Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 6

Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Það var um mánaðamótin sem ég brá mér úr vinnunni til þess að greiða reikninga í einu af nýrri og glæsilegri bankaútibúum landsins, þeirra sem gefa okkur fyrirheit um bankaþjón- ustu framtíðarinnar. Stimamjúkur banka- starfsmaður tók á móti mér og vísaði á kaffi- hornið og sjálfsafgreiðslustöð, þar sem ég fletti upp stöðunni á hlaupareikningnum mín- um og greiddi reikningana einn af öðrum. Að því loknu fannst mér tilvalið að taka út svolítið reiðufé fyrst ég var nú staddur í útibúinu og hví ekki að koma við hjá ráðgjafa til þess að fá upplýsingar um vaxtakjör á helstu sparireikn- ingum? Það var notalegt andrúmsloft í úti- búinu og því tilvalið að fá sér kaffibolla, koma sér fyrir í sófa og glugga í blöð. Á leiðinni út nikkaði ég til bankastarfsmannsins stima- mjúka, sem tók reyndar ekki eftir mér þar sem hann góndi á tölvuskjáinn fyrir framan sig. Þjónustan færð yfir á viðskiptavininn Hver kannast ekki við hversdagsögu eins og þessa? Einhver? Enginn? Sagan er að vísu uppspuni. Rétta útgáfan er sú að eftir mán- aðamótin fletti ég upp stöðunni á reikningnum mínum í símaappinu og sá að kortareikningur- inn hafði verið gjaldfærður og greiðsluþjón- ustan hafði greitt aðra reikninga. Það sem eft- ir var af laununum gaf ekki tilefni til þess að kanna á netinu sparnaðarleiðir. Þetta tók nokkrar sekúndur. Satt að segja man ég ekki hvenær ég þurfti síðast að skreppa úr vinnunni til þess að fara í banka. Bankarnir hafa í raun sjálfir skapað jarð- veginn fyrir hægu andláti bankaútibúanna. Með því að bjóða upp á fljótlegar og þægilegar lausnir í tölvu eða snjallsíma hafa þeir slegið tvær flugur í einu höggi. Þeir hafa komið til móts við óskir og þarfir neytenda og um leið látið þá um að þjónusta sig sjálfa. Þannig hafa þeir fært bankastörf yfir á viðskiptavininn og gert útibúin að sama skapi að mestu óþörf. Bankakerfið hér á landi heldur enn úti 84 útibúum, þótt þeim hafi vissulega fækkað á undanförnum árum, og reynt er að finna þeim nýtt hlutverk með sófum, kaffi, afþreyingu og almennum notalegheitum. Nýir keppinautar leiða þróunina Útibúin eru ekki hið eina sem íþyngir bönk- unum, þótt vissulega séu þau táknmynd um byrðar frá fyrri háttum í fjármálaþjónustu. Fjármálakerfið er að breytast með miklum hraða, ekki síst lána- og greiðslukerfi. En ólíkt því sem áður var eru það ekki bankarnir sjálfir sem leiða þróunina heldur nýir keppinautar. Alþjóðlega fjármálakreppan sem fór að gera vart við sig fyrir áratug og náði hámarki haust- ið 2008 hefur leitt til stóraukinna kvaða á banka. Hert hefur verið á laga- og reglugerða- umhverfinu, lagðar á verulega auknar eftirlits- kvaðir og skattlagning aukin, ekki síst hér á landi. Þetta hefur meðal annars átt þátt í því að auka umsvif skuggabankastarfsemi sem er utan hins hefðbundna regluramma bankakerf- isins. Sú starfsemi er þó á engan hátt skugga- leg, heldur snýst í grófum dráttum um að fjár- magna verkefni beint í gegnum fjárfestingar- sjóði fremur en bankakerfið, oft með þátttöku lífeyrissjóða. Þótt bankanir séu að vissu marki þátttakendur í skuggabankastarfseminni get- ur hún óneitanlega haft neikvæð áhrif á af- komu þeirra og áhættu. Þau verkefni sem fjár- mögnuð eru með þessum hætti eru yfirleitt umfangsmikil og tryggð með traustum veðum. Eftir sitja í bankakerfinu minni lánveitingar og oft og tíðum áhættumeiri. Sótt að helgasta vígi bankanna En ný og ekki minni ógn sækir að hefð- bundnum bönkum úr annarri átt. Tækni- framfarir hafa skapað nýjum aðilum vettvang til þess að keppa við bankana um þeirra helg- asta vígi, greiðslumiðlun og lánafyrirgreiðslur. Ný fyrirtæki spretta nú upp á sviði fjártækni (e. fintech) sem byggjast á allt öðru rekstr- arlíkani en bankar. Þessi fyrirtæki eru laus við áþján strangs eftirlits, stórra og úrsérgeng- inna upplýsingakerfa og annars fasts kostn- aðar sem þjakar gjarnan viðskiptabanka. Fjár- tæknifyrirtækin eru af ýmsum toga og bjóða upp á allt frá jafningjalánum (e. peer-to-peer lending), til millifærslna milli landa, til sjálf- virkrar eignastýringar. Möguleikarnir virðast nánast óþrjótandi. Þótt þessi fyrirtæki séu mörg hver lítil sprotafyrirtæki enn sem komið er, þá hafa önnur komið sér vel fyrir á sínum markaði. Á þriðja ársfjórðungi fór til dæmis jafningja- lánafyrirtækið Funding Circle fram úr stærstu viðskiptabönkum Bretlands í nýjum lánveitingum til lítilla fyrirtækja, að sögn Fin- ancial Times. Forráðamenn fyrirtækisins sjá fram á að ná allt að helmingi þessa markaðar enda sé erfitt fyrir bankana að bregðast við samkeppninni. Þannig spretta nýir aðilar upp og taka sífellt stærri sneið af köku sem bank- arnir sátu áður einir að. ESB vill hraða samkeppni og þróun Evrópusambandið gerir bönkunum svo ekki auðveldara fyrir með því að kynna til sögunnar nýja reglugerð um greiðsluþjónustu, Payment Services Directive 2 (PSD2), sem innleidd verður í aðildarríkjum nú í janúar. Með henni er bönkum gert skylt að veita þriðja aðila að- gang að upplýsingum um viðskiptavin í kerfum sínum, sé viðskiptavinurinn því samþykkur. Þetta gerir ESB í þeim yfirlýsta tilgangi að auka samkeppni og stuðla að framþróun í fjár- málaþjónustu; sem sagt til að auka samkeppni við bankana. Hvaða nýjungar þetta mun geta af sér verður áhugavert að sjá, og þá ekki bara hjá fjártæknifyrirtækjum. Fyrir gagnarisa á borð við Google, Amazon og Facebook opnast hér ný leið til þess að safna saman fjárhags- legum upplýsingum um viðskiptavini úr ólík- um áttum á einn stað og á grundvelli þess byggja upp vettvang fyrir greiðsluþjónustu. Reglugerð ESB mun væntanlega taka gildi hér á landi á næsta ári og líklegt að hún muni hafa umtalsverð áhrif á þróun fjármálaþjón- ustu hér eins og annars staðar. Íslenskir bank- ar eru nokkuð vel staddir í tæknilausnum en þó má þegar sjá merki þess að samkeppnin sé að aukast. Símafyrirtækin eru til dæmis farin að þreifa fyrir sér með greiðslulausnir og jafn- vel lánaþjónustu, og má ætla að það sé ein- ungis forsmekkur af því sem koma skal. Reyndar erum við á Vesturlöndum nokkuð á eftir í notkun símtækja við greiðslumiðlun miðað við ýmsa aðra heimshluta, eins og víða í Asíu og jafnvel Afríku. Þar hefur „hefðbundin“ fjármálaþjónusta ekki náð miklum þroska og því er í raun stokkið yfir það stig sem við á Vesturlöndum erum á núna. Í Kína er notkun samskiptaforitsins WeChat sem greiðslumiðils til dæmis útbreidd, auk Alipay, og greiðslur með síma eru þar almennari en greiðslukort. Með þessari útbreiddu notkun símagreiðslna safnast svo upp geysilegt magn persónu- upplýsinga sem kínverskum yfirvöldum hugn- ast víst ekki illa. Rafmyntir og aðrar ógnir Rafmyntir hafa mikið verið til umræðu á árinu 2017 og gengishækkun margra þeirra verið yfirgengileg. Framtíð bitcoin og annarra raf- mynta sem greiðslumiðils er þó enn háð óvissu, enda koma miklar sveiflur í verðmæti í raun í veg fyrir að þær séu gjaldgengar í hefð- bundnum viðskiptum. Nái rafmyntir hins veg- ar verulegri útbreiðslu gæti það leitt til gjör- breyttrar stöðu fyrir banka, enda eru slíkir gjaldmiðlar í raun utan hins eiginlega fjár- málakerfis. Hins vegar hefur tæknin sem raf- myntirnar byggjast á, bálkakeðjan (e. block- chain), skapað nýja möguleika í fjármála- viðskiptum og samningagerð sem bankar og fjártæknifyrirtæki keppast nú um að nýta sér. Dæmi eru um að notkun bálkakeðjutækni hafi hraðað greiðslum á milli landa úr nokkrum dögum niður í 20 sekúndur. Um leið og slík lausn eykur augljóslega þægindi til muna þá slátrar hún afar arðsamri þjónustu bankanna. Enn er ónefnd vaxandi ógn við bankakerfið sem eru glæpamenn. Þá er ekki átt við banka- ræningja sem ráðast inn í útibú með tóbaks- klút fyrir vitunum og heimta seðlana úr gjald- kerastúkunni. Greiðslukerfi banka verða fyrir síauknum árásum netglæpamanna og þar er yfirleitt ekki nein skiptimynt að veði. Upplýs- ingar um slíkar árásir eru eðli máls takmark- aðar en samkvæmt FBI var fjárhæð tilkynntra netglæpa í Bandaríkunum 1,45 milljarðar dala á síðasta ári, sem er nær þreföldun frá árinu 2012. Kostnaður fjármálastofnana við að verj- ast tölvuglæpum eykst því jafnt og þétt með hverju árinu. Verða bankarnir fjármálaveitur? Fréttir af andláti viðskiptabankans eru þó fjarri því tímabærar og enn ekki horfur á því að skuggabankastarfsemi, fjártæknifyrirtæki og rafmyntir taki yfir. Bankar verða áfram til staðar en það er hætta á því að arðsemi af starfsemi þeirra dragist saman þegar fram líða stundir. Framtíðin gæti borið það í skauti sér að bankar þróist í eins konar fjárhagslegar veitustofnanir, reknir undir ströngu eftirliti og með lágmarks hagnaði. Alþjóðlegar mælingar áætla að viðskiptabankar tapi á allt að helm- ingi viðskiptavina sinna nú þegar, svo það er mikið í húfi að missa ekki frá sér þá arðbær- ustu. Bankar víða um heim hafa brugðist við aukinni samkeppni, meðal annars með nánu samstarfi eða jafnvel kaupum á fjártækni- fyrirtækjum. En ekki er ólíklegt að í fjármála- umsýslu muni samskipti við viðskiptavini bein- ast sífellt meira í gegnum fyrirtæki sem fólk er í reglulegum tengslum við, hvort sem þau heita Facebook, Amazon eða eitthvað annað. Það gæti leitt til þess að bankarnir taki meira að sér eins konar bakvinnsluhlutverk, sem vissulega er mikilvægt en kannski ekki eins arðbært. Íslenskir skattgreiðendur ættu að reyna að fylgjast með þeim miklu hræringum sem nú eiga sér stað í fjármálaþjónustu um allan heim. Óháð fyrrgreindum breytingum felst í eðli sínu umtalsverð áhætta í fjármálastarfsemi og bankar eru áhættusöm eign, viðskiptabankar ekki síður en fjárfestingarbankar. Miðað við síðustu árshlutauppgjör bankanna er hlutdeild ríkisins í eigin fé viðskiptabankanna nærri 460 milljörðum króna. Til samanburðar eru áætl- aðar heildartekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 240 milljarðar króna í fjárlögum næsta árs. Það skiptir því skattgreiðendur miklu máli að sem mest fáist fyrir þessar eignir. Þróuninni verður ekki stýrt að ofan Það má heita óumflýjanlegt að íslenskt fjár- málakerfi taki miklum breytingum á komandi árum. Hins vegar ætti að taka því með varúð þegar stjórnmálamenn tala um nauðsyn end- urskipulagningar á fjármálakerfinu, eins og víða heyrðist í tengslum við nýafstaðnar kosn- ingar. Með fullri virðingu fyrir góðum hug stjórnmálamanna, og sérfræðinga á þeirra vegum, þá hafa þeir afar takmarkaðar for- sendur til slíks verks. Jafnvel þeir sem starfa á fjármálamarkaði hafa ófullkomna mynd af því hvernig fjármálakerfið muni þróast. Skyn- samlegasta leið ríkisins til endurskipu- lagningar er að koma bankakerfinu úr sínum höndum og til þeirra sem eru tilbúnir til að taka þá áhættu að bregðast við síbreytilegum aðstæðum. Þeir sem munu á endanum taka ákvörðun um það hvernig fjármálaþjónusta þróast hér á landi á komandi árum eru þeir sem nota hana, einstaklingar og fyrirtæki. Það er þeirra að ákveða hverju þeir þurfa á að halda, hvert þeir sækja sér það og hvernig þeir nýta sér það. Þannig virka markaðir, þannig skapast sam- keppni og þannig verður framþróun. Hlutdeild ríkisins í eigin fé viðskiptabankanna er um 460 milljarðar króna. Til samanburðar eru áætlaðar heildartekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 240 millj- arðar króna í fjárlögum 2018. Um bankanna óvissan tíma Fjármálaþjónusta breytist með sífellt meiri hraða og tímabært að gera sér töm orð á borð við fjártækni, jafningjalán og bálka- keðju. Ólíkt því sem áður var eru það ekki bankarnir sem leiða þróunina heldur nýir keppinautar, allt frá sprotum til tæknirisa. SIGURÐUR NORDAL er hagfræðingur og fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Ekki er ólíklegt að í fjármálaumsýslu muni samskipti við viðskiptavini beinast sífellt meira í gegnum fyrirtæki sem fólk er í reglulegum tengslum við, hvort sem þau heita Facebook, Amazon eða eitthvað annað. ÍSLENSKIR SKATTGREIÐENDUR ÆTTU AÐ FYLGJAST VEL MEÐ HRÖÐUM BREYTINGUM Í FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.