Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Yfirskrift greinar sem undirrituð skrifaði hér á sama vettvangi fyrir nákvæmlega ári um stjórn- málin 2016 var „Ár pólitískra umhleypinga“ og fyrirsögn greinarinnar var „Sigmundur Davíð gaf og tók“. Það er kaldhæðnislegt að á þessari grein væri léttilega hægt að hafa sömu yfir- skrift og nánast sömu fyrirsögn! Ekkert stæði þó um að Sigmundur Davíð hefði gefið, heldur einungis tekið, því hann tók stóran hluta af fylgi Framsóknarflokksins með því að kljúfa flokkinn og stofna Miðflokkinn. Í ljósi þess að Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur- inn mynduðu ríkisstjórn fyrir réttum mánuði, 30. nóvember síðastliðinn, er svolítið skondið að rifja upp fyrirsögnina á aðalfrétt Morgunblaðs- ins á forsíðu 2. janúar síðastliðinn, „Framsókn og VG vilja viðræður við Sjálfstæðisflokk“. Ekki varð af stjórnarmyndun flokkanna þriggja þá, þótt svo yrði ellefu mánuðum og einum þing- kosningum síðar. Líkt og kunnugt er var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Við- reisnar, eftir mjög langar og árangurslitlar stjórnarmyndunarviðræður þar sem mismun- andi flokksformenn skiptust á að hafa stjórnar- myndunarumboð frá 2. nóvember 2016, en tókst ekki að mynda stjórn. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hafði hafið óform- legar þreifingar við Bjarta framtíð og Viðreisn á þriðja í jólum 2016 og 11. janúar 2017 var mynd- uð þessi þriggja flokka mjög svo skammlífa ríkisstjórn hans. Svona eftir á að hyggja má segja að sú ríkis- stjórn hafi frá upphafi verið á hálfgerðum brauðfótum, með sjö einstaklinga í ráðherra- hópnum sem ekki höfðu gegnt ráðherraembætti áður og þrír þeirra voru nýir á þingi, auk þess sem frá upphafi voru miklar efasemdir í Bjartri framtíð um að rétt væri að ganga til þessa stjórnarsamstarfs. Bæði Björt framtíð og Við- reisn, sem vildu ólm fara af fullum skriðþunga í aðildarviðræður við Evrópusambandið, þurftu að kyngja því að Evrópusambandsmál voru sett til hliðar, að kröfu Sjálfstæðisflokksins. Þannig að segja má að flokkarnir tveir hafi keypt ráð- herrastólana sex dýru verði – að setja sitt helsta, jafnvel eina baráttumál, á ís og þeir hafa ekki beinlínis verið að halda þessu uppáhalds- máli sínu á lofti, a.m.k. ekki hér innanlands. „Uppbygging innviða er forgangsmál“ er önnur fyrirsögn úr Morgunblaðinu sem vert er að nefna. Hún birtist í Morgunblaðinu 25. jan- úar sl. og var tilvitnun í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, frá því kvöldinu áður. Kunnuglegt stef, ekki satt? Þessi ríkisstjórn tók við góðu búi frá fráfar- andi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks og sumir höfðu talsverðar vænt- ingar til starfa hennar. Vissulega afnam ríkisstjórnin gjaldeyrishöftin sem þrúgað höfðu þjóðina í allt of mörg ár og var afnámi haftanna almennt vel tekið. Raunar var aldrei þessa ellefu mánuði sem ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var við völd jákvætt umtal um verk stjórnarinnar. Þegar komið var fram á sumar var farið að syrta veru- lega í álinn hjá litlu flokkunum í ríkisstjórninni, sérstaklega hvað varðaði stuðning við Bjarta framtíð og Viðreisn, sem fór hraðminnkandi í skoðanakönnunum. Seinnipartinn í júlí mældist fylgi Flokks fólksins 6,1% í skoðanakönnun MMR en Viðreisn mældist með 4,7% og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Það var augljóslega kominn mikill taugatitringur í þessa tvo flokka og þó öllu meiri í Bjarta framtíð. Í sömu könnun hafði Sjálfstæðisflokkurinn bætt við sig fylgi og mældist með 29,3% fylgi. Af þessu tilefni sagði þáverandi forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, í samtali við Morgunblaðið: „Það er ekki gott að segja hvað skýrir þessa útkomu samstarfsflokka okkar og kannski óvarlegt þegar svona stutt er liðið á kjörtímabilið að vera að draga of miklar álykt- anir af könnunum. Auðvitað vildi ég sjá stjórn- ina og stjórnarflokkana sækja í sig veðrið og ég tel að við séum það skammt á veg komin á þessu kjörtímabili að það sé engin ástæða til þess að leggja of mikið upp úr einstaka könnunum.“ Lítið vissi forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins þá hversu skamman líftíma ríkisstjórn hans átti eftir! „Þótt okkur Íslendingum hafi um margt gengið vel að stjórna málum okkar á undan- förnum áratugum og árangur náðst á mikil- vægum sviðum, er það engu að síður svo að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði er okk- ur fjötur um fót,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi 13. september. Bjarni lagði mikla áherslu á að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og óskaði eftir samstöðu frá opinberum stéttarfélögum til að verja kaupmáttinn í komandi kjarasamn- ingaviðræðum. Innan við tveimur sólarhringum síðar, eða eftir miðnætti 15. september, hafði Björt fram- tíð svo slitið stjórnarsamstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, í skjóli nætur. Ástæða slitanna var að sögn flokksins „alvarlegur trún- aðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar,“ sam- kvæmt tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér. Það segir sína sögu hvað varðar dómgreind, eða öllu heldur dómgreindarbrest stjórnarfólks í Bjartri framtíð, að sjötíu prósent stjórnar- manna í Bjartri framtíð tóku þátt í atkvæða- greiðslu um tillögu um að slíta stjórnarsam- starfinu, á næturfundinum heima hjá Óttari Proppé, formanni flokksins, og áttatíu og sjö prósent greiddu atkvæði með tillögunni. Vitanlega fór Björt framtíð á taugum vegna slakrar útkomu í skoðanakönnunum og ekkert var í kortunum sem gaf stjórn og þingflokki til- efni til þess að ætla að þeim tækist á komandi þingvetri að hysja upp um sig buxurnar og auka fylgi flokksins. Það er mat greinarhöfundar að þessi fáránlegu stjórnarslit hafi ekki bara skað- að Bjarta framtíð, heldur með réttu þurrkað flokkinn út. Eiga svona taugaveiklaðir ein- staklingar eitthvert erindi í landsstjórnina, eða á Alþingi? Nei, sögðu kjósendur, og Björt fram- tíð heyrir að öllum líkindum fortíðinni til. Lesendur vita hvað gerðist næst. Eftir mán- aðarlangar formlegar og óformlegar þreifingar tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við 30. nóvember síðastliðinn og ljóst var á fyrstu dög- unum þar á eftir að ríkisstjórnin fékk ljúfa en kannski fáa hveitibrauðsdaga, því 5. desember voru niðurstöður fyrstu skoðanakönnunarinnar eftir stjórnarskiptin þær að ríkisstjórnin naut 78% fylgis en 22% sögðust vera andvíg ríkis- stjórninni. Vitanlega segir meðbyr með ríkis- stjórn fyrst eftir að hún tekur við völdum ekki mikla sögu, því þegar hún er farin að starfa af alvöru og hrinda stefnumiðum sínum í fram- kvæmd verður þessi ríkisstjórn, eins og aðrar, dæmd af verkum sínum. Þannig á það í það minnsta að virka. Það er ljóst að margir gera sér vonir um að ríkisstjórn frá vinstri til hægri með Framsókn á miðjunni muni starfa af heilindum um þau mál sem samstaða tókst um á milli flokkannna og að kjósendur þurfi ekki að eiga enn einar þing- kosningar yfir höfði sér alveg á næstunni. Að hér verði jafnvel nokkuð rólegt yfir pólitíkinni á næstu misserum. Sjáum hvað setur. Glaðir oddvitar nýrrar ríkisstjórnar fyrir mánuði á blaðamanna- fundi í Listasafni Íslands er þeir kynntu málefnasamning sinn. Morgunblaðið/Eggert Sigmundur Davíð Gunnlaugsson klauf Fram- sóknarflokkinn í haust og stofnaði Miðflokkinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björt framtíð sá sjálf um að þingflokkurinn þurrkaðist út í kosningunum í októberlok. Morgunblaðið/Eggert Er að komast ró á í pólitík? Miklar landslagsbreytingar urðu í pólitík á árinu. Björt framtíð þurrkaðist út, Framsóknarflokkurinn klofnaði þegar Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn og Flokkur fólksins fékk fjóra menn kjörna á þing. Ríkisstjórnir voru myndaðar í tvígang á árinu. AGNES BRAGADÓTTIR Höfundur hefur verið blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 1984. Eftir á að hyggja má segja að sú ríkisstjórn hafi frá upphafi verið á hálfgerðum brauð- fótum, með sjö einstaklinga í ráðherra- hópnum sem ekki höfðu gegnt ráðherraembætti áður og þrír þeirra voru nýir á þingi. PÓLITÍSKUR DRAUGAGANGUR Á ÁRINU ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.