Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Orð geta breyst í frumur,segir ljóðmælandinn,konan sem segir frá íFlórída; sú sem segir líka bæði í upphafi bókar og undir lok hennar að ef við reynum að setja eitthvað upp í hana breytist það í skurn. Eggjaskurn er eitt leiðar- minna verksins, hún fer ekki vel í munni og er að auki brothætt – eins og ljóðmælandinn reynist vera. Í viðtali hér í blaðinu skil- greindi höfundur verksins, Berg- þóra Snæbjörns- dóttir, skrifin í bókinni sem „prósatextaljóð“ og segir að sig hafi langað að- eins að teygja á forminu. Og óhætt er að segja að Bergþóru hafi tekist það með athyglisverðum hætti því þessi önn- ur ljóðabók hennar er afar vel lukk- uð og hefur vakið verðskuldaða at- hygli fyrir traust tök á forminu og óræða frásögnina sem hrífur les- andann með í ferðalag, þar sem sagt er frá athyglisverðu fólki og áráttukenndri ferð inn í myrkt og persónulegt öngstræti. Er bókin eitt þeirra fimm verka sem tilnefnd eru til Íslensku bókmenntaverð- launanna í ár. Bókin skptist í sjö mislanga hluta og í hverjum þeirra eru mismörg og mislöng prósatextaljóð. Hún hefst þó og lýkur jafnframt á skáletr- uðum textum þar sem segir af Herr Fleischer, ógeðfelldum manni (nafnið vísar til kjöts, fleisch) á skrifstofu þar sem ljóðmælandinn starfar í Berlín, og honum bregður víðar fyrir og tengir aðra hluta frá- sagnarinnar og á þátt í að fleyta henni áfram. Í fyrsta hlutanum, sem nefnist „Flórída“ eins og bókin, segir af konunni sem ber það nafn og ljóðmælandin hittir fyrst í strætisvagni í Berlín og er lýst með þessum hætti: Hárið á henni var svart, litað, hékk í tægjum niður á mjóbakið. Hún hafði látið brjóta í sundur á sér andlitið, minnka nefið, breyta vörunum í sílikongogg. Ég hélt að hún væri kráka í hlébarða- peysu og hettupeysu. Hélt að hún væri ekkert annað en viðbjóðsleg kráka, ógeðsleg kerling (10). Þessi einmana og undarlega kona, sem ljóðmælandanum býður augsýnilega við í byrjun, á þó eftir að flytja inn til hennar. Og strax þarna í byrjun eru dregnar upp myndir sem sýna lesandanum hversu brothætt sögu- konan er, eins og þegar hún skilur við Flórída í fyrsta skipti og að henni sækir ofsafengin þreyta: Húðin á mér leystist upp í þús- undir sardína, frumu fyrir frumu liðaðist ég sundur í myrkrinu. Leystist upp í kvikasilfur sem ekki má snerta. (14) Í öðrum hluta bókar, „Heima“, er dregin upp mynd af lífi ljóðmæland- ans áður en hún flutti til Berlínar, í bæ á Íslandi „þar sem dýr komu gagngert til að deyja. Vegirnir voru gerðir úr hófum og tönnum og ljósastaurarnir úr lærbeinum. Þú heyrðir dauðahryglurnar og veinin í deyjandi dýrum þar sem þú stóðst fyrir utan Skalla með SS-pylsu og blóðbragð í munninum“. (21) Þetta er nöturleg mynd og stúlk- an, sem kveðst þrettán ára hafa verið búin að sofa hjá öllum strákum í bænum og nokkrum pöbbum líka, dregur svo upp tíu ör- myndir, meðal annars af samlífi með körlum, þegar læknirinn svæf- ir hana – líklega fyrir fóstureyðingu – og segir að telja afturábak upp að tíu. Í „Heima II“ er heimilið komið til Berlínar og lífið þar er ekki auðvelt en dregnar eru upp stuttar og áhrifaríkar myndir af upplifunum og umhverfi konunnar. Í kaflanum „450 ár“ styrkist tilfinning lesand- ans fyrir erfiðleikum ljóðmæland- ans, sem týnist, höfuð hennar „snarkaði eins og brunnin ljósa- pera“, og hún fer í tímabundna sambúð með manni sem hún kallar C. Þá birtist annað leiðarminni seinni hluta bókarinar, andstæður lífrænna efna sem eyðast hratt og plasts: Það tekur kirsuberjablóm sólarhring að leysast upp. Það tek- ur einn gosflöskutappa fjögur hundruð og fimmtíu ár. (57) Flórída kemur þá aftur við sögu og forsaga hennar; kona sem varð fræg í Bandaríkjunum fyrir að hafa verið í rokkhljómsveit og koma allt- af fram ber að ofan í leðurbuxum. „Kvenkyns Iggy Pop,“ sagði einhver um Flórída fyrir þrjátíu árum. Mun- urinn er sá að þegar Flórída varð miðaldra missti heimurinn áhuga á að sjá hana bera að ofan. Hana dag- aði uppi í Þýskalandi með 700 evrur á mánuði frá Job Center. Enga von um að komast nokkru sinni heim. (66) Í síðustu hlutum bókarinnar magnast áráttuhegðun sögukon- unnar. Sambönd við annað fólk rakna upp og hún fer að sanka að sér drasli; fyllir upp í svefnherberg- isgluggann með sementi og gler- krukkum, í rúmdýnunni eru dauðir kettlingar, og svo er það þessi lík- ami hennar, holdið sem hún lýsir og hugsar um: „Hvítan í augunum á mér er ekkert nema skurn sem molnar / í rúmið. En undir skurn er alltaf / ferskt lag af hvítu, dúandi / skepnuholdi / til að pota í.“ (91) Flórída er afar forvitnilegt verk sem dansar á mörkum ljóðs og prósa en í línulegri og vel mótaðri sögu. Í fyrstu persónu frásögninni er dregin uppáhrifamikil mynd af konu sem missir smám saman tökin á lífinu og einangrast í áráttu- hegðun og andlegum veikindum. Textinn er lipur og vel mótaður og myndmálið að sama skapi úthugsað, persónulegt og í senn hrátt og fág- að. Skurn sem ratar upp í mann er engum til gleði en holdið sem liggur rétt undir henni er önnur saga, rétt eins og þessi. Alltaf ferskt lag af hvítu, dúandi skepnuholdi Morgunblaðið/Eggert Skáldið „Í fyrstu persónu frásögninni er dregin upp áhrifamikil mynd af konu sem missir smám saman tökin á lífinu og einangrast í áráttuhegðun og andlegum veikindum. Textinn er lipur og vel mótaður …“ segir um bók Bergþóru. Ljóð Flórída bbbbm Eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 2017. Innbundin 111 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Söguhetjan Ishmael er einnaf sextíu og sex milljónumsem eru á flótta. Þegarfréttir af flóttafólki dynja ekki daglega á okkur hvarflar hugurinn frá þeim ósköpum en fólkið er þarna enn; og saga Krist- ínar Helgu, Vertu ósýni- legur: Flótta- saga Ishmaels, minnir lesendur rækilega á líf og baráttu þessa fólks og vekur margvísleg og erfið hugrenninga- tengsl. Bókin hefur nú þegar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabóka. Höfundur hefur sagt í viðtali að þrátt fyrir að bókin sé flokkuð sem unglingabók sé hún fyrir les- endur frá 13 ára og upp í 100 ára. Aðalpersónurnar eru unglingar og frásagnarmátinn höfðar til yngri lesenda en efnið hlýtur að hafa áhrif á alla. Vertu ósýnilegur er heimilda- skáldsaga, persónur eru skáldaðar en annað í sögunni byggist á raun- verulegum atburðum og að- stæðum. Bókin flakkar á milli tveggja heima, annars vegar fylgja lesendur hinum fjórtán ára gamla Ishmael eftir á flótta frá Sýrlandi og hins vegar sýrlenskri fjölskyldu sem hefur fengið hæli á Íslandi og reynir að fóta sig í nýj- um og gjörbreyttum aðstæðum í Kópavogi og læra „krílamálið“ ís- lensku. Ferðalag Ishmaels er langt og erfitt. Við fylgjum honum allt frá því að hann og afi hans halda út í náttmyrkrið í Aleppo þegar aðrir í fjölskyldunni eru ýmist horfnir eða hafa látið lífið í borgarastyrj- öldinni. Leiðin liggur frá Sýrlandi til meginlands Evrópu, í gegnum Jórdaníu, Súdan og Egyptaland. Þeir hafast við í flóttamannabúð- um, fara gangandi yfir eyðimerk- ur, eru fluttir í skjóli nætur á yfir- fullum pallbílum og loks á haf út um borð í hripleku og ónýtu skipi. Flóttafólkið er oftar en ekki komið upp á náð og miskunn hrotta og smyglara sem láta sig eitt manns- líf til eða frá engu varða. Fólkið er rekið áfram eins og búfénaður og látið hafast við í aðstæðum sem ekki eru skepnum bjóðandi. Er þetta ekki of hrikalegt í unglinga- bók? Nei, alls ekki. Þetta er ein- mitt mjög manneskjuleg saga sem gefur innsýn í heim sem erfitt er að ímynda sér en auðvelt að loka augunum fyrir og þegar jafn góð- ur rithöfundur og Kristín Helga skrifar verður úr bók sem á erindi við alla. Og þrátt fyrir allt er það gleðin og vonin sem drífur frá- sögnina áfram, vonin er eina vopn Ishmaels og ferðafélaga hans og hún skilar honum alla leið á áfangastað. Heimurinn er líka stútfullur af góðu fólki sem hér kemur við sögu, persónusköpun höfundar er sterk og fallegt sam- band persónanna er lykilatriði í bókinni. Kristín Helga lætur átök stríð- andi fylkinga í Sýrlandi alveg liggja milli hluta. Að mínu mati er það hárrétt leið til að varpa ljósi á örlög saklausra borgara án þess að dvelja við ástæðurnar. Trúar- brögðin koma lítið við sögu – en þó rétt aðeins og þar kemur Krist- ín Helga með skemmtilegan og hárfínan vinkil. Ishmael hefur leitað skjóls hér á landi, drengur án vegabréfs sem komist hefur ósýnilegur yfir ótal hindranir og er einn á ferð – við verðum að sjá hann. Vertu ósýni- legur er áhrifamikil samtímasaga sem gerir börn á flótta sýnilegri. Vonandi ratar hún í hendur sem allra flestra, unglinga og fullorð- inna. Áhrifamikil Skáldsaga Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Vertu ósýnilegur, minnir á þær sextíu og sex milljónir manna sem eru á flótta víða um heim. Sjáum við Ishmael? Skáldsaga Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels bbbbn Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Mál og menning, 2017. Innb., 239. HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.