Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nikki Haley,sendiherraBandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, boðaði fjölmiðla á sinn fund fyrir helgi með það sem Banda- ríkjastjórn sagði sannanir um brot Írans. Á fundinum stóð Hal- ey fyrir framan brot úr eldflaug, sem Sádi-Arabar sögðu að hefði verið skotið frá Jemen í átt að höfuðborg Sádi-Arabíu, Riyadh, en bæði Sádar og Bandaríkja- menn segja eldflaugina vera framleidda í Íran. Þetta eru grafalvarlegar ásak- anir. Samkvæmt kjarnorku- vopnasamningnum alræmda, sem Barack Obama beitti sér fyr- ir á sínum tíma, er Írönum óheimilt að þróa nokkrar flaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Engu að síður hafa þeir áfram gert tilraunir með langdrægar eldflaugar „í vísindaskyni“, sem Bandaríkjamenn hafa sagt stríða gegn „anda samkomulagsins“, hafi þær ekki verið hreint og klárt brot á því. Íranar hafa fyrir sitt leyti hafnað ásökunum Haley og jafn- vel reynt að bera fréttamanna- fund hennar saman við hina frægu framsögu Colins Powells, þá utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lagði fram „sönnunargögn“, sem síðar reyndust byggð á röngum upp- lýsingum, fyrir því að Saddam Hussein hefði gerst brotlegur við ályktanir ráðsins. Ljóst er að þolinmæði stjórn- valda í Washington gagnvart Írönum er á þrotum. Trump Bandaríkjaforseti hefur nú í nokkurn tíma velt þeim möguleika fyr- ir sér að slíta kjarn- orkusamningnum af hálfu Bandaríkj- anna, en Trump hef- ur sagt samkomulagið eitt hið versta sem Bandaríkin hafi sam- þykkt. Þá sagði Haley á blaða- mannafundinum að Bandaríkin myndu leita sér bandamanna í öryggisráðinu til þess að taka mál Írana fyrir og ræða mögu- legar refsiaðgerðir á hendur þeim, þar sem „árásargirni Ír- ana“ væri vandamál heimsbyggð- arinnar, sem ekki mætti ýta lengur á undan sér. Ólíklegt er hins vegar, að ör- yggisráðið muni beita sér gegn Írönum að sinni, sér í lagi þar sem þeir njóta verndar Rússa og Kínverja. Báðar þjóðir hafa tals- verða viðskiptahagsmuni í Íran og munu því ekki taka vel í nein- ar hugmyndir um að hefja aftur alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á hendur Írönum. Þá hafa Rússar einnig látið í veðri vaka, að Ír- ansmál gætu haft neikvæðar af- leiðingar á lausn kjarnorkudeil- unnar við Norður-Kóreu. Framferði Írana í Mið-Austur- löndum eftir að viðskiptaþving- unum var aflétt hefur verið að mestu í samræmi við þær spár, sem helstu úrtölumenn kjarn- orkusamningsins héldu fram. Þeir hafa beitt ítökum sínum til hins ýtrasta í Írak, Sýrlandi og Jemen og haldið áfram stuðningi sínum við hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum. Það þyrfti því ekki að koma á óvart, ef ásak- anir Bandaríkjanna reyndust réttar. En verður tekið á því? Það er alls óvíst. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram gegn Írönum} Uggvænlegt framferði Bresk hermála-yfirvöld hafa tekið eftir aukinni tilhneigingu rúss- neskra skipa og kaf- báta til þess að sigla yfir þeim sæstrengjum sem liggja á milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Varaði flugmarskálk- urinn Stuart Peach, æðsti yfir- maður breska hersins og yfir- maður herráðs Atlantshafs- bandalagsins, í ræðu hjá varnarmálahugveitunni RUSI við því að bandalagið og Bretar þyrftu að fara að huga að þeirri hættu sem fylgdi því, ef til dæmis rússnesk skip næðu að eyði- leggja strengina eða hindra gagnaflutning um þá. Þessi viðvörun Peach er ekki að ófyrirsynju. Vitað er að þegar rússneskar hersveitir héldu inn á Krímskaga 2013 gerði Svarta- hafsfloti þeirra tilraun til þess að skera á þá sæstrengi sem tengdu héraðið við önnur ríki. Ef eitt- hvað þvíumlíkt gerðist á miðju Atlantshafi yrðu afleiðingarnar einfaldlega skelfilegar fyrir hinn vestræna heim. Í nýlegri rann- sókn kom í ljós að um 97% af alþjóð- legum samskiptum fara um sæstrengi á hverjum einasta degi, auk þess sem viðskipti og flutningar fjármagns að andvirði um tíu trilljón banda- ríkjadala fara einnig fram í gegn- um slíka strengi. Öryggi sæstrengjanna er því forgangsmál og skiptir þá minna máli hvort það eru Rússar eða einhverjir aðrir sem taldir eru geta orðið skaðvaldar. Sæstreng- irnir eru einfaldlega orðnir að órjúfanlegum hluta daglegs nú- tímalífs, en svo virðist sem lítið hafi verið hugað að því að hugs- anlega væri þar veikleika að finna. Ef sú staða kemur einhvern tímann upp, að samskipti um strengina rofni eða truflist, gætu afleiðingarnar af því verið algjör ringulreið. Það er því ekki seinna vænna að leiða hugann að því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir slíkan atburð, eða í það minnsta hvernig takmarka megi skaðann. Sæstrengir eru orðnir órofa hluti af nútímalífi} Huga þarf að hættunni O ft finnst okkur lítið liggja eftir stjórnmálamenn. Við spyrjum: Hvort göngum við saman til góðs eða færumst aftur á bak? Þegar litið er um öxl er oft eins og ekk- ert hafi gerst. Samt sjáum við auðvitað að margt hefur breyst á löngum tíma, en sjaldan í stökkum fram á við eða til baka. Mér er minnisstætt þegar vinur minn einn, sem hafði fylgst náið með störfum Alþingis í heilan vetur, sagði að yfirleitt væri hæfasta fólkið innan hvers hóps formenn stjórnmála- flokkanna. Ég hafði aldrei hugsað út í það og taldi þetta reyndar fyrst fráleitt þegar ég hugs- aði til fólks í stjórnmálum sem ég var sjaldan sammála. Við nánari umhugsun breytti ég um skoðun. Þetta fólk sem pirraði mig var einfald- lega best í því að koma á framfæri málstað síns flokks, málstað sem ég var ósáttur við. Einmitt þetta setur mikla ábyrgð á þá sem eru í forystu flokkanna. Fyrir þjóðina er það mikilvægt að stjórn- málamenn vinni fyrst og fremst það sem best er fyrir heildina, jafnvel þó að það þjóni ekki pólitískum hags- munum þeirra til skamms tíma. Hættan felst nefnilega ekki í því að vont fólk geri slæma hluti. Við því er að búast. En ef gott fólk hættir að gera góða hluti erum við í vanda. Það er sjaldgæft að stjórnmálamenn séu í aðstöðu til þess að ná stórkostlegum árangri fyrir þjóð sína. Á síðustu öld hafa afrek Viðreisnarstjórnarinnar fyrri í frelsis- málum og aukaaðild Íslands að Evrópusambandinu á síð- asta áratug aldarinnar orðið Íslendingum til mestra heilla. Höft og fjötrar undir stjórn Framsóknar á þriðja og fjórða áratugnum voru varanleg ógæfuspor sem langan tíma tók að afmá. Full aðild að Evrópusambandinu væri stökk af fyrri gerðinni; Brexit er sambærilegt við skemmdarverk Hriflu-Jónasar. Í Bandaríkjunum ætti sannarlega að vera af mörgu afburðafólki að taka en fæstir foringjar þar hafa unnið varanleg afrek. Tveir ólíkir menn, sem báðir eru enn á lífi, urðu forsetar fyrst og fremst vegna þess að þeir voru ekki innvígðir. Hvorugur varð góður forseti. Hvorki Jimmy Carter né Donald Trump voru hluti af „klíkunni“ í Washington. Carter, sem var tal- inn vandaður maður, þjáðist af þeim kvilla að geta ekki tekið ákvarðanir. Trump er allt öðruvísi. Hann lifir í eigin veruleika, einhvers konar hliðstæðum heimi þar sem fjöl- miðlar flytja falsfréttir, en hann sjálfur og verk hans eru langbest í heimi. Á Íslandi eigum við einn Trump en marga Cartera. Fáir hafa miklar hugsjónir sem sína póli- tísku leiðarstjörnu og ólíklegt að þjóðin taki stökk fram á við undir þeirra leiðsögn. Í stjórnarmyndunarviðræðum nú í haust var flest falt og grimmt slegið af. Að lokum var samið um það „sem allir eru sammála um“, svo vitnað sé til formanns Framsóknar. Það er huggun harmi gegn, að minni skaði er að Carterum en Trumpum. Benedikt Jóhannesson Pistill Besta fólkið Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, hefur heildarendur- skoðun laga um skipan ferðamála efst á blaði. Þá hyggst hún láta endur- skoða ákvæði um stjórnarmenn í lög- um um einkahlutafélög í því skyni að setja skorður við kennitöluflakki. Hægt verður að setja einstaklinga, sem teljast vanhæfir vegna svik- samlegra viðskiptahátta, í atvinnu- rekstrarbann. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að endurflytja frumvarp til nýrra heildarlaga um sviðslistir. Þá ætlar hún að fella niður laun stórmeistara í skák og færa styrki á því sviði til sama fyrirkomulags og er um lista- mannalaun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, leggur fram frumvarp til laga um Matvælastofnun sem felur í sér nýja heildarlöggjöf á því sviði. Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, boðar lög um nýja Þjóðgarðastofnun sem taka á við verkefnum Vatnajök- ulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þing- völlum og tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar. Samkvæmt frumvarpinu á þó að viðhalda tengslum Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum en yfirstjórn hans er í höndum Þingvallanefndar sem Al- þingi kýs. Sérdómstóll í stað endurupptökunefndar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stefnumál Um leið og Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína á Alþingi lagði ríkisstjórnin fram þingmálaskrá sína. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Stofnun sérdómstóls sem leysaá endurupptökunefnd afhólmi er eitt af fjölmörgummálum sem boðuð eru í þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við upphaf þings í vikunni kynnti ríkisstjórnin venju samkvæmt skrá um þau mál sem hún hyggst leggja fram á Alþingi ásamt áætlun um hvenær þeim verð- ur útbýtt. Í upphafi skrárinnar er tekið fram að flutt kunni að verða fleiri mál en getið er og atvik geti hindrað flutning einstakra mála. Þá muni ríkisstjórnin jafnframt við upp- haf vetrarþings, að loknu jólahléi, af- henda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórn- arfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi. Má búast við að ýmislegt sem boðað var í stjórnarsáttmálanum líti þá dagsins ljós. Hér verður litið á fáein þeirra mála sem eru á skránni. Sigríður Andersen dóms- málaráðherra hyggst m.a. leggja til að endurupptökunefnd verði lögð nið- ur og settur á fót sérdómstóll sem skera á úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæsta- rétti. Í frumvarpinu er lagt til að dómendur í þeim dómstól verði fimm; einn frá hverju dómstigi og auk þess einn lögmaður og einn háskólakenn- ari með sérþekkingu á réttarfari. Jafnframt er lagt til að heimilt verði að endurupptaka mál oftar en einu sinni og skilyrði fyrir endurupptöku einkamála verði rýmkuð. Þá flytur ráðherrann frumvarp til laga um per- sónuvernd. Með frumvarpinu er inn- leidd í íslenskan rétt ný reglugerð um persónuvernd á grundvelli tilskip- unar frá EES um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýs- inga og um frjálsa miðlun slíkra upp- lýsinga. Með hinni nýju reglugerð eru grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi styrkt og jafnframt greitt fyrir þróun á hinum innri staf- ræna markaði með því að einfalda reglur fyrir fyrirtæki. Reglugerðin felur í sér mjög umfangsmiklar breytingar á sviði persónuverndar. M.a. er um að ræða breytt og aukið hlutverk innlendra eftirlitsyfirvalda, aukin réttindi einstaklinga, nýjar ör- yggisvottanir og sektarheimildir. Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra, ætlar að leggja til að ákvæði um heimildir Fjármála- eftirlitsins (FME) úr neyðarlög- unum frá 2008, verði fram- lengd. Ákvæðið veitir FME heimildir til inngripa í rekstur fjármálafyrirtækja í þeim til- gangi að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði þegar fjármálafyrirtæki stendur frammi fyrir sérstökum fjár- hagserfiðlleikum og/eða rekstr- arerfiðleikum. Að óbreyttu hefðu ákvæðin fallið úr gildi um næstu áramót. Ný heildarlög um þetta svið eru í bígerð. Framlengja heimildir FME FJÁRMÁLAMARKAÐURINN Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.