Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 4

Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 LÍFRÆN Góð beint úr dósinn i og í eftirrétti og sós ur Grísk jógúrt Lífrænar mjólkurvörur m ag gi te ik na ri. is Verkfall flugvirkja Icelandair Fjórar þotur Icelandair, sem líkt og allar aðrar vélar í flota félagsins bera nöfn íslenskra eldfjalla, stóðu í gær á hliðarlín- unni á hlaðinu á Keflavíkurflugvelli og fara hvorki lönd né stönd. Því ræður vekfall flugvirkja, sem þurfa að taka vél- arnar reglulega út og aðgæta fyrir ferðir að allt sé í stakasta lagi. Ef flugvirkjarnir eru ekki við störf stoppar allt. Hver þota kostar milljarða króna og þegar tafir verða og engir eru farþegarnir eða fraktin koma áhrifin af verkfallinu fram nán- ast samstundis og gríðarmiklir fjármunir eru í húfi og geta glatast. Samtök ferðaþjónustunnar hafa meðal annars bent á hve skaðleg áhrif verkfallið hafi fyrir þá atvinnugrein, enda hafi ferðir með Icelandir verið afbókaðar. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein lands- ins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna. Því hafi stöðvun ferða þess flugfélags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðs- hlutdeild, mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild. Það eigi ekki síst við nú, rétt fyrir jól, þegar margir eru á faraldsfæti; Íslendingar sem ætli sér að vera í útlöndum eða fólk sem ætl- ar að verja hátíðinni hér á landinu bláa. sbs@mbl.is Ljósmynd/Víkurfréttir Þotur Icelandair standa í langri röð á Keflavíkurflugvelli Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur borist fjöldinn allur af fyrirspurnum og afpöntunum síðan verkfall flug- virkja hjá Ice- landair hófst. Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunn- ar, segir að afbók- anir og fyrir- spurnir áhyggjufullra ferðamanna fari stigvaxandi. Ein- staklingar og hóp- ar hafa verið að afbóka hjá hótelum, á gististöðum og hjá hópferðafyrir- tækjum sem bjóða upp á dagsferðir. „Afbókanir og fyrirspurnir hafa farið stigvaxandi og í raun og veru telur hver klukkustund,“ segir Helga. Hún segir verkfallsaðgerðirnar ekki bara slæmar fyrir ferðaþjón- ustuna heldur líka fyrir þjóðarbúið. „Það eru bæði gífurlegir fjárhagsleg- ir og samfélagslegir hagsmunir í húfi. Sem dæmi, áður en til verkfalls kom var áætlað að gjaldeyristekjur ferða- þjónustunnar á þessu ári myndu nema 535 milljörðum sem eru ríflega 40% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Þannig að fjárhagslegu áhrifin geta orðið mikil. Þá erum við núna komin inn í aðventuna sem fylgja miklar tilfinningar og ferða- menn hafa ekki eins mikla þolinmæði fyrir töfum.“ Helga segir söluaðila erlendis fylgjast grannt með og að þeir séu mjög meðvitaðir um það sem gengur hér á enda búnir að fara í gegnum tíð- ar verkfallsaðgerðir. „Þær stéttir sem hafa áhrif á flug til og frá landinu hafa að meðaltali boðað verkföll á sex mán- aða fresti síðustu ár. Þetta er óásætt- anlegt rekstrarumhverfi og sýnir að það vinnumarkaðslíkan sem unnið er eftir gengur ekki upp og er fullreynt.“ Áhrif á bókanir inn í nýtt ár Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er fylgst grannt með stöðunni og reynt að bregðast við eins og hægt er. Helga segir alla hjálpast að við að upplýsa ætlaða viðskiptavini sem hafa áhyggjur. „Það hafa öll fyrirtækin gríðarlegar áhyggjur og vandinn stig- magnast með hverri klukkustund. Svona óstöðugleiki og óvissa hefur áhrif fram í tímann og getur haft áhrif á bókanir inn í nýtt ár. Slíkar verk- fallsaðgerðir hafa fljótt áhrif en hins- vegar vill maður trúa því og vona að samningaðilar nái sáttum í deilunni sem allra fyrst og eyði þannig þessari óvissu bæði fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla.“ Helga bendir á að það sé búinn að vera óstöðugleiki í kringum ferða- þjónustuna síðustu misseri og þessi nýja staða hvað varðar verkfall sé ekki að hjálpa til. „Þó það sé búin að vera mikil fjölgun ferðamanna er ekki línulegt samband á milli fjölgunarinn- ar og afkomu í greininni. Greinin er búin að vera að fjárfesta mjög mikið, eiga við mikla styrkingu íslensku krónunnar auk þess sem launahækk- anir á síðustu tveimur árum hafa ver- ið um 50% í evrum. Þannig að rekstr- arumhverfið hefur verið mjög þungt og þyngst mjög mikið síðustu miss- eri.“ Vandinn stigmagnast með hverri klukkustund  Afbókanir og fjöldi fyrirspurna frá erlendum ferðamönnum Helga Árnadóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fundur í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair stóð enn yfir í húsakynn- um Ríkissáttasemjara þegar Morg- unblaðið fór í prentun seint í gær- kvöldi. Fundurinn hófst klukkan 16 og var þess freistað að ná samn- ingum, en mikill þrýstingur er í samfélaginu á deilendur um að leiða málið til lykta. Ekki náðist í fulltrúa í samninganefndum flugvirkja sem voru á fundum í gærkvöldi. Fyrri fundir hafa staðið langt fram á nótt en verið þá slitið af sáttasemjara. Hefur raskað ferðalögum þúsunda flugfarþega Verkfallið hófst á sunnudags- morgun og hefur þegar raskað ferðalögum þúsunda manna. Margir hafa þurft að bíða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli eftir að mál þeirra skýrðust og hafa starfsmenn Isavia reynt að liðsinna því fólki eftir bestu getu. Hjá Icelandair sáu menn í gær- kvöldi að koma mætti átta flug- vélum félagsins í loftið og á áætlun nú í bítið. Samanlagður sætafjöldi þeirra væri 1.600 til 1.700 og væri þeim þá flogið til þeirra áfanga- staða sem vinsælastir eru, til að mynda Kaupmannahafnar, Lund- úna, Parísar og Amsterdam. Mikið álag hefur verið í þjónustudeildum Icelandair vegna þessa ástands enda vilja farþegar fá svör eða úr- lausn sinna mála með breytingum á ferðabókunum, far með öðrum fé- lögum og svo framvegis. Hefur all- ur tiltækur mannskapur verið sett- ur á vaktina til að sinna þessum erindum viðskiptavina. Helming áætlunarferða þarf hins vegar að fella niður og á það jafnt við um Evrópuflugið á morgnana og flug til Ameríku síðdegis. 20 prósentin eru úrelt Ekki hefur legið fyrir nákvæm- lega hvað ber á milli meðal deilu- aðila. Krafa flugvirkja um 20% launahækkun er úrelt, sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkja- félags Íslands, við mbl.is í gær. Fallið hafi verið frá kröfum um samning til lengri tíma og það eitt og sér minnki alltaf prósentuvægið í málum sem þessum. Hann segir flugvirkja hjá Icelandair hins vegar telja sig eiga inni leiðréttingu á sín- um launum og handa vilji þeir sækja nú. Helmingur ferða felldur niður  Samningafundur hjá Ríkissáttasemjara stóð enn seint í gærkvöldi  Átta flugvélar Icelandair áttu að vera til taks nú í bítið  1.700 sæti til taks  Flogið til fjölsóttustu áfangastaðanna í Evrópu Morgunblaðið/RAX Keflavíkurflugvöllur Rólegt í brottfararsal Leifsstöðvar í gær. Flugvirkjaverkfall » Stíf fundahöld í kjaradeil- unni voru hjá Ríkissáttasemj- ara frá því síðdegis í gær. » 20% launahækkun er ekki lengur krafa flugvirkjanna. » Reynt að leysa úr vanda far- þega hjá Icelandair og allur til- tækur mannskapur hefur verið á vakt í þjónustuverinu. » Margar ferðir félagsins til áfangastaða ytra hefur þurft að fella niður síðustu daga. Ferðum WOW air verður ekki fjölg- að vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair, en það hefur mjög rask- að flugi og áætlunum margra sem aftur getur skapað þrýsting á önn- ur flugfélög. Svanhvít Friðriks- dóttir, talsmaður WOW air, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að flugfloti félagsins væri fullnýttur í augnablikinu og svigrúm því ekki mikið. Bókað væri í um 90% sæta enda jólin jafnan háannatími. Ekki voru í gær heldur uppi nein áform um að reyna að fjölga ferðum. WOW air ætlar ekki að fjölga ferðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.