Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
Meginmál bókarinnar erskráð í 24 köflum og ílok hvers kafla erumyndir sem lúta að efn-
inu. Síðan kemur sérstakur þáttur um
ævi höfundar og feril sem jafnframt
má túlka sem uppgjör við Sinfóníu-
hljómsveit Ís-
lands; „eftir
yfir fjörutíu
ára farsæla
samleið end-
uðu sam-
skipti hennar
og yfirmanna
hljómsveit-
arinnar á
versta veg“
segir þar (383). Í bókarlok eru ítar-
legar skrár um hljóðfæraleikara sem
leikið hafa með kammersveitinni,
skrár um einleikara, söngvara og
kóra sem hafa komið fram á tón-
leikum hennar, ítarleg flokkuð skrá
um tónverk sem sveitin hefur leikið
og útgefna geisladiska og loks nafna-
skrá. Þetta glöggvunarefni er prentað
með smáu letri á 20 bls. og er í sjálfu
sér ákveðinn mælikvarði á starfsemi
sveitarinnar; það má furðu gegna
hvað hún hefur frumflutt mörg tón-
verk.
Kannski má segja að þessi bók sé
skrifuð innan frá, Rut er meðal stofn-
enda kammersveitarinnar og ein af
driffjöðrum hennar frá upphafi; sveit-
in hefur að sínu leyti átt heimili í hí-
býlum hennar og reyndar annarra
hljóðfæraleikara líka. Hún gjörþekkir
starfsemina. Bókin er samt skrifuð í
þriðju persónu sem fjarlægir fyrir
vikið höfundinn frá efninu. Saga sveit-
arinnar er rakin í tímaröð jafnframt
því sem hver kafli fjallar um tiltekið
svið, upphafið, æfingaferli á hrakhól-
um, tónleikastaði, samskipti við RÚV,
tónverkaval, stjórnendur, ferðalög,
hjálparhellur og verðlaun og við-
urkenningar, svo tæpt sé á nokkrum
efnisatriðum. Allt er þetta skil-
merkilega skráð, vitnað í gagnrýni í
fjölmiðlum og umsagnir fróðra
manna um starf sveitarinnar. Þannig
er bókin að hluta til annáll um starf-
semi kammersveitarinnar og hvaða
vinnu hljóðfæraleikarar og aðrir hafa
lagt á sig og að öðrum hluta mat á ár-
angri sveitarinnar. Óhjákvæmilega
flýtur með heilmikil tónlistarsaga
þessa tímabils. Alltaf orkar tvímælis
þegar innvígðir skrifa um starfsemi
sem þeir hafa átt þátt í að móta en
aldrei blasa þó við frásagnir þar sem
höfundur stærir sig af sínum hlut á
annarra kostnað eða lítillækkar aðra.
Þátttakendur í tónleikum kamm-
ersveitarinnar hafa verið misjafnlega
margir, allt frá fjórum upp í 5-6 tugi
eftir því hvaða verkefni hafa verið á
dagskrá; kammermúsík eða stofu-
tónlist er svo margþætt.
Í rauninni er með ólíkindum hvað
tónlistarlíf stendur með miklum
blóma hérlendis og má ótvírætt
þakka það tónlistarmenntun sem hef-
ur verið miklu öflugri en fjárveitingar
gáfu efni til; foreldrar og velunnar
hafa lagt mikið fé til þess að dúra og
molla ungviðið og nýlegt samkomulag
um framhaldsstig tónlistarmennt-
unar styrkir grundvöllinn. Best væri
þessu námi þó fyrir komið í list-
menntaskóla þar sem ólíkar list-
greinar kölluðust á í bland við bók-
nám til að fleyta nemendum
skilvíslega til framhaldsnáms við hæfi
hvers og eins. Vísir að þessu er nú til
hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík og
Myndlistaskólanum í Reykjavík; það
væri listnámi ótrúlegur fengur ef
þessir skólar sameinuðust og hóuðu
til samstarfs öðrum listgreinum.
Það blasir við lesanda þessarar
bókar að ærið hugsjónastarf býr að
baki velgengni og þróttmikilli starf-
semi kammersveitarinnar; það er
ekkert áhlaupaverk að halda ferna
tónleika að lágmarki ár hvert og
frumflytja ótal verk, gömul sem ný,
og gefa út geisladiska. Fróðlegt var
að lesa um húsnæðismál tónlistar-
manna. Er það ekki „spes“ eins og
ungdómur landsins segir að einungis
þrjú hús hafa verið sérstaklega reist
fyrir tónlist, Hljómskálinn við Tjörn-
ina, Salurinn í Kópavogi og Harpa?
Þetta er fallega útgefin bók. Hún
er í stóru broti og á bókarspjöld og
saurblöð eru prentuð kort sem sýna
hvar kammersveitin hefur leikið og
hversu oft, Íslandskort fremst, heims-
kort í lokin; það er stórmerkilegt hvað
menn leggja á sig í tómstundastarfi
eða því sem næst til þess að þjóna list-
rænum metnaði. Spássíur eru breiðar
og letur stórt og slakað á svertunni
þannig að leturflöturinn hefur milda
áferð og blasir við í hverri opnu;
mjúkur fyrir augu. Kaflafyrirsagnir
eru á vinstri síðum og meginmál hefst
síðan á næstu bls. Allt er þetta
smekklega gert og bak við einfald-
leikann býr greinilega skýr hugmynd.
Þetta er fróðlegt lit og aðgengilegt og
einkar upplýsandi um öflugan þátt-
takanda í tónlistarlífi landsins um
áratuga skeið.
Metnaðarfullt hugsjónastarf
Fróðlegt Saga Kammersveitar Reykjavíkur 1974-2016 er í senn annáll um starfsemi kammersveitarinnar og tónlistarsaga þessa tímabils.
Hljómsveitarsaga
Þegar draumarnir rætast bbbbn
Eftir Rut Ingólfsdóttur. Saga Kamm-
ersveitar Reykjavíkur 1974-2016.
Ugla útgáfa 2016. Innbundin, 414 bls.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
ur allt á annan endann í þessum frið-
sæla og fagra bæ. Fljótlega kemur í
ljós að um morð er að ræða. Kjaftasög-
urnar hafa aldrei staldrað stutt við og
fara hratt yfir í kjölfarið. Ekki skemm-
ir fyrir að hinn myrti tilheyrir klíku,
sem lítur vægast sagt stórt á sig, en
verður nú sem skotskífa ýmsum til
ánægju.
Friðrika skapar skemmtilegt and-
rúmsloft í bænum þar sem böndin
beinast að mörgum og nánast allir sem
nefndir eru virðast líklegir sökudólgar.
Ásakanir ganga á víxl og samtölin end-
urspegla viðhorf manna á milli. Yfir að
því er virðist óhæfum lögreglumönn-
um vofir hættan á því að sérfræðing-
arnir að sunnan taki við rannsókninni
og það er verra en nokkur dómur.
Landsbyggðartúttur láta ekki miðbæj-
arrottur vaða yfir sig.
Sagan er vel upp byggð og persón-
urnar hver annarri betri. Eða verri,
eftir því hvernig á það er litið. Eiga
það samt sammerkt að standa hvorki
undir stöðu né titli. Leitin að morðingj-
anum eða morðingjunum minnir í
sumu á bækur Agöthu Christie og er
ekki leiðum að líkjast. Hringurinn
þrengist en þegar hann virðist vera að
lokast opnast nýjar dyr og ekki er allt
sem sýnist.
Vályndi er skemmtileg aflestar og
Ekki verður annað sagt en aðFriðrika Benónýsdóttirbyrji glæpasagnaferilinnaf miklum krafti. Sagan
Vályndi hefur margt til að bera og les-
andinn veit ekki hvaðan á sig stendur
veðrið, en lokin
eru svolítið enda-
sleppt.
Höfundur gerir
töluvert úr ríg
landsbyggðar og
höfuðborgar og fer
það vel úr hendi.
Sögusviðið er
Húsavík og eins og
oft er sagt um íbúa
í smábæjum hafa
hreinræktaðir heimamenn ekki mikið
álit á öðrum og allra síst höfuðborgar-
búum og útlendingum.
Líkfundur á björtum sumardegi set-
vefurinn flókinn. Sagan lýsir vel hvaða
áhrif morð hefur á lífið í smábæ þar
sem allir þekkjast og allir vita allt um
alla. Þar til annað kemur í ljós. Brest-
irnir leyna sér ekki þegar á reynir og
erfitt er að berja í þá. Endalokin eru
samt ekki í takt við það sem á undan
hefur gengið, en enginn verður heldur
óbarinn biskup.
Höfundurinn Vályndi er fyrsta
glæpasaga Friðriku Benónýsdóttir.
Rígur landsbyggðartútta
og miðbæjarrotta
Glæpasaga
Vályndi bbbmn
Eftir Friðriku Benónýsdóttur. Sögur út-
gáfa 2017. Innb., 255 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR