Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 33
Lögregla forðar barni úr íranska þinghús- inu í Teheran. Vopnaðir menn og menn gyrtir sprengjum gerðu samtímis árás á þinghúsið og við gröf Ruhollahs Khomeinis erkiklerks, stofnanda íslamska lýðveldisins, 7. júní. Sjö létust og 50 særðust í árás- unum. Vitað er um sex árásarmenn og voru þeir allir vegnir. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð á tilræðinu. Öfgahreyfingin tilheyrir armi súnní-múslima og var þetta í fyrsta skipti, sem hún lét til skarar skríða í landi þar sem sítar eru í meirihluta. Tólf dögum síðar gerðu Íranar nokkrar flugskeytaárásir, sem beint var gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Omid Vahabzadeh/Agence France-Presse — Getty Images Hryllingur í Teheran Damon Winter/The New York Times Kvenna- ganga víða um heim 21 milljón manna víða um heim, allt frá Japan til Sim- babve, tók þátt í göngum sem blaðamenn New York Times kölluðu „nokkurs konar andembættistöku“ daginn eftir að Donald Trump var svarinn í embætti Bandaríkjaforseta. Á mynd- inni heldur mótmælandi á lofti baráttumerki kvenna við Washington-minnisvarðann í Washington. Margir mót- mælendanna höfðu vonað að þeir myndu fagna emb- ættistöku fyrstu konunnar á stóli forseta. Þess í stað lýstu þeir yfir stuðningi við allt frá umhverfismálum til umbóta í málefnum innflytj- enda. Margir báru bleika hatta, sem urðu að tákni göngunnar. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 33 Johan Ordonez/Agence France-Presse Getty Images Hiti í mótmælum í Hondúras Til blóðsúthellinga kom í mótmælum eftir harðvítuga kosningabaráttu milli Juan Orlando Hernández, forseta Hondúras, og Salvadors Nasralla, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Að minnsta kosti tugur óbreyttra borgara særðist og ein kona lét lífið í átökum í höfuðborginni, Tegucigalpa, eftir kosningarnar 26. nóvember. Niðurstaðan var sú að Hernández héldi völd- um þrátt fyrir kröfur stjórnarandstöðunnar um endurtalningu. Í kjölfarið setti stjórnin út- göngubann um land allt. Hernández settist í stól forseta eftir að Manuel Zelaya, fyrrverandi forseta, var steypt í valdaráni hersins 2009. Brotnar rúður sýna vígið þar sem leyniskytta hreiðraði um sig þegar hún lét skotum rigna yfir gesti á útitónleikum í Las Vegas 1. október. 58 manns létu lífið og mörg hundruð særðust í mannskæðustu skotárás í seinni tíma sögu Bandaríkjanna. Stephen Paddock skaut á mann- fjöldann, sem kominn var saman fyrir neðan herbergi hans á Mandalay Bay-hótelinu og -spila- vítinu. Paddock var milljónamæringur samkvæmt fréttum. Hann var 64 ára gamall. Hann fyrirfór sér eftir árásina. Ekki er vitað hvers vegna hann framdi fjöldamorðið. Lögregla fann 23 byssur í herbergi hans auk hamars sem hann notað til að brjóta glugga hótelherbergisins. Eric Thayer/The New York Times Fjöldamorð í Las Vegas José A. Rivera, bóndi í Yabucoa á suðausturströnd Púertó Ríkó, missti 14 þús- und mjölbananatré þegar fellibylurinn María skall á eynni 20. október. Talið er að tjónið af völdum fellibylsins fyrir landbúnað á Púertó Ríkó hafi verið 211 milljarðar króna, samkvæmt tölum bandaríska landbúnaðar- ráðuneytisins. Fellibylja- tímabilið var einstaklega slæmt í ár og varð víða mikið tjón, allt frá Dominíku til Gvadeloupe og Jómfrúar- eyja. María var annar fimmta stigs fellibylurinn á árinu.Victor J. Blue/The New York Times Eyðilegg- ing í Karí- bahafinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.