Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 10
Hvað mun valda straumhvörfum í lífi okkar? 10 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Vélmennið Soffía svarar spurningum á blaðamannafundi í tengslum við tækni- ráðstefnu um netið í Lissabon í Portúgal í nóvember. Framleiðandi er fyrirtækið Hanson Robotics. AFP Breytingar eru örar í heiminum um þessar mundir og ljóst að ekki dregur úr þeim. Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar féllust á að glíma við spurninguna hvað mun á næstunni valda straumhvörfum í lífi okkar. NÚ ERU TÍMAR UMRÓTS OG BREYTINGA Í TÆKNI, VÍSINDUM, MENNINGU OG ALÞJÓÐAPÓLITÍK TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Af fréttaflutningi sumra fjölmiðla mætti ætla að gervigreind vélmenni með mikilmennskubrjálæði gætu tekið yfir heiminn innan örfárra ára. Heilbrigð skynsemi segir okkur að taka slíkum spám af gagnrýni. Sumir taka slíkar framtíðarspár alvarlega en harðir efahyggjumenn sjá engan mun á „svokallaðri gervigreind“ og venjulegum hugbún- aði. Sannleikurinn liggur líklega einhvers staðar þarna á milli – en hvar? Sú gervigreind sem við heyrðum mest um á liðnu ári – og mjög líklega næstu fimm árin – er reyndar ekki mjög frábrugðin öðrum hugbúnaði, þar sem langstærsti hluti hennar er forritaður af mönn- um. Forrit eins og Siri og Google Assistant, sem hafa samskipti við notendur á mannamáli, fá allar helstu upplýsingar sínar frá forrit- urum. Aðeins lítill hluti þess sem þau gera er „lærður“, þrátt fyrir fréttafyrirsagnir sem gefa í skyn hið gagnstæða. Þegar slíkt forrit ávarpar notanda sem „þú“ er það ekki að „meina“ eitt né neitt – merkingin er ekki þess sjálfs, frekar en það að klukkan slái 12 hafi einhverja merkingu fyrir klukkunni sjálfri. Merkingin verður í hugum okkar sjálfra – hugsandi (líf)veru staddri á ákveðnum stað á ákveðnum tíma með ákveðin markmið – ef ég heyri „klukkan slær 12“ hefur það ákveðna merkingu fyrir mér; og aðra fyrir öskubusku. Þetta ber að hafa í huga við lestur og skrif greina um gervigreind: Klukkur hugsa ekki; hugsun er öðru vísi en gangur/gangverk klukku; það þarf hugsun, eigin markmið, og stund- og staðbindingu til að búa til merkingu; nútíma gervigreind hefur engin eigin mark- mið (bara forritarans), ber ekkert skyn á stað og stund, og hugsar ekki. (Þess vegna hefur það enga merkingu fyrir henni að ávarpa notanda í annarri persónu.) Síðast en ekki síst, merking er forsenda skilnings; skilningur er nauðsynlegur þáttur greindar. Hvort gervigreind vélmenni framtíðarinnar munu hafa eigin vilja, og muni skilja það sem þau segja, er óvíst. Víst er hins vegar að engin vél nútímans skilur neitt. Þess vegna geta vélar ekki tekið ákvarðanir út frá eigin forsendum — séu gervigreindar vélar hættu- legar er það alfarið vegna þess í hverra höndum þær eru. Hugsum okkur vel um áður en við treystum slíkum vélum fyrir vopnum, lífi og framtíð okkar. Kristinn R. Þórisson er prófessor í gervigreind við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.