Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það var gríðarlega mikilláhugi á sögu forfeðranna ímömmu ætt. Mamma varættuð vestan úr Dölum, móðuramma mín var Breiðfirðingur en afi var Húnvetningur. Börnin þeirra tíu fluttu öll suður en voru alltaf með hug- ann fyrir vestan og sögðu mikið af sögum, sem ég barn að aldri hlustaði á og heillaðist af. Ég naut þess líka að heyra sögur frá Björgu Magnúsdóttur frá Tún- garði, ljósmóður sem ól mömmu mína upp, en hún flutti suður til Reykjavíkur þegar ég var átta ára. Þá bar ég út Alþýðublaðið í Hlíð- unum þar sem Björg bjó og fór alltaf til hennar að verki loknu og fékk heitt súkkulaði. Ég sat á kofforti við rúmið hennar og hún sagði mér sög- ur að vestan. Hún var forsjál kona, lét mig skrá allt sem hún sagði. Þetta varð til þess að mig langaði að vita meira, til dæmis um Agnesi langömmu mína sem gekk með fimmtánda barnið þegar langafi drukknaði. Mig langaði að vita hvað varð um öll þessi börn, sem var það fyrsta sem ég fór að grúska í,“ segir Guðfinna S. Ragnarsdóttir sem sent hefur frá sér bókina Sagnaþætti Guðfinnu, þar sem lesendur fá að kynnast lífi alþýðufólks víðsvegar að af landinu. Á sömu þúfu í 400 ár „Björg gaf mér líka gamla hluti og lét mig skrá sögu þeirra, og fyr- ir vikið kalla börnin mín heimili mitt minjasafnið á Fellsströnd. Björg kenndi mér að varðveita sögurnar og ættargrip- ina,“ segir Guðfinna og bætir við að saga móður hennar hafi verið hærra metin en saga föður hennar sem ólst upp hjá einstæðri móður í Pólunum, en það var ekki hátt skrifað. „Frostaveturinn mikla, 1918, voru börn ömmu send austur í Grímnes, og tvö þeirra komu aldrei aftur, en pabbi sneri heim og ólst upp hjá móður sinni, enda sá hún ekki sólina fyrir honum. Þegar ég fór að grúska komst ég að því að ættir pabba voru ekkert síðri en mömmu, hann og Halldór Laxness voru þremenn- ingar og fleiri fyrirmenni voru í hans ætt. Við þetta grúsk komst ég líka að því að ég er Reykvík- ingur frá því árið 1640, fólkið mitt hafði ekki far- ið af þúfunni í 400 ár.“ Hinn merki hómópati Skapti Guðfinna segir að fólkið í sagnaþáttum hennar sé alls ekki allt blóðskylt henni. „Þegar ég varð eldri víkkaði sjóndeildarhringurinn og ég fór að grúska í því sem ég hafði tengsl við og áhuga á, til dæmis fólk- inu og skáldunum í Að- aldalnum, Guðnýju frá Klömbrum og fleiri. Í bókinni er þáttur um Skapta Skaptason hómó- pata sem var ekkert skyldur mér, en dóttir hans byggði Tobbukot, þar sem ég fæddist og átti mín fyrstu ár. Skapti tengdist Evrópu- sögunni, því bróðursonur Napóleons Bónapartes kom til Íslands á nítjándu öldinni til að gera rann- sóknir á Íslendingum og gerði brjóstmynd af Skapta. Ólöf Nordal, núlifandi listakona, fann þessar brjóstmyndir og vann með þær í verkum sínum.“ Allt verður saga í fyllingu tímans Þegar Guðfinna er spurð hvaða erindi sögur af löngu horfnu fólki eigi við nútímafólk segir hún svarið afar einfalt. „Ef við eigum ekki sögu, þá erum við rótarlaus, þá erum við eins og þang sem flýtur um í hafinu. Það skiptir miklu máli að varðveita sagnir. Sögurnar sem ég skrái í bók- inni eru af rúmlega þúsund manns,“ segir Guðfinna sem hefur verið virk í Ættfræðifélaginu í rúmlega þrjátíu ár. „Margir halda að ættfræði sé upptalning nafna, en ættfræðin er sögurnar og sagnirnar, þær gæða ættfræðina lífi. Ég hef næstum verið eins og predikari í því að hvetja fólk til að passa sína ættargripi og sögur, allt sem skiptir máli. Ég hef heim- sótt staði sem tilheyra mér, norður í Húnavatnssýlu þaðan sem Guð- finnur afi minn er ættaður. Fólkið í sveitinni kunni vísur eftir langa- langafa minn sem reið blekfullur um hreppinn og orti vísur og kvæði. Þannig hef ég gert mér far um að víkka þetta hugtak. Og allt verður saga í fyllingu tímans. Saga mín og forfeðra minna er líka partur af sögu þjóðarinnar.“ Sögurnar gæða ætt- fræðina lífi „Við sitjum uppi með ættir okkar, hvað sem okkur kann að finnast um þær. Ættfræðin í sinni víðustu mynd er mitt stóra áhugamál. Það eru mikil auðæfi að eiga sér traustar rætur, að þekkja uppruna sinn, að vera hlekkur í langri keðju þeirra kynslóða sem byggt hafa þetta land,“ segir Guðfinna, sem safnað hefur sagnaþáttum um alþýðufólk, skylt og óskylt henni. Morgunblaðið/Golli Guðfinna Ragnarsdóttir Hún segir sögu sína og forfeðra sinna líka vera part af sögu íslensku þjóðarinnar. Íbúar Ebenezershúss Ebenezer með Ingunni afastelpu sinni árið 1928 á lóðinni heima. Nýja Star Wars-myndin hefur farið sigurför um heiminn enda margir beðið hennar með mikilli eftirvænt- ingu. Enn sem komið er er bara hægt að horfa á hana í bíóhúsum og því ekki fyrir alla að skella sér á myndina. Á það sérstaklega við um geimfara Alþjóðlegu geimstöðv- arinnar (ISS). Geimfararnir þurfa þó ekki að bíða þess að koma aftur til jarðar til að horfa á myndina, en almennt eru þeir hálft ár í senn í geimstöðinni. Bandaríska geim- ferðastofnunin, NASA, hefur fengið leyfi framleiðanda myndarinnar til að senda hana í gegnum lokað net til geimstöðvarinnar. Milli þess að sinna vísindarannsóknum um borð í geimstöðinni munu þeir geta not- ið nýjustu Star Wars-myndarinnar, í umhverfi sem enginn annar aðdá- andi Star Wars mun upplifa mynd- ina í, í það minnsta ekki í bráð. Hvort geimfararnir taka myndinni jafn vel og gagnrýnendur og áhorf- endur á jörðu niðri er svo annað mál, en það á eflaust eftir að koma í ljós. Geimfarar fá að njóta þess að horfa á Star Wars í geimnum Stjörnustríð í Alþjóðlegu geimstöðinni yfir hátíðarnar Stjörnustríð Nýjasta Star Wars-myndin sýnd í Alþjóðlegu geimstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.