Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 GMC Sierra Z71
Litur: Stone Blue Metallic, svartur að
innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga,
BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld
sæti og heithúðaður pallur, Z71 pakki,
kúla í palli og fleira.
VERÐ
9.990.000
2017 Ram Limited
Litur: Dökk rauður/svartur að innan.
6,7L Cummins,loftpúðafjöðrun, Aisin
sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld
sæti, hiti í stýri, sóllúga, RAM-box,
toppljós, heithúðaður pallur.
Ath. Aukahlutir á mynd: LED-bar.
Einnig til hvítur og svartur!
VERÐ
10.290.000
2017 Ford Lariat Ultimate
Litur: Platinum white, svartur að innan.
6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque.
Með 35“ dekk, króm-pakka, sóllúgu,
upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan
pall, fjarstart, trappa í hlera, Driver
altert-pakka og fl.
VERÐ
9.990.000
2017 Chevrolet High Country
Litur: Graphite metal. 6.6L Duramax
Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d.
upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi,
upphituð og loftkæld sæti og
heithúðaður pallur.
VERÐ
10.390.000
Lífið er lotterí er sungið og flest-ir taka þátt í því. Bitcoin er
angi af því hugarfari. Innihald
þessa „gjaldmiðils“ er ekkert annað
en hugarfar. Er til á meðan nokkur
trúir því.
Margir gætumótmælt
því og bent á að
fjöldi manns
hefði orðið jafn-
ríkur og Jóakim
Önd á því einu
að komast yfir
„eintök“ af
bitcoin í skýi.
Búlgaría gerði að sögn upptækarháar fúlgur í bitcoin í
tengslum við vafasöm viðskipti og
var sagt að verðmæti fengsins
dygði til að landið gæti borgað nið-
ur 20% skulda sinna ef það kysi.
Viðskiptajöfurinn Bernie Madoffvar aufúsugestur í fínustu
veislum háborga auðsins um langa
hríð. Hann tryggði mönnum og
sjóðum ríkulegri ávöxtun á sparifé
sínu en öðrum tókst. Það gátu
menn sannfært sig um þegar yfirlit
um markaðvirði innistæða bárust
með póstinum eða í tölvunni. En
þegar fleiri en fáir vildu láta reyna
á þetta í einu urðu þetta fjármunir í
skýjaborgum. En þeir sem leystu út
„gróðann“ í fyrra falli náðu að
leysa út mikinn hagnað og geta
svarið og sárt við lagt að kerfi
Madoffs hafi verið tær snilld.
Landar hans launuðu snilldinailla og dæmdu jöfurinn í 150
ára fangelsi og er sú refsing álíka
raunveruleg og fjármálakerfið
hans og bitcoinið.
Sá sem fann það síðara upp erókunnur eins og hinn sem fann
upp hjólið, en það afrek dugar þó
mannkyninu enn vel.
Froðufella þegar
froðan fellur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.12., kl. 18.00
Reykjavík 5 rigning
Bolungarvík 5 súld
Akureyri 4 rigning
Nuuk -7 skúrir
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 0 þoka
Kaupmannahöfn 1 súld
Stokkhólmur 0 snjókoma
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 2 þoka
Brussel 7 súld
Dublin 7 skýjað
Glasgow 0 þoka
London 6 heiðskírt
París 6 alskýjað
Amsterdam 7 skýjað
Hamborg 1 skýjað
Berlín 0 heiðskírt
Vín 0 skýjað
Moskva 0 snjóél
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 8 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 7 heiðskírt
Aþena 11 þrumuveður
Winnipeg -2 skýjað
Montreal -12 snjókoma
New York 2 þoka
Chicago 6 rigning
Orlando 22 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:21 15:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:08 14:52
SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:33
DJÚPIVOGUR 11:00 14:50
Skáksögufélagið hefur óskað eftir
því við fjárlaganefnd Alþingis að fá
fimm milljóna króna styrk á fjár-
lögum næsta árs til að skrá sögu
Friðriks Ólafssonar, fyrsta stór-
meistara Íslendinga í skák.
Fram kemur í erindi félagsins að
stefnt sé að því að skákævisaga
Friðriks komi út á næsta ári. Í fyrra
hafi verið lokið við uppbyggingu
gagnagrunns og gerð vefsíðu til-
einkaðrar ferli Friðriks með ná-
kvæmri skrá um öll skákmót og við-
burði sem hann hefur tekið þátt í,
ásamt myndasafni og greinum sem
varða feril hans. Þá sé einnig að
finna flestar skákir Friðriks á vef
Skáksögufélagsins. Hafi félagið
fengið verkefnastyrk á fjárlögum
2015 og fyrirgreiðslu mennta-
málaráðuneytisins.
Í erindinu kemur einnig fram að
félagið hafi unnið að því að brjóst-
mynd af Friðriki, sem gerð var fyr-
ir aldarfjórðungi, verði steypt í eir
og komið fyrir á stalli við útitaflið í
miðborg Reykjavíkur. Öllu þessu
fylgi umtalsverður kostnaður.
Ætla að skrá
sögu Friðriks
Stefnt að útgáfu á næsta ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Að tafli Friðrik Ólafsson, stórmeist-
ari í skák, ásamt ungu skákfólki.
Sveinn Gestur Tryggvason var í gær í
Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 6
ára fangelsi í tengslum við dauða Arn-
ars Jónssonar Aspar sem lést eftir
líkamsárás við heimili sitt á Æsustöð-
um í Mosfellsdal í júní á þessu ári. Þá
var Sveini gert að greiða samtals 32
milljónir króna í miskabætur til unn-
ustu Arnars, tveggja dætra hans og
foreldra svo og 12,9 milljónir króna í
sakarkostnað, málsvarnarlaun og
fleira.
Verjandi Sveins lýst því yfir eftir
dómsuppsögu að málinu yrði áfrýjað
og fer það væntanlega fyrir Lands-
rétt eftir nýár. Margrét Unnur Rögn-
valdsdóttir saksóknari málsins sagði
við mbl.is dóminn í samræmi við kröf-
ur ákæruvaldsins, sem fór fram á 4 til
5 ára dóm.
Sveinn var ákærður fyrir stórfellda
líkamsárás en ekki manndráp í
tengslum við andlát Arnars Jónsson-
ar Aspar, sem er sagður hafa kafnað
vegna mikillar minnkunar á öndunar-
hæfni sem olli banvænni stöðukæf-
ingu. Má það rekja til einkenna æs-
ingsóráðs vegna þvingaðrar stöðu
sem Sveinn hélt Arnari í. Er hann
sagður hafa haldið höndum Arnars
fyrir aftan bak og tekið hann hálstaki
og slegið hann ítrekað í andlit og höf-
uð með krepptum hnefa.
Fyrir dómi kom fram að Sveinn
hefði komið heim til Arnars við
fimmta mann og sögðust þeir ætla að
sækja verkfæri. Hefur það verið
tengt við það að Arnar skuldaði Sveini
peninga. Á vettvangi kom svo til
þeirra átaka sem að framan greinir.
Sex ára fangelsi í
Æsustaðamálinu
Stórfelld líkamsárás leiddi til dauða