Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 33
Lögregla forðar barni úr íranska þinghús- inu í Teheran. Vopnaðir menn og menn gyrtir sprengjum gerðu samtímis árás á þinghúsið og við gröf Ruhollahs Khomeinis erkiklerks, stofnanda íslamska lýðveldisins, 7. júní. Sjö létust og 50 særðust í árás- unum. Vitað er um sex árásarmenn og voru þeir allir vegnir. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð á tilræðinu. Öfgahreyfingin tilheyrir armi súnní-múslima og var þetta í fyrsta skipti, sem hún lét til skarar skríða í landi þar sem sítar eru í meirihluta. Tólf dögum síðar gerðu Íranar nokkrar flugskeytaárásir, sem beint var gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Omid Vahabzadeh/Agence France-Presse — Getty Images Hryllingur í Teheran Damon Winter/The New York Times Kvenna- ganga víða um heim 21 milljón manna víða um heim, allt frá Japan til Sim- babve, tók þátt í göngum sem blaðamenn New York Times kölluðu „nokkurs konar andembættistöku“ daginn eftir að Donald Trump var svarinn í embætti Bandaríkjaforseta. Á mynd- inni heldur mótmælandi á lofti baráttumerki kvenna við Washington-minnisvarðann í Washington. Margir mót- mælendanna höfðu vonað að þeir myndu fagna emb- ættistöku fyrstu konunnar á stóli forseta. Þess í stað lýstu þeir yfir stuðningi við allt frá umhverfismálum til umbóta í málefnum innflytj- enda. Margir báru bleika hatta, sem urðu að tákni göngunnar. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 33 Johan Ordonez/Agence France-Presse Getty Images Hiti í mótmælum í Hondúras Til blóðsúthellinga kom í mótmælum eftir harðvítuga kosningabaráttu milli Juan Orlando Hernández, forseta Hondúras, og Salvadors Nasralla, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Að minnsta kosti tugur óbreyttra borgara særðist og ein kona lét lífið í átökum í höfuðborginni, Tegucigalpa, eftir kosningarnar 26. nóvember. Niðurstaðan var sú að Hernández héldi völd- um þrátt fyrir kröfur stjórnarandstöðunnar um endurtalningu. Í kjölfarið setti stjórnin út- göngubann um land allt. Hernández settist í stól forseta eftir að Manuel Zelaya, fyrrverandi forseta, var steypt í valdaráni hersins 2009. Brotnar rúður sýna vígið þar sem leyniskytta hreiðraði um sig þegar hún lét skotum rigna yfir gesti á útitónleikum í Las Vegas 1. október. 58 manns létu lífið og mörg hundruð særðust í mannskæðustu skotárás í seinni tíma sögu Bandaríkjanna. Stephen Paddock skaut á mann- fjöldann, sem kominn var saman fyrir neðan herbergi hans á Mandalay Bay-hótelinu og -spila- vítinu. Paddock var milljónamæringur samkvæmt fréttum. Hann var 64 ára gamall. Hann fyrirfór sér eftir árásina. Ekki er vitað hvers vegna hann framdi fjöldamorðið. Lögregla fann 23 byssur í herbergi hans auk hamars sem hann notað til að brjóta glugga hótelherbergisins. Eric Thayer/The New York Times Fjöldamorð í Las Vegas José A. Rivera, bóndi í Yabucoa á suðausturströnd Púertó Ríkó, missti 14 þús- und mjölbananatré þegar fellibylurinn María skall á eynni 20. október. Talið er að tjónið af völdum fellibylsins fyrir landbúnað á Púertó Ríkó hafi verið 211 milljarðar króna, samkvæmt tölum bandaríska landbúnaðar- ráðuneytisins. Fellibylja- tímabilið var einstaklega slæmt í ár og varð víða mikið tjón, allt frá Dominíku til Gvadeloupe og Jómfrúar- eyja. María var annar fimmta stigs fellibylurinn á árinu.Victor J. Blue/The New York Times Eyðilegg- ing í Karí- bahafinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.