykktar á tímabilinu vörðuðu 38
fangelsisvist og 41 sektum.
Helsta ástæða þess að náðun var
veitt var alvarlegt líkamlegt heilsu-
far náðunarbeiðanda, alls 45 skipti.
Alvarlegt andlegt heilsufar náðunar-
beiðanda kemur þar á eftir, alls 37
skipti. Erfið félagsleg staða eða erf-
iðar félagslegar aðstæður náðunar-
beiðanda leiddi til náðunar í 12
skipti og alvarlegt líkamlegt heilsu-
far ungs afkomanda náðunarbeið-
anda í 4 skipti. Þá þarf að hafa í
huga að ástæður fyrir náðun geta
verið fleiri en ein í hverju tilfelli.
79 einstaklingar náðaðir af
forseta Íslands síðan 1997
Morgunblaðið/Þórður
Hæstiréttur Af 21 umsókn var fall-
ist á náðun í fjórum tilfellum í ár.
Þar af 38 sem hlotið höfðu dóma er varða fangelsisvist
Nýtt neta- og línuveiðiskip, Stormur HF, kom til hafnar
í Reykjavík í gærmorgun, eftir að hafa verið fullsmíð-
aður í Gdansk í Póllandi. Þar var skrokkurinn lengdur
úr 23 í 45 metra en útgerðarfyrirtækið Stormur Sea-
food ehf. keypti skrokkinn í Nýfundnalandi fyrir
nokkrum árum. Þaðan var skipið dregið til Póllands, til
skipasmíðastöðvarinnar Alkor. Skipasýn hannaði
breytingarnar en skipið er rafknúið og búið ýmsum
fullkomnum tækjum. Rými er fyrir 20 í áhöfn. Allir
klefar eru með sturtu og salerni, gufubað er um borð
og líkamsræktarsalur. Stormur getur tekið ríflega 140
tonn af ísfiski í lest og upp í 400 tonn af frystivöru.
Morgunblaðið/Hari
Stormur kominn til hafnar
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Vinna við uppstillingu á listum hjá
Viðreisn fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar 2018 er hafin, að
sögn Birnu Þórarinsdóttur, fram-
kvæmdastjóra flokksins. Viðreisn
stefnir að því að bjóða fram í Hafn-
arfirði, Kópavogi og Reykjavík. Önn-
ur sveitarfélög koma einnig til
greina og er verið að skoða Akureyri
og Reykjanesbæ helst í þeim efnum.
Uppstilling á öllum vígstöðvum
Birna býst ekki við því að farið
verði í prófkjör, meginregla flokks-
ins er að stilla upp á lista. Hún vill
engu að síður ekki útiloka prófkjör.
„Það er ekki gert ráð fyrir því að
fara í prófkjör en meginreglan hjá
Viðreisn er að stilla upp á lista. Það
er í samþykktum flokksins en það er
heimild fyrir því að beita öðrum að-
ferðum,“ segir Birna. „Félögin sem
eru að undirbúa framboðið myndu
gera tillögu þess efnis en almennt er
gert ráð fyrir að uppstillingarnefndir
starfi í aðdraganda kosninga,“ bætir
hún við.
Í Viðreisn eru starfandi tvö svæð-
isfélög, annað í Kópavogi og hitt í
Hafnarfirði, og munu þau sjá um
uppstillingu í þeim bæjarfélögum.
Unnið er að stofnun frekari félaga
víðs vegar um landið. Spurð hvenær
vænta megi að listar verða tilkynntir
segir Birna að búast megi við því eft-
ir áramót. „Vinna er hafin en ekki
hægt að fullyrða það hvenær nöfn
koma út. Það hægist aðeins á þessu
yfir hátíðarnar og svo fer allt á fullt
eftir áramót.“
Viðreisn vinnur
að uppstillingu
Bjóða fram í minnst 3 sveitarfélögum
Morgunblaðið/Golli
Framboð Viðreisn stillir nú upp á
lista fyrir kosningarnar í vor.