Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
»Útgáfutónleikar Ósómaljóða
Þorvaldar Þorsteinssonar fóru
fram í gær í Gamla bíói í tilefni af
útgáfu Mengis á plötu með ljóð-
unum. Á tónleikunum flutti Meg-
as lög og texta Þorvaldar heitins
með Skúla Sverrissyni og Ósæmi-
legri hljómsveit en hana skipuðu,
auk Skúla, Guðmundur Pétursson
á gítar, Davíð Þór Jónsson á pí-
anó, Magnús Trygvason Eliassen
á trommur og Ólöf Arnalds á gít-
ar, Gyða Valtýsdóttir á selló. Ólöf
og Gyða sungu einnig auk Möggu
Stínu og Margrétar H. Blöndal.
Ósómaljóð komu út á vínilplötu og
geisladiski hjá Mengi Records á
föstudaginn var.
Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteins-
sonar voru frumflutt í heild sinni
á tónleikum í Gamla bíói á
Listahátíð í Reykjavík vorið 2015.
Tvö ár voru þá liðin frá andláti
Þorvaldar Þorsteinssonar sem
lést aðeins 52 ára.
Megas og Ósæmileg hljómsveit fluttu Ósómaljóð
Myndarleg Jóhanna Þórhallsdóttir, Óttar Guðmundsson, Haraldur Jónsson
og Stefán Jónsson bíða spennt en settleg eftir tónleikunum langþráðu.
Glöð Birta Fróðadóttir og Ragnar Kjartansson mættu á tónleikana.
Falleg Margrét H. Blöndal og Egill Snæbjörnsson.
Morgunblaðið/Eggert
Hljómdiskur klarinettuleikarans
Einars Jóhannessonar, Exultavit:
Music for Clarinet and Organ, sem
Smekkleysa gefur út, fær prýðilega
umsögn í tímaritinu Clarinet. Í um-
sögninni segir að klarinett og orgal
sé óvenjuleg blanda en eftir að hafa
hlustað á diskinn, þar sem organist-
inn Douglas A. Brotchie leikur með
Einari, þykir gagnrýnanda þessi
blanda bæði passa vel og vera
heillandi. Bæði hljóðfæri séu jú sam-
sett úr pípum og furðar rýnir sig á
því að samstilling þessara hljóðfæra
sé ekki algengari. Stundum renni
hljóðfærin svo vel saman að erfitt sé
að greina á milli þeirra og platan
bæði hljómmikil og falleg. Dúettinn
blási m.a. nýju lífi í útsetningu Yona
Ettlinger af fjórum kirkjusónötum
Mozarts og orgelið færi því vigt sem
hafi vantað í fyrri útsetningum.
Gagnrýnandi, Amanda McCand-
less, finnur það eitt að verkinu að
númer á lögum séu röng bæði aftan
á hulstri disksins og inni í bæklingi.
Gagnrýnandi Clarinet lofar plötu Einars
Lof Exultavit: Music for Clarinet
and Organ hlýtur lof í Clarinet.
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 2, 4SÝND KL. 8
SÝND KL. 10.15
SÝND KL. 6
SÝND KL. 5, 8SÝND KL. 2, 10.20 Í 3D
SÝND KL. 3, 6, 9 Í 2D
Vandaðir mínifræsarar og
brennipennar í úrvali
Fræsari 200 stk
Verð 13.625 Brennipenni
Verð 6.980
Fræsari lítill
Verð 9.980
Fræsari 60 stk
Verð 15.240
Tilvalin jólagjöf
fyrir handverks-
manninn
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Opið kl. 9-22, Þorláksmessu kl. 10-23
Ný
vefverslun
brynja.is
ICQC 2018-20
Sætar Margrét Kristín Blöndal og Gyða Valtýsdóttir.