Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI
Þjóðin var slegin óhug þegar fréttir bárust af því að ung stúlka, Birna
Brjánsdóttir, hefði ekki skilað sér heim úr miðbæ Reykjavíkur 15.
janúar. Allt tiltækt lið var fengið til þess að sinna einhverri umfangs-
mestu leit í sögu landsins (já mynd til hægri). Lík hennar fannst að
lokum 23. janúar rétt vestur af Selvogsvita. Var þá þegar orðið ljóst
að um sakamál væri að ræða.
Efnt var til minningargöngu um Birnu laugardaginn 28. janúar og
er áætlað að rúmlega 10.000 manns hafi gengið upp Laugaveg og
að Arnarhóli, þar sem mínútuþögn var haldin í minningu Birnu.
Lögðu þátttakendur í göngunni blóm við þann stað á Laugavegi þar
sem síðast sást til Birnu í eftirlitsmyndavélum, auk þess sem kveikt
var á kertum á Arnarhóli.
Voru þrír sjómenn af grænlenska togaranum Polar Nanoq hand-
teknir vegna gruns um aðild að morði Birnu og voru tveir þeirra úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald. Fljótlega beindust böndin að öðrum
þeirra, Thomas Möller Olsen, og var hann ákærður fyrir morðið á
Birnu og fíkniefnasmygl. Hlaut hann 19 ára dóm í Héraðsdómi
Reykjaness fyrir þau brot í lok septembermánaðar. Er um að ræða
einn þyngsta dóm í sögu lýðveldisins.
Morgunblaðið/Eggert
Harmleikur sem
skók þjóðina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu hinn 26. febrúar við það að fallið hafði 51 sentímetri af
snjó um nóttina. Var þetta mesta snjódýpt sem sést hafði þar í febrúarmánuði, en gamla met-
ið var 48 sentímetrar árið 1952. Olli snjórinn ýmsum vandræðum, sér í lagi fyrir akandi veg-
farendur, en aðrir sáu tækifæri í þessu og brugðu á leik í mjöllinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Snjódýptin aldrei meiri í febrúar
Svala Björgvinsdóttir söngkona varð hlutskörpust í undankeppni Ríkisútvarpsins fyrir
söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, og hlaut hún því farseðilinn til Kænu-
garðs sem þar var í boði. Framlag Svölu, Paper, þótti líklegt til árangurs hjá sumum
Eurovision-spekúlöntum, en þegar til kastanna kom náði hún ekki í aðalkeppnina.
Morgunblaðið/Eggert
Hrærð Svala til Kænugarðs