Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 45

Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 45
Eitt af síðustu verkum Óttars Proppé á stóli heilbrigðisráðherra var að skipa starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukk- una hér á landi til samræmis við gang sólar. Flokkur hans, Björt framtíð, þurrkaðist út af þingi í kosningunum. Nóvember Tekist á við tímann Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafði mikinn meðbyr í skoðanakönnunum og var fylgið um tíma kringum 30%. Flokkurinn fékk 17% fylgi í kosningunum í október, einu prósentustigi meira en í kosningunum 2016. September Vinstri græn flugu hátt MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 45 Bæjarins beztu eru einn þekktasti og elsti veitingastaður landsins og skylduviðkomu- staður fyrir ferðamenn. Í júlí var pylsuvagninn fluttur yfir Pósthússtrætið vegna fram- kvæmda. Milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis rís nú hótel. Þegar framkvæmdum lýkur verður pylsuvagninn fluttur aftur yfir götuna. Júlí Framkvæmdir í Reykjavík Hús Orkuveitunnar er svo illa farið að það myndi kosta 1,7 til 2,9 milljarða króna að gera við það. Orkuveitan kynnti í ágúst tillögur um hvað ætti að gera við húsið. Ein þeirra var að rífa það einfaldlega. Hálfan milljarð kostaði að kanna ástandið. Húsið var reist fyrir rúmum áratug og fór kostnaður fjóra milljarða fram úr áætlun. Hús Orkuveitunnar illa farið Ágúst Október Kosið enn á ný Kosið var í október eftir að stjórnin, sem mynduð var eftir kosningarnar haustið 2016, sprakk. Á einum áratug hefur verið kosið fimm sinnum til Alþingis á Íslandi. Í Réttar- ríkinu er hætt við að einhverjir verði kindarlegir endurtaki sagan sig á næsta ári. Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Flugvirkjar hjá Flugleiðum fóru í verkfall 17. desember. Mikil röskun varð þegar á flugi hjá flugfélaginu og mynduðust miklar raðir í Leifsstöð. Deilan var harðvítug og gengu ásakanir á báða bóga. 19. desember tókust samningar og brátt tókst að koma áætlunarflugi í réttar skorður. Desember Verkfall flugvirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.