Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 29

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 29
Stríður straumur ferðamanna kom til landsins á árinu sem er að líða og mátti sjá þá njóta ís- lenskrar náttúru víða. Þessir ferðamenn nutu sín til að mynda við Gljúfurárfoss, sem einnig er þekktur sem Gljúfrabúi. Fossinn, sem er í nágrenni Seljalandsfoss, er um 40 metra hár og fellur ofan í djúpa gjá eins og nafnið gefur til kynna. Hægt er sjá hann í allri sinni dýrð með því að vaða inn í gljúfrið eða klífa hamravegginn en það kann að reynast lofthræddum ofraun. Morgunblaðið/RAX Gljúfrabúi í allri sinni dýrð MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 29 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú tóku á móti fimm sýrlensk- um fjölskyldum í lok janúar á Bessastöðum. Þrátt fyrir langt ferðalag leyndi gleðin sér ekki hjá þessum unga dreng og fjölskyldu hans. Benti skoðanakönnun á vegum MMR í febrúar til þess að tæpt 31% teldi að of fáum flóttamönnum væri veitt hæli hér á landi, en um 24% töldu fjöldann of mikinn. Morgunblaðið/Eggert Tekið á móti flóttamönnum Hinn 23. júní mátti sjá tignarlega sjón þegar sex herskip og einn kafbátur sigldu saman frá Faxaflóa og inn Hvalfjörðinn, með varð- skipið Tý í broddi fylkingar. Var þess þá minnst að 75 ár voru liðin frá því að skipalest bandamanna til Sovétríkjanna, PQ17, var grandað af kafbátum og herskipum Þjóð- verja í seinni heimsstyrjöld undan Noregsströndum, en skipalestin lét úr höfn í Hvalfirði sumarið 1942. 153 manns fórust með skipunum og aðeins ellefu af þeim 35 skipum sem lögðu af stað í ferðina náðu til áfangastaðar síns í Sovétríkjunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Siglt inn Hvalfjörðinn Bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði í Garðabæ í lok maí, og varð áhrifa verslunarinnar þegar vart meðal íslenskra neytenda, sem streymdu þar inn og leituðu sér að kjarakaupum sem aldrei fyrr. Ein af vinsælustu vörunum fyrsta kastið var tveggja metra hár leikfanga- bangsi sem hreinlega rauk út úr hillunum. Athyglin virðist þó ekki hafa verið öllum bangs- anna um geð og þessi „örmagna“ bangsi lítur helst út fyrir að vera að reyna að fá sér smá hænublund áður en fleiri viðskiptavinir koma í heimsókn. Morgunblaðið/Ófeigur Bandarískur verslunarrisi hélt innreið sína á markað Þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, náðu saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í upphafi ársins 2016 eftir eina lengstu stjórnarkreppu í manna minnum. Hin nýja ríkisstjórn hafði einungis eins manns meirihluta og var því ljóst að hennar gætu beðið erfiðir lífdagar. Bjartsýnin réð þó ríkjum þegar formennirnir þrír undirrituðu stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni í Kópavogi hinn 10. janúar og kynntu hann fjölmiðlum. Morgunblaðið/Eggert Stjórnarsáttmáli kynntur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.