Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Í óstaðfestum minnisblöðum sem breskur njósnari á eftirlaunum setti saman var því haldið fram að Kremlverjar byggju yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump. Þetta ýtti undir áhyggjur af sambandi forsetans við rússnesk stjórnvöld. Grunur vaknaði um að Rússar hefðu haft afskipti af bandarískum stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar þegar njósnastofnanir í Bandaríkjunum bendluðu Kreml við innbrot í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins. Dómsmálaráðuneytið og þingið hófu rannsóknir á þessum ásökunum. Í haust voru lagðar fram kærur á hendur tveimur fyrrverandi ráðgjöfum Trumps og tveir aðrir játuðu brot og gengu til samstarfs við rannsakendur. Janúar Rússatengsl setja Trump í vanda GABLE/The Globe and Mail – Toronto í Kanada Þing Evrópusambandsins lét tilhneiginguna til verndarhyggju, sem hefur farið um Bandaríkin og Bretland, ekki á sig fá og samþykkti víðtækan viðskiptasátt- mála milli Kanada og ESB í febrúar. Sáttmálanum, sem var staðfestur 15. febr- úar, er ætlað að binda enda á 98% tolla og gjalda á útflutningsvörur. Sáttmálinn tók gildi 21. september, en áhrifa hans mun ekki gæta að fullu fyrr en þjóðþing allra aðildarríkja ESB hafa samþykkt hann. Febrúar Kanada og ESB staðfesta viðskiptasáttmála PISMETROVIC/Kleine Zeitung – Graz í Austurríki Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, sneri aftur heim til sín 24. mars eftir sex ár í fangelsi. Mubarak, sem var við völd í næstum þrjá áratugi, fór af Maadi-hersjúkrahúsinu í Kaíró eftir að æðsti áfrýjunardómstóll landsins sýkn- aði hann af ábyrgð á dauða 239 manna fyrir hendi lögreglu í arabíska vorinu í janúar 2011. Mubarak er 88 ára gamall og hefur verið borinn margvíslegum sökum, þar á meðal fyrir spillingu og mannréttindabrot frá því að stjórn hans féll 2011. Flest hafa málin gegn honum runnið út í sandinn, en ekki er þó útséð um að hann haldi frelsinu. Daginn áður en hann var látinn laus tók dómstóll í Kaíró spillingarmál á hendur honum upp að nýju. Mars Mubarak endurheimtir frelsi sitt BLEIBEL/Daily Star – Beirút í Líbanon Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fékk verulega aukin völd þegar kjós- endur samþykktu 18 stjórnarskárbreytingar í þjóðaratkvæði 16. apríl. Í þeim var staða forsætisráðherra felld niður og framkvæmdavaldið sett í hendur forset- anum. Evrópuráðið og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu lýstu yfir áhyggj- um vegna frétta um að kosningarnar hefðu ekki farið vel fram og fordæmdu kúgunartilburði Erdogans í kosningabaráttunni. Stjórnarandstæðingar sögðust ætla að kæra úrslitin – 51,3% samþykktu breytingarnar – fyrir mannréttinda- dómstól Evrópu. Apríl Erdogan styrkir stöðu sína með sigri í þjóðaratkvæði BLEIBEL/Daily Star – Beirút í Líbanon Tölvuárás 12. maí á mörg hundruð þúsund fyrirtæki, háskóla og stjórnarstofnanir víða um heim olli mikl- um glundroða. Tölvuvírusinn WannaCry breiddist út og dulkóðaði gögn á rúmlega 200 þúsund tölvu- kerfum og krafðist lausnargjalds af notendum ef þeir vildu endurheimta þau. Talið er að Rússland, Úkraína, Indland og Taívan hafi orðið verst úti. Leyniþjónustur í Bretlandi og Bandaríkjunum lýstu yfir grunsemdum um að WannaCry gæti verið upp- runninn í Norður-Kóreu. Maí HAJJAJ/Ad-Dustour – Amman í Jórdaníu Tölvuglæpur veldur uppnámi um allan heim ERLENDAR SKOPMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.