Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
Margt gengur Bandaríkjunum í haginn.
Annað árið í röð hækka tekjur í öllum tekju-
hópum. Meðalaldur þeirra sem eru á vinnu-
markaði er tiltölulega lágur, fólk leggur hart að
sér og framleiðni er mikil. Bandarískir háskólar
og aðrar rannsóknastofnanir eru öflugar á svið-
um á borð við efnisvísindi, hugbúnaðarþróun,
örtækni, líftækni, erfðavísindi og mörgum öðr-
um, sem eru mikilvæg fyrir hagvöxt framtíðar
og hátt atvinnustig. Sjálfstæði okkar í orku-
málum fer áfram vaxandi og við notum hreinni
orku en áður. Framfarir hafa orðið í að hlaða
niður sólar- og vindorku og báðir þessir orku-
gjafar eru að miklu leyti óbeislaðir.
Við okkur blasir líka vandi í efnahagsmálum:
mikil misskipting er í tekjum og auði; atvinnu-
þátttaka fullorðinna manna án háskólagráðu er
lítil, sérstaklega hjá hvítum körlum; afgerandi
munur er á vexti velmegandi borga og útborga
og strjálbýlla sýslna með litlum bæjum; gap-
andi misbrestur hefur orðið á uppbyggingu inn-
viða landsins, allt frá ófullnægjandi vegum og
brúm til ryðgaðra og hættulegra vatnsleiðslna,
rafveitukerfis sem hefur ekki bolmagn til að
flytja orku frá stöðum þar sem ódýrast og
hreinlegast er að framleiða hana þangað sem
þörfin mest og skortsins á hagstæðu, hraðvirku
breiðbandsneti á svæðum, sem brýn þörf er að
verði með í efnahagslífi þjóðarinnar.
Það eru einnig áskoranir í mannauðsmálum.
Í skólakerfi okkar sem er með tólf ára skóla-
skyldu eru einhverjir bestu skólar heims, en
erfiðlega hefur gengist að yfirfæra ágæti þeirra
og kosti yfir á skóla í öðrum umdæmum og ríkj-
um þar sem skilyrði geta verið mjög frábrugð-
in. Æðra menntakerfi okkar er enn það besta í
heimi, en kostnaður og skuldir stúdenta eru al-
varlegt vandamál. Umbætur í heilbrigðiskerf-
inu hafa fært milljónum manna hagstæða
gæðasjúkratryggingu í fyrsta skipti, en við höf-
um sóað of miklum tíma í tilraunir til að þurrka
þær framfarir út í stað þess að laga vanda-
málin, sem enn eru til staðar, og undirbúa okk-
ur undir það að þjóðin eldist. Framtíð innflytj-
enda án leyfis – þar á meðal er ungt fólk undir
18 ára aldri og milljónir vinnusamra manna,
sem borga skatta – er óviss þótt ljóst sé að ekki
mun fjölga á vinnumarkaði án þeirra. Fæðing-
artíðni í Bandaríkjunum er varla nóg til að
halda í horfinu. Frá Charleston til Charlottes-
ville erum við minnt á kynþáttagjána. Hún er
bölvun og það gæti haft hræðilegar afleiðingar
að endurvekja hana. Og ópíóðaneyðin og af-
sprengi hennar, heróín og fentanýl, eru að
drepa og örkumla sláandi fjölda Bandaríkja-
manna. Í nokkur ár höfum við vitað að þetta
væri gríðarlegt heilbrigðisvandamál, en þó höf-
um við nánast hvergi bolmagn eða skipulag til
að snúa þróuninni við.
Loks blasa við erfið og alvarleg verkefni í ör-
yggismálum, allt frá útbreiðslu kjarnorkuvopna
til hryðjuverka, loftslagsbreytinga og net-
öryggis. Síðasti þátturinn gæti orðið erfiðastur
viðureignar þar sem hann setur í hættu öll þau
kerfi, sem við þurfum til að taka á hinum vanda-
málunum og lýðræðið að auki.
Þrátt fyrir almenna framþróun í efnahags-
málum eftir hrunið 2008 hafa allar þessar
áskoranir átt þátt í því að dregið hefur úr efna-
hagslegum hreyfanleika, pólitísk og félagsleg
útilokun hefur farið vaxandi og milljónir sam-
borgara okkar búa við meira óöryggi en áður.
Þessi öfl hafa aukið klofninginn meðal okkar og
gert jafnvel enn erfiðara að endurheimta tilfinn-
ingu okkar fyrir sameiginlegum tilgangi.
Góðu fréttirnar eru að kröftug tilraun til að
taka á vandamálum okkar með þekktum að-
gerðum með viðráðanlegum kostnaði myndi
efla efnahagslíf okkar og byggðir landsins með
hærri tekjum, auknum hreyfanleika upp á við í
samfélaginu og auknu öryggi. Margar borgir og
fjöldi ríkja sanna það daglega.
En sem þjóð erum við á gjörólíkri leið. Allt of
oft á það við að ættbálkahyggja byggð á kyn-
þætti, trú, afstöðu til kynferðismála og fæðing-
arstað hafi tekið við af þjóðahyggju grundvall-
aðri á þeirri hugmynd að hægt sé að vera
stoltur af sínum ættbálki og taka samt fjöl-
breyttu bandarísku samfélagi opnum örmum.
Of oft verður gremjan skynseminni yfirsterkari,
blindar reiðin okkur fyrir svörunum og er sá
skinheilagi talinn ærlegur. Þessar tilhneigingar
magnast í heimi Snapchat, Twitter og Facebook
þar sem mál tekin fyrir í sjónvarpsfréttum
halda aðeins athygli í nokkrar sekúndur og af-
koma dagblaða veltur á því hvort netverjar end-
urtísta fyrirsögnum af síðum vefmiðla þeirra.
Of margar félagsvefsíður eru gróðrarstía öfga-
fullra erlendra og innlendra innrásarmanna.
Þessar staðföstu tilraunir til að þurrka út mörk
staðreynda og tilbúnings, sannleika og lyga,
geta yfirskyggt alla kosti okkar tengda heims.
Þegar traust hverfur og þekking er gengisfelld
sem vörn kerfisins til að koma í veg fyrir breyt-
ingar getur allt gerst. Nú þegar sjáum við að
borgarar eru milljónum saman sviptir kosn-
ingarétti á grundvelli kynþáttar og uppruna,
ekki vegna þess að ættu ekki að fá að kjósa,
heldur af því að vilja vera þjóðernissinnar sem
opna faðminn, frekar en að fara inn í ættbálk-
inn.
Hver ber sigur úr býtum við þessar að-
stæður? Þeir sem þegar hafa komið ár sinni fyr-
ir borð munu auðgast meira; óábyrgustu raddir
fjölmiðla, sem fjalla um stjórnmál, munu dafna
á því að fjalla um hverja nýja deilu og hneyksli.
Og óvinir lýðræðis, sem ala á óeiningu og þeirri
von að Bandaríkjamenn gangist loks við því að
upplýst ríkisvald virkar ekki lengur – og er jafn-
vel ekki mögulegt lengur – í heimi nútímans.
Fyrir tuttugu og fimm árum þegar ég var
kosinn forseti sagði ég að hver og einn Banda-
ríkjamaður ætti að fylgja skipun höfunda
stjórnarskrárinnar um að gera ríkjasambandið
fullkomnara, að þenja stöðugt út skilgrein-
inguna á orðinu „við“ og láta skilgreininguna á
„þeir“ skreppa saman. Ég er enn þessarar
skoðunar. Fyrir vikið er ég hlynntur stefnu,
sem ýtir undir samstarf frekar en ágreining og
stuðlar að byggja upp efnahag, samfélag og
stjórnmál sem snúast um að leggja saman, ekki
draga frá, margföldun, ekki deilingu. Því miður
virðast of margir valdhafar víða um heim stað-
ráðnir í að gera hið gagnstæða. Ef við gerum
það hér munum við glutra niður þessu tækifæri
til að uppskera okkar björtustu daga. Því er
okkar mikilvægasta áskorun að ákveða hverjir
við Bandaríkjamenn erum í raun – sem borg-
arar, samfélög og þjóð. Allt annað veltur á
því.
© Bill Clinton. Á vegum The
New York Times Syndicate.
Edu Bayer fyrir The New York Times
Bandaríkin þurfa að finna
sameiginlegan tilgang
Ættbálkahyggja byggð á kynþætti, trú og afstöðu til kynferðismála hefur tekið við af þjóðahyggju með opinn faðm.
BILL CLINTON
var 42. forseti Bandaríkjanna.
Fyrir vikið er ég hlynntur stefnu sem ýtir
undir samstarf frekar en ágreining og
stuðlar að því að byggja upp efnahag,
samfélag og stjórnmál sem snúast um að leggja
saman, ekki draga frá, margföldun, ekki deilingu.
TRUMP FORSETI GEFUR ÚT FERÐABANN TIL AÐ ÚTILOKA RÍKISBORGARA ÁTTA RÍKJA FRÁ BANDARÍKJUNUM
’’
TU
RN
ING POINTS | TÍM
A
M
Ó
T
|
2018
|TURNINGPOIN
TS
|T
ÍM
A
M
Ó
T
|
20
18
|
Í ágúst mótmæltu hvítir þjóðernis-
sinnar því að fjarlægja átti styttu af
Robert E. Lee í Charlottesville í
Virginíu. Þeim lenti saman við
mótmælendur, sem söfnuðust
saman gegn þeim, og lét kona lífið.
Átökin undirstrikuðu djúpar gjár í
bandarísku samfélagi.