Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
✝ Vilborg Guð-jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. mars 1937. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 10. desember
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón
Jónsson húsameist-
ari, f. 30. nóvember
1894 í Grímsnesi, d.
29. febrúar 1952, og Jónína Vil-
borg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 7.
júní 1903 í Reykjavík, d. 8. mars
1970. Systkini Vilborgar eru Jón
Vilberg, f. 1922, d. 2012, Sig-
urjón, f. 1930, Brynhildur, f.
1934, d. 2016, Gyðja, f. 1937,
Guðrún, f. 1938, og Sverrir, f.
1942, d. 2008.
Vilborg giftist Rafni Kjartans-
syni, f. 27. september 1935, d. 24.
september 1994. Þau skildu.
Börn Vilborgar og Rafns eru: 1)
Óskar, f. 1954, giftur Sólveigu
1980. Börn þeirra eru: Birgir
Alex, f. 2007, Emma Lísa, f.
2010, og Viktor Logi, f. 2014. b)
Íris Ósk, f. 1980, gift Davíð Hlíð-
kvist Ingasyni, f. 1982. Börn
þeirra eru: Alexander Þór, f.
2013, og Tara Líf, f. 2015. c)
Tara Sif, f. 1992, í sambúð með
Elfari Elí Schweitz Jakobssyni,
f. 1990. 3) Kjartan, f. 1965. Börn
hans eru: a) Katarína Sif, f. 1994,
Kristófer Herkus, f. 2005, og
Friðrika Maya, f. 2007. 4) Guðjón
Sverrir, f. 1967, maki Sigrún
Garðarsdóttir, f. 1976. Barn
þeirra er Óskar Daði, f. 2010.
Fyrir átti Sverrir Rakel Þóru, f.
1993. Sigrún átti fyrir Jóhann
Sölva, f. 1996, Róbert Orra, f.
1998, og Victor Snæ, f. 2000.
Frá árinu 1984 var Vilborg í
sambúð með Braga Garðarssyni,
f. 16. október 1939, d. 3. febrúar
2011. Lengsta hluta ævinnar bjó
Vilborg í Miðtúni 42 þar sem hún
ólst upp og bjó með stuttum
hléum þar til hún flutti á Drop-
laugarstaði vorið 2017. Vilborg
vann ýmis verslunarstörf í gegn-
um tíðina ásamt því að starfa hjá
Pósti og síma.
Útför Vilborgar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 19.
desember 2017, klukkan 13.
Hafsteinsdóttur, f.
1955. Börn þeirra
eru: a) Kjartan Haf-
steinn, f. 1974, gift-
ur Lilju Kristjáns-
dóttur, f. 1980.
Börn þeirra eru
Klara Marín, f.
2003, Kristjana, f.
2006, og Styrmir
Steinn, f. 2011. b)
Hrönn Óskars-
dóttir, f. 1977, gift
Júlíusi Hafstein, f. 1976. Börn
þeirra eru: Júlían, f. 2001, Lúk-
as, f. 2005, og Patrik, f. 2014. c)
Nanna Kolbrún, f. 1982, gift
Guðmundi E. Stephensen, f.
1982. Börn þeirra eru: Viktoría
Sólveig, f. 2006, Kamilla Sóley, f.
2015, Óskar Darri, f. 2015, og
Stefanía Sirrý, f. 2017. d) Karen
Ósk Óskarsdóttir, f. 1993. 2)
Ásta Karen, f. 1956, gift Birgi
Þór Gunnarssyni, f. 1956. Börn
þeirra eru: a) Gunnar, f. 1975,
giftur Önnu Ómarsdóttur, f.
Það er ekki til siðs að börn
skrifi minningargreinar um for-
eldra sína, hef ég oft heyrt. Ekki
dettur mér í hug að fara eftir
þeirri reglu. Einnig að menn eigi
að vera sterkir og jafnvel ekki
gráta, en ekki dettur mér heldur í
hug að fara eftir því. Að gráta
þegar maður missir ástvin er
eðlilegasti hlutur í heimi, ber vott
um kærleika og væntumþykju við
þann látna og veitir manni frið í
hjarta.
Dauðinn er sérstakt fyrirbæri.
Sjaldan tölum við um dauðann og
okkur dettur aldrei í hug að hann
geti verið á næsta leiti, þó er
hann nokkuð sem mun henda
okkur öll fyrr eða síðar. Við leyf-
um okkur meira að segja að van-
rækja vini og fjölskyldu, rífast og
skammast og láta minnstu hluti
pirra okkur eins og ekkert sé
sjálfsagðara en að við munum
hittast aftur á morgun. En þann-
ig er lífið bara ekki, því miður.
Dauðinn er fjarlægur þar til hann
bankar upp á og hrifsar til sín
okkar nánustu vini og fjölskyldu
og gerir oft engin boð á undan
sér.
Ef einhver hefði sagt mér fyrir
nokkrum vikum að ég sæti hér í
dag og skrifaði minningarorð um
mömmu hefði ég sagt að það væri
óhugsandi.
Að fá þær fréttir 29. nóvember
að mamma væri með krabbamein
var mikið áfall en að hún sé farin
aðeins tveimur vikum síðar er
enn verra. Mamma var alltaf ein-
staklega vel á sig komin líkam-
lega, gekk allra sinna leiða, fór í
sund og ef hún átti ekki erindi
neitt fór hún í göngutúra. Þetta
varð til þess að hún var alla tíð í
toppformi. Að sjá hana visna upp
og deyja á svona stuttum tíma
var óraunverulegt.
Ég hef alltaf borið ómælda
virðingu fyrir mömmu og virð-
ingin hefur aðeins aukist með ár-
unum. Hún þurfti að hafa mikið
fyrir lífinu. Þegar við systkinin
vorum að alast upp var hún eina
foreldrið. Öll uppvaxtarár mín
var hún í tveimur störfum til að
ná endum saman. Alltaf setti hún
sig í annað sætið svo við systkinin
gætum fengið það sem þurfti. Ef
hana vantaði föt fyrir sig sjálfa
voru þau keypt á útsölu. Oft í
seinni tíð þegar ég var að reyna
að fá hana til að gera eitthvað fyr-
ir sjálfa sig kom það ekki til
greina. Það var bara ekki í henn-
ar karakter að eyða í sjálfa sig.
Hún hafði alla tíð þurft að vera
skynsöm og það breyttist aldrei.
Mamma var ótrúlega barngóð
og ljúf manneskja og öllum sem
hana þekktu þótti vænt um hana.
Hún elskaði fjölskylduna sína,
var stolt af börnunum og elskaði
barnabörnin, sem hún gaf sér
mikinn tíma til að tala og leika
við. Hún var börnunum mínum,
Rakel og Óskari Daða, ómetanleg
og var algjörlega í guða tölu hjá
þeim.
Mamma var mikilvæg og ein-
stök manneskja í mínu lífi. Alla
tíð var samband okkar eins og
best verður á kosið. Við töluðum
saman á hverjum degi. Það er
skrýtið til þess að hugsa að mað-
ur eigi aldrei aftur eftir að heyra
röddina hennar, aldrei aftur fara
í Miðtúnið og hitta hana, aldrei
aftur fara í bíltúr og spjalla, já,
þetta er ótrúlega skrýtið og
hennar er sannarlega sárt sakn-
að. Elsku mamma, ég vildi að ég
hefði sagt þér oftar í lifandi lífi
hvað mér þykir vænt um þig, og
þú munt alla tíð eiga sérstakan
stað í hjarta mínu.
Þinn sonur
Sverrir.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Þín tengdadóttir,
Sólveig Hafsteinsdóttir.
Elsku amma. Það er ennþá svo
óraunverulegt að þú sért farin frá
okkur en ég trúi að þú sért komin
á betri stað, þar sem þér líður vel
með frið í hjartanu. Ég mun
sakna þín svo mikið, en ég á
margar góðar minningar um þig
til að hlýja mér við. Eins og allar
útlandaferðirnar þegar ég var lít-
il, þar sem við sátum úti á svölum
heilu kvöldin og þú vildir að ég
syngi fyrir þig, annað lag og ann-
að lag, aftur og aftur. Helst hefðir
þú viljað að ég syngi fyrir þig all-
an sólarhringinn, þótt það væri
kannski alltaf sama lagið. Svo
eigum við frænkurnar fjórar
endalausar minningar úr Mið-
túninu, þar sem við eyddum
ófáum stundum saman. Þú leyfð-
ir okkur alltaf að gera það sem
við vildum þannig að þessi litla
kjallaraíbúð og garðurinn í kring
var eins og heill ævintýraheimur
fyrir okkur. Okkur leiddist aldrei
hjá þér og þér fannst allt sem
okkur datt í hug að gera alveg
jafn skemmtilegt og okkur. Þú
hafðir endalausa þolinmæði fyrir
öllu sem við tókum upp á; tísku-
sýningunum, leikritunum, síma-
ötunum, dyraötunum og fleira.
Þegar ég varð aðeins eldri fattaði
ég hversu athugul þú varst, þú
sást ef maður léttist löngu áður
en vigtin sýndi það. Þú pældir
mikið í því sem var að gerast í
kringum þig, enda fannst þér
alltaf jafn áhugavert þegar ég
sagði þér slúður frá vinkonum
mínum, um þær sem voru óléttar
eða að byrja með eldri strákum,
þér fannst það jafn spennandi og
ef þetta hefðu verið bestu vinkon-
ur þínar. „Karen, hvað segirðu,
ertu að meina þetta?“ var yfirleitt
svarið.
En þrátt fyrir að þú sért farin
frá okkur mun ég aldrei hætta að
segja þér slúður og syngja fyrir
þig. Aldrei.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýtt úr ensku)
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín
Karen Ósk.
Í dag kveð ég ömmu mín í síð-
asta skipti. Ömmur eru mikil-
vægar í lífi hvers barns. Þær eiga
það flestar sameiginlegt að vera
að springa úr stolti yfir barna-
börnunum sínum og finnst ekkert
merkilegra hafa fæðst. Villamma
var engin undantekning þar á,
hún var stolt af stóra hópnum
sínum. Hún var með fyrstu
manneskjum til þess að sjá mig
þegar ég fæddist og ég hélt svo
um hana þegar hún kvaddi þenn-
an heim. Bæði augnablikin voru
okkur dýrmæt.
Amma var aldrei með bílpróf
og labbaði allar sínar ferðir á ljós-
hraða. Ég hef aldrei skilið hvern-
ig svona lappastutt kona gat
labbað á öðrum eins hraða.
Amma kom nánast daglega til
okkar á Bergþórugötuna þegar
ég var að alast upp og oft fékk ég
að labba með henni heim í Mið-
túnið, hún labbaði á ljóshraða og
ég hljóp á eftir henni. Svo fórum
við oft á sama hraða úr Miðtúninu
í Laugardagslaugina. Þetta labb
hennar gerði það að verkum að
hún var alltaf í ótrúlega góðu
formi og það hvarflaði aldrei að
mér að hún myndi deyja fyrr en í
fyrsta lagi um 100 ára. Það var
því ótrúlega skrítið og óraun-
verulegt þegar hún veiktist
skyndilega og dó 80 ára gömul,
alveg 20 árum á undan minni
áætlun.
Amma lá aldrei á skoðunum
sínum og það var ekki gott fyrir
móðgunargjarna að vera í kring-
um hana. Hún var ekki mikill
femínisti og fannst konur vera
komnar út í algjörar öfgar í jafn-
réttisbaráttunni. Hún dauðvor-
kenndi ungu karlmönnunum í
fjölskyldunni og sagði mér oft
hryllingssögur af því að þeir
væru látnir þvo þvott og sjá um
heimilisstörfin.
Hún var ekki sátt við mig þeg-
ar ég sagði henni að ég myndi
aldrei strauja og að Júlli myndi
strauja allar skyrturnar sínar
sjálfur. „Segð́etta aftur, lætur þú
Júlla strauja skyrturnar sínar?
Nei Hrönn, þetta er ekki hægt,
ég trúi þessu ekki,“ gall í henni
og þegar ég sagði henni að Júlli
myndi alltaf strauja þessar fáu
flíkur mínar sem þarf að strauja
varð hún enn hneykslaðri: „Nei
Hrönn, þú gerir það ekki, segð́-
etta aftur, lætur þú Júlla líka
strauja þín föt, þú ert agaleg!“
Amma sagði mér oft hvað hún
væri stolt af mér en þarna fannst
henni ekki mikið til mín koma.
Amma varð ung einstæð fjög-
urra barna móðir á tímum sem
ekkert kerfi greip ungar konur í
hennar stöðu. Þar að auki missti
hún foreldra sína ung, sem var
henni mikið áfall. Hún baslaði því
mikið við að koma börnum sínum
á legg. Líf hennar var oft þyrnum
stráð og lék ekki alltaf við hana.
En amma átti miklu barnaláni að
fagna. Eignaðist fjögur börn, 12
barnabörn og 15 barnabarnabörn
og svo átti hún tvíburasystur sem
hún var mjög náin. Amma var svo
ánægð með stóru fjölskylduna
sína.
Það var huggun í því að öll
börn, barnabörn, tengdabörn og
tvíburasystirin náðu að kveðja
hana daginn sem hún dó.
Takk fyrir samfylgdina í gegn-
um lífið, amma mín. Ég ætla að
trúa því að þú sért komin á góðan
stað við hlið foreldra þinna sem
þú saknaði mikið. Við munum
hugsa til þín og drekka appelsín
og borða piparmintusúkkulaði til
minningar um þig. Ég veit að þú
munt ávallt vaka yfir okkur fjöl-
skyldunni þinni.
Þangað til síðar.
Þín
Hrönn Óskarsdóttir.
Við trúum varla að þú sért far-
in, þetta gerðist allt svo hratt. En
við vitum að þú ert komin á betri
stað og líður betur. Fyrir einu ári
hefðum við aldrei trúað því að þú
yrðir ekki með okkur þessi jól og
áramót en sem betur fer eigum
við nóg af frábærum minningum
um þig. Það var alltaf svo gott að
koma til þín í Miðtúnið og þú áttir
alltaf til súkkulaðikex og appelsín
fyrir okkur. Þegar við vorum
yngri gistum við svo oft hjá þér
og æfðum okkur fyrir svefninn að
lesa í stóru ævintýrabókinni. Við
fórum óteljandi sinnum saman í
Laugardalslaugina, fórum saman
á rólóinn, byggðum hús úr sóf-
anum, héldum tískusýningar með
slæðunum þínum og gerðum
spilaborg á teppinu inni í stofu.
Alltaf þegar við komum í kvöld-
mat til þín fengum við kjötbollur,
sem við kölluðum handsprengjur,
eða heilgrillaðan kjúkling og
franskar. Þú varst alltaf svo
hress og í góðu skapi og við gát-
um fengið þig til þess að gera allt
með okkur, þú varst alltaf svo
hraust og við löbbuðum með þér
allan bæinn. Þú varst svo sjálf-
stæð og dugleg og kenndir okkur
að vera það líka.
En það besta sem þú kenndir
okkur var að hafa gaman af lífinu,
taka það ekki of alvarlega og gera
alla þá hluti sem okkur langar að
gera, sama hversu erfiðir þeir
eru. Þú trúðir alltaf á okkur og
við vitum að þú gerir það ennþá á
öðrum stað, fylgist vel með okkur
og gætir okkar alltaf. Við elskum
þig og söknum þín svo óendan-
lega mikið, elsku Villa amma
okkar.
Þínar ömmustelpur,
Katarína Sif og Rakel Þóra.
Elsku amma mín. Þegar ég
rifja upp minningar um þig koma
fyrst upp í hugann Spánarferð-
irnar sem við fórum í. Þér fannst
æðislegt að njóta lífsins í sól og
hita, hafa það gott á ströndinni
eða slappa af við sundlaugar-
bakkann. Við eigum það alveg
sameiginlegt.
Ég man hvað þú varst að
springa úr monti þegar tvíbur-
arnir mínir fæddust, þú varst svo
ánægð með að það væru komnir
aðrir tvíburar. Þú varst alltaf viss
um að eitthvert barnabarnið þitt
myndi eignast tvíbura.
Á jóladag hélstu alltaf jólaboð
og frá því ég man eftir mér vor-
um við alltaf á jóladag hjá þér,
það var hluti af jólunum að koma
til þín í hangikjöt. Þú varst alltaf
með súkkulaðiköku í eftirrétt og
ég er enn viss um að súkku-
laðikakan þín sé sú besta í heimi.
Elsku amma mín, hvíldu í friði,
minningarnar um þig mun ég
geyma að eilífu.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
Guð, sem meiri er öllum heimi.
(G. Guðmundsson)
Nanna.
Þá hefur hún Villa yfirgefið
þessa jarðvist, vist sem lék hana
oft ansi grátt. Ég hugsa með hlý-
hug til þeirra ára sem við áttum
samleið og þakka þau. Ég bið
Guð að blessa börnin hennar svo
og alla hennar afkomendur og
systkin.
Far í friði, gamla vinkona.
Gyða Ásbjarnardóttir.
Vilborg
Guðjónsdóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
MAGNÚS SNÆDAL
lést 3. desember.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 22. desember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Kári Magnússon
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS GUÐBERG JÓNSSON
sjómaður,
búsettur á DAS í Reykjavík,
lést aðfaranótt 17. desember í faðmi okkar
á Landspítalanum við Hringbraut.
Útför hans verður auglýst síðar.
Jón H. Magnússon Elín Hrönn Gústafsdóttir
Ingibjörg G. Magnúsdóttir Ólafur Jóhannesson
J. Sigríður Magnúsdóttir Sigurður Pétursson
Björn A. Magnússon Valgerður Lísa Gestsdóttir
Magnús Þór Magnússon Anna Carlsdóttir
Baldvin Már Magnússon
afabörn og langafabörn
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann