Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 12

Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Árið 2018 munu Kínverjar minnast þess að fjörutíu ár eru liðin síðan horfið var frá áætl- unarbúskap yfir í markaðshagkerfi. Þetta mun gerast á einstæðu sögulegu skeiði: Bandaríkin virðast vera að hverfa frá hnattvæðingunni og það skapar augljóst tækifæri fyrir Kína til að hraða þeirri þróun að ríkið verði aðalverndari alþjóðlega viðskiptakerfisins. Jafnframt mun vegferð þjóðarinnar frá fá- tækt til alþjóðlegs stórveldis allra síðustu ára- tugina geta orðið dýrmæt lexía fyrir önnur þró- unarríki, einkum vegna þess að ríkisstjórn Trumps heldur áfram að fylgja stefnu sem gengur gegn aðgerðum í þágu hnattvæðingar. Árið 1978 var árleg verg landsframleiðsla (GDP) Kínverja 154 dollarar á hvern borgara, innan við þriðjungur af því sem gerðist í Afríku- löndum sunnan Sahara. Kína var ríki sem horfði inn á við, utanríkisverslun þjóðarinnar var aðeins 9,7% af GDP en núna er hlutfallið 32,7%. Hagvöxturinn hefur verið stórkostlegur frá því á síðari hluta áttunda áratugarins. Árið 2009 fór Kína fram úr Japan og varð næststærsta hagkerfi heims, fór fram úr Þýskalandi 2010 í iðnvöruútflutningi, varð mesta viðskiptaþjóð heims 2013 og ári síðar varð Kína stærsta hag- kerfið, stærra en Bandaríkin þegar notað er svonefnt PPP-viðmið. (Þá er miðað við kaup- getu landsmanna en ekki einfaldlega alþjóðlegt markaðsvirði landsframleiðslunnar. Mbl.) Á þessu tímabili hafa liðlega 700 milljónir Kín- verja losnað úr viðjum fátæktar. Kína er eina nýmarkaðsríkið sem ekki hefur upplifað fjár- málakreppu af völdum innlendra aðstæðna undanfarna fjóra áratugi. Kína er núna með meðaltekjur yfir meðal- lagi, árleg GDP á hvern borgara er nú nærri 9.000 dollarar og líklegt er að talan nái 12.700, viðmiðinu fyrir efnuð iðnríki, um 2025. Kína er einnig stærsti framleiðandi iðnvarnings í heim- inum og eitt af þeim ríkjum sem hafa mestu samkeppnishæfnina á alþjóðamörkuðum. Og Kína fagnar hnattvæðingunni. Ríkið hef- ur barist fyrir hinu metnaðarfulla Belt&Road- framtaki, en með því er ætlunin að tengja betur markaði í Asíu, Evrópu og Afríku með fjárfest- ingum í innviðum samgangna. Þrátt fyrir opin- bera andstöðu Bandaríkjamanna í upphafi við stofnun Fjárfestingarbanka innviða í Asíu, sem Kína vill að verði tæki til að ýta Belt&Road af stað, hafa 77 ríki nú gerst aðilar og hann er því orðinn ein af stærstu fjölþjóðlegu þróunarstofn- unum í heimi. Árið 2015 var gjaldmiðillinn, renminbi, gerð- ur einn af fimm gjaldmiðlum sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn notar í körfu sinni vegna SDR- viðmiðsins, ásamt bandaríska dollaranum, japanska jeninu, evrunni og breska pundinu. Breytingin færði renminbi einu skrefi nær því að verða einn af þeim alþjóðlegu gjaldmiðlum sem ríki heims eiga í varasjóðum sínum. Vert er að benda á að eftir að Sovétríkin fyrr- verandi og lönd Austur-Evrópu hófust handa við uppstokkun sinna efnahagskerfa urðu þau að glíma við efnahagshrun en umskiptin hafa gengið miklu betur í Kína. Aðalástæðan er önn- ur nálgun Kínverja. Á fyrstu árum umskiptanna fyrirfundust í Kína fjölmörg ríkisfyrirtæki sem ekki báru arð en voru fjármagnskrefjandi, nefna má fyrirtæki í þungaiðnaði og stálframleiðslu. Á opnum sam- keppnismarkaði hefðu slík fyrirtæki ekki lifað af án verndar og niðurgreiðslna. Stjórn Kína niðurgreiddi þess vegna framleiðslu þessara fyrirtækja en opnaði fyrir fjárfestingar í mann- frekum atvinnugreinum þar sem Kína naut svo- nefndra hlutfallslegra yfirburða. Þessi tvíþætta nálgun gerði Kína kleift að tryggja stöðugleika en um leið hraða hagþróun. Sams konar stefnu var beitt þegar almennur efnahagur landsins var opnaður enn frekar. Stjórnvöld settu skorður við innflæði erlends fjármagns í fjárfrekar atvinnugreinar en þar voru aðallega fyrir á fleti fyrirtæki í ríkiseigu. Hins vegar var opnað fyrir erlenda fjárfestingu í mannfrekum greinum. Þessi tvíþætta nálgun var ekki ókeypis. Af- skipti af markaðnum með brenglun hans ýttu undir spillingu og ójafna tekjuskiptingu. Meng- un jókst með hraðari iðnaðarþróun. Með það að markmiði að takast á við þessi vandamál fékk Xi Jinping á fyrsta fimm ára valdatímabili sínu sem þjóðarleiðtogi 2012-2017 til liðs við sig bandamann sinn, Wang Qishan, og hóf um- fangsmikla baráttuherferð gegn spillingu. Xi lagði til að markaðslögmálin fengju stærra hlut- verk við að ákvarða forgangsröð í notkun mannafls og auðlinda og þannig yrði komið í veg fyrir þá brenglun sem tvíþætta nálgunin í umbótunum hafði valdið, hann beitti sér líka fyrir öflugri reglum gegn mengun þar sem gætt yrði jafnvægis milli hávaxtar og „græns vaxtar“. Samtímis því sem efnahagsleg áhrif Kína aukast munu þau einnig aukast á sviði hnatt- rænna ákvarðana. Á 19. landsfundi komm- únistaflokksins í október var Xi endurkjörinn til annars fimm ára valdaskeiðs og varð aug- ljóslega langöflugasti leiðtogi ríkisins. Hann fær nú það hlutverk að ljúka umskiptum Kína í átt til kraftmikils opins markaðskerfis og leggja fram sinn skerf til alþjóðlegs friðar og þróunar. Þjóðin mun áfram vinna að áætlunum sem miða að því að útrýma fátækt og hungri, ekki eingöngu innan eigin landamæra heldur í heim- inum öllum. Í stað þess að endurtaka aðferðir vestrænna ríkja sem hafa þröngvað eigin gild- um og hugmyndafræði upp á þróunarríki og gert þau að skilyrðum fyrir mannúðaraðstoð mun Kína halda áfram að bjóða þróunarríkjum aðstoð, viðskipti og fjárfestingartækifæri en hylla regluna um að hafa ekki afskipti af innan- ríkismálum þeirra. Frá því seint á áttunda áratugnum hefur Kínverjum tekist að laða fram kraftmikinn hag- vöxt með því að sameina öfluga forystu og áherslu á raunhæfa stefnu, pragmatisma. Með því að tryggja sem fyrr framsýni og opið hugar- far verður Kína í aðstöðu til að gegna á ný sögu- legu hlutverki sínu sem fremsta ríki heims. © Justin Yifu Lin. Á vegum The New York Times Syndicate. Agence France-Presse — Getty Images Andy Wong/Agence France-Presse — Getty Images Lam Yik Fei fyrir The New York Times Xi Jinping Kínaforseti var endurkjörinn til fimm ára á 19. landsfundi Kommúnistaflokksins og hann hefur því tryggt stöðu sína sem voldugasti leiðtogi landsins síðustu áratugi. JUSTIN YIFU LIN er yfirmaður Miðstöðvar nýrrar langtímahagfræði, kennir við Stofnun suðrænna ríkja um samstarf og þróun og gegnir heiðursstöðu kennara við Þjóð- arskóla þróunar við Peking-háskóla. Hann var áður aðstoðarforstjóri og aðalhagfræðingur Alþjóða- bankans. Í stað þess að endurtaka aðferðir vestrænna ríkja sem hafa þröngvað eigin gildum og hugmyndafræði upp á þróunarríki og gert þau að skilyrðum fyrir mannúðaraðstoð mun Kína halda áfram að bjóða þróunarríkjum aðstoð, við- skipti og fjárfestingartækifæri en hylla regluna um að hafa ekki afskipti af innanríkismálum þeirra. KÍNA HEFUR FAGNAÐ HNATTVÆÐINGU OG VILL VERÐA FORDÆMI FYRIR NÝMARKAÐSRÍKIN ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Um leið og vestrið hörfar rís Kína Verkamenn við Tjisji-brúna í Húnan. Kínverskt efnahagslíf hefur vaxið á undanförnum áratugum og 700 milljónir manna hafist úr fátækt og örbirgð. Xi Jinping, forseti Kína, við hátíðlega athöfn í Peking. Hugsun Xis var fest í stjórnarskrá í október þegar kommúnistaflokkur- inn samþykkti að hann skyldi sitja í embætti annað tímabil. Treysti hann þar með tök sín um valdataumana. Götumálverk af merki kínverska kommúnista- flokksins. Kínverjar hafa ýtt undir hnatt- væðingu á sama tíma og önnur lönd hafa horfið frá slíkri stefnu. Kína gæti því gengið inn í hlutverk verndara fyrirkomulags alþjóða- viðskipta í heiminum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.