Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 24

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Sagt er að þegar Barack Obama og Donald Trump ræddu saman í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu skömmu eftir kosningarnar 2016 hafi Obama tjáð Trump að Norður-Kórea yrði hættulegasta ógnin við öryggi Bandaríkjanna sem hann myndi þurfa að fást við sem forseti. Eftir heilt ár af ögrandi eldflaugatilraunum, harkalegum ummælum og glæfrastefnu er ljóst að viðvörun Obama hefur reynst eiga við rök að styðjast. Taugaóstyrkurinn nálgaðist felmtur þegar áætlanir N-Kóreu með kjarnorkuvopn og lang- drægar eldflaugar sýndu mun hraðari þróun en sérfræðingar höfðu búist við. Þáttaskil urðu þegar stjórnvöld í Pjongjang skutu upp lang- drægri eldflaug sem gat ekki aðeins náð til Guam og Hawaii heldur einnig meginlandi Bandaríkjanna. Að auki sprengdu N-Kóreu- menn öflugustu kjarnasprengju sína fram til þessa og stjórn þeirra fullyrti að hana mætti setja á eina af langdrægu flaugunum. Í stað þess að kynna skýra langtímastefnu hefur Trump forseti stokkið frá einni nálgun- inni til annarrar og varla beðið nógu lengi til að mikilvægir bandamenn eins og Suður-Kóreu- menn og Japanar gætu náð andanum á milli. Hann sneri sér að Kínverjum til að fá þá til að halda aftur af N-Kóreu, margreyndri stefnu sem hefur eins og búast mátti við ekki borið ár- angur. Hann lét í ljós áhuga á beinum við- ræðum við leiðtoga N-Kóreu, Kim Jong-un, sagði að það yrði sér ,,heiður“ að hitta hann. Síðan ákvað Trump að viðræður væru „ekki lausnin“ jafnvel þótt æðstu ráðgjafar hans segðust vera jákvæðir gagnvart því að reyna að semja. Samtímis þessu öllu hefur hann sakað leiðtoga S-Kóreu um friðþægingarstefnu og rætt um að segja upp aðild Bandaríkjanna að fríverslunarsamningi við land þeirra. Í raun hefur varla örlað á samkvæmni í stefnu Trumps gagnvart N-Kóreu að því undanskildu að hann hefur margsinnis sakað forvera sína í embætti um að eiga sök á vand- anum. Og um leið og hann sakar George W. Bush og Obama um að hafa ekki gert nóg bein- ist mikið af gremju hans að tilraunum Clinton- stjórnarinnar til að semja um málið en ég tók þátt í þeim þegar ég var sendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum og einnig sem utanríkisráðherra. Clinton stóð, eins og Trump, frammi fyrir herskárri stefnu N-Kóreu snemma á forseta- ferli sínum. Árið 1993 hótaði N-Kórea að segja sig frá samningnum um bann við frekari út- breiðslu kjarnavopna, einnig að fjarlægja elds- neytisstangirnar úr kjarnaofni sínum og vinna úr þeim plúton sem nota má í kjarnasprengjur – nóg til að búa til allt að sex sprengjur. Þetta olli alvarlegri deilu milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Við einbeittum okkur að því að koma í veg fyrir að N-Kórea gæti smíðað kjarnasprengju svo að við þrýstum á SÞ en íhuguðum líka aðrar leiðir sem við gætum farið, allt upp í að gera hernaðarárás á kjarnaofn þeirra. Til allrar hamingju tókst með viðræðum að koma í veg fyrir vopnuð átök. Við áttum náið samráð við bandamenn okkar og lögðum þunga áherslu á að fá N-Kóreu til að samþykkja rammalausn, AF. Í henni var kveðið á um að N- Kórea skyldi loka kjarnaofni sínum, innsigla 8.000 eldsneytisstangir með endurunnu plútoni og stöðva framleiðslu í stöðvum fyrir plúton- vinnslu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, skyldi annast eftirlit með aðgerðunum. Í staðinn samþykktu Bandaríkin og bandamenn þeirra að aðstoða N-Kóreu við að fást við brýn- an vanda vegna eldsneytisskorts og borga fyrir vinnu við að reisa tvö kjarnorkuver til hefð- bundinnar orkuframleiðslu. AF var ekki gallalaust samkomulag og hvor- ugur aðilinn stóð að öllu leyti við það. En með því var bundinn endi á bráðahættuna og það hindraði N-Kóreu í að ná markmiði sínu um að geta smíðað tugi kjarnasprengna. Ef samning- urinn hefði ekki verið til staðar er það mat sér- fræðinga að N-Kórea hefði ráðið yfir 50-100 kjarnasprengjum um það leyti sem ríkisstjórn Bush tók við völdum. Þess í stað áttu þeir enga, að því er okkur sýnist. Fram til þessa er ég æðsti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur N-Kóreu. Við Kim Jong-il, faðir núverandi leiðtoga, áttum umfangsmiklar við- ræður í tvo daga og í þeim virtist hann reiðubú- inn að sætta sig við róttækari hömlur á eld- flaugaáætlun sína en við höfðum gert ráð fyrir. Þegar stjórn Bush tók við hafnaði hún því að halda áfram viðræðum og tók upp harkalegri stefnu. Árið 2003 var AF-samningurinn úr sög- unni. Þegar kom fram á árið 2006 var N-Kórea búin að gera sína fyrstu kjarnorkuvopnatilraun. Þegar ég hætti í embætti áleit ég að atburða- rásin á Kóreuskaga gæti orðið með ýmsum hætti. Því miður hefur hún, eftir margar svipt- ingar, endað á því að hringnum er lokað, við er- um komin aftur á upphafsreit. Stjórn Trumps fæst nú við þá ógnvekjandi stöðu sem Clinton hafði óttast: Norður-Kórea ræður nú yfir nægi- lega mörgum kjarnasprengjum til að ógna grannríkjum sínum – og Bandaríkjunum – og fælingarmætti sem stöðvar árás á landið. Ljóst er að ef auðvelt væri að leysa þennan vanda hefði hann verið leystur fyrir löngu. Grundvallarvandamálið er að leiðtogar N- Kóreu álíta að þeir verði að eiga kjarnorkuvopn til að tryggja að þeir lifi sjálfir af. Þeim dugar að rifja upp örlög Saddams Husseins og Muammars Gaddafis til að staðfesta trú sína. En þrátt fyrir það er vænlegasta leiðin til að koma á stöðugleika ekki mjög frábrugðin þeirri sem stjórn Clintons fetaði. Stefna Bandaríkj- anna gagnvart N-Kóreu ætti að vera diplómat- ískur þrýstingur, aukin hernaðarleg fælingar- geta, náið samráð við S-Kóreu og Japan og vilji til að taka þátt í beinum viðræðum, ekki til að verðlauna stjórnina í Pjongjang heldur til þess að gera það sem nauðsynlegt er til að verja okk- ar eigið öryggi. Stefna Bandaríkjanna hefur of lengi verið ár- angurslaus leit að snjallri, einfaldri lausn á vandanum vegna kjarnorkuáætlunar N-Kóreu. Menn hafa vonað að stjórnin í Pjongjang félli eða þá að Kínverjar þvinguðu hana til að gefast upp. Niðurstaðan hefur orðið afturför, árangr- inum sem hafði náðst hefur verið fórnað án þess að eitthvað nýtt kæmi í staðinn. Tími er kominn á raunhæfari og betur hugsaða nálgun – nálgun sem felur í sér að allar diplómatískar leiðir eru kannaðar til fulls, verndar borgara okkar og steypir ekki heiminum út í ónauðsynlegt stríð. © Madeleine Albright. Á vegum The New York Times Syndicate. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fylgist með þegar langdrægri kjarn- orkuflaug af gerðinni Hwasong-12 er skotið á loft frá ótilgreindum stað. Eftir því sem Kim bætir í kjarnorkuvopna- búrið eykst óróleiki umheimsins. Agence France-Presse — Getty Images Að kljást við N-Kóreu er hættulegt og flókið og þaulhugsaða áætlun þarf til að tryggja öryggi í kjarnorkumálum fyrir heiminn. MADELEINE ALBRIGHT var sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ 1993-1997 og utanríkisráðherra 1997-2001. Stefna Bandaríkjanna hefur of lengi verið árangurslaus leit að snjallri, einfaldri lausn á vandanum vegna kjarnorkuáætlunar N-Kóreu. NORÐUR-KÓREUMENN GERA TILRAUNIR MEÐ HÁÞRÓAÐAR LANGDRÆGAR ELDFLAUGAR ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Til að verjast N-Kóreu þarf að ráðgast við fortíðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.