Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
Sprunga í fljótandi ísbreiðu við Suðurskauts-
landið stækkaði enn og olli því að risastór ís-
jaki varð til, hann fór á rek á sjónum. Þetta er
góð myndlíking fyrir heim sem finnst hann
vera undir þrýstingi og er að búa sig undir, ja
hvað sem er – heim sem er reiðubúinn að losna
úr hlekkjum og verða frjáls. Hitastig í heim-
inum er að hækka, framtíð sannleikans er til
umræðu og hættan á kjarnorkuvopnastríði
vofir yfir. Við spurðum Hans heilagleika Dalai
Lama um það hvernig honum fyndist að við
ættum að takast á við þessa stöðu.
Við stöndum andspænis tímum mikillar
óvissu og uppnáms víða á jörðinni. Þegar rætt
er um það hvernig bæta megi heiminn er um-
hyggja fyrir öðrum mjög brýn.
Framtíð okkar er að miklu leyti í okkar eigin
höndum. Við höfum öll getu til að láta gott af
okkur leiða fyrir samfélagið. Þótt einstakling-
urinn í svo fjölmennum hópi á plánetunni geti
virst megna svo lítið til að hafa áhrif á sögu
mannkynsins er það persónulegt framlag
hvers og eins sem ákvarðar hvert samfélag
okkar mun stefna.
Hvar sem ég fer lít ég á sjálfan mig sem að-
eins einn af sjö milljörðum manna sem nú lifa.
Við deilum sameiginlegri grundvallarósk: Við
viljum öll eiga hamingjuríkt líf og það er réttur
okkar frá fæðingu. Engra formsatriða er gætt
þegar við fæðumst og ekki heldur þegar við
deyjum. Þess á milli ættum við að meðhöndla
hvert annað eins og bræður og systur vegna
þess að við eigum þetta sameiginlegt – þrá
eftir friði og sátt.
Því miður stöndum við frammi fyrir marg-
víslegum vandamálum og eigum sjálf sök á
mörgum þeirra. Hvers vegna? Vegna þess að
við látum kenndir eins og eigingirni, reiði og
ótta stýra okkur af leið.
Ein áhrifamesta aðferðin til að takast á við
svo neikvæð hugsanaferli er að rækta með sér
„ást og manngæsku“ með því að hugsa um það
sem sameinar alla sjö milljarða manna í heim-
inum. Ef við veltum fyrir okkur því sem gerir
okkur eins munu múrarnir á milli okkar lækka.
Samúð styrkir rósemd okkar og sjálfstraust,
gerir stórkostlegri mannlegri greind okkar
kleift að virka óhindrað. Samúð með öðrum er
okkur meðfædd, hún er í genunum – rann-
sóknir hafa sýnt að jafnvel fjögurra mánaða
barn finnur til hennar. Rannsóknir hafa marg-
sinnis sýnt að samúð með öðrum leiðir okkur
til góðs árangurs og lífsfyllingar. En hvers
vegna gerum við ekki meira af því að rækta
hana á fullorðinsárunum? Þegar við erum reið
er dómgreind okkar einhliða vegna þess að við
erum ófær um að taka tillit til allra atriða máls-
ins. Þegar við erum róleg getum við betur en
ella öðlast fulla yfirsýn og íhugað allar að-
stæður, hverjar sem þær eru hverju sinni.
Mannkynið er auðugt að þeirri fjölbreytni
sem eðlilega varð til vegna þess hve heimur
mannsins er stór, allt frá margbreytni tungu-
málanna og til þess hvernig við fjöllum á ólíkan
hátt um félagsleg viðmið okkar og siði. En þeg-
ar við leggjum of þunga áherslu á kynþátt,
þjóðerni, trúarbrögð, tekjur eða menntunar-
stig gleymum við öllu því sem er sameiginlegt
okkur. Við viljum þak yfir höfuðið og mat í
magann, viljum finna til öryggis og viljum að
börnin okkar geti vaxið og orðið sterk. Um leið
og við reynum að varðveita eigin menningu og
sjálfsvitund verðum við líka að muna að öll eig-
um við sameiginlegt að vera mannleg, muna að
vinna að því að halda fast við mannkærleika
okkar í garð allra.
Á síðustu öld leiddi hneigðin til að leysa
vandamál með valdi ávallt til eyðileggingar og
stöðugra átaka. Ef við viljum að þessi öld verði
tími friðar verðum við að leysa vandamál með
viðræðum og diplómatískum aðferðum. Þar
sem líf okkar er svo samtvinnað eru hagsmunir
annarra einnig okkar. Ég álít að þegar menn
tileinka sér skoðanir sem valda sundrungu
gangi þeir gegn þessum hagsmunum.
Gagnkvæmir hagsmunir okkar fela í sér
bæði kosti og hættur. Þótt við högnumst á
hnattrænum efnahag og getunni til að hafa
samskipti og geta vitað samstundis hvað sé að
gerast um allan heim fylgja því líka vandamál
sem ógna okkur öllum. Loftslagsbreytingar
eru líka og ekki síst áskorun sem hvetur okkur
til að taka sameiginlega á því að verja al-
mannahagsmuni.
Við þá sem finnst að þeir séu hjálparvana
andspænis hræðilegri þjáningu segi ég að við
lifum enn á upphafsárum 21. aldar. Við höfum
tíma til að skapa betri og hamingjusamari
heim en við getum ekki hallað okkur aftur á
bak og vænst kraftaverka. Við verðum öll að
gera okkar, fylla líf okkar merkingu og þjóna
öðrum – hjálpa öðrum alltaf þegar við getum
og leggja okkur fram við að gera þeim ekkert
mein.
Að takast á við neikvæðar kenndir og sýna
öðrum ást og manngæsku er ekki eitthvað sem
við ættum að gera í næsta lífi, með himnaríki
eða nirvana í huga, heldur ættum við að lifa
þannig lífi hér og nú. Ég er sannfærður um að
við getum orðið hamingjusamari einstaklingar,
hamingjusamari samfélög og hamingjusamara
mannkyn með því að rækta mannkærleikann í
okkur, með því að leyfa okkar betri manni að
sigra.
© Dalai Lama. Á vegum The
New York Times Syndicate.
Loftmynd af Larsen-
íshellunni á Suðurskauts-
landinu þar sem gríðarlegur
ísjaki brotnaði frá henni í júlí.
Agence France-Presse — Getty Images
Hvernig bægja á örvæntingu frá
Hvernig tökumst við á við heim sem er genginn af göflunum? Með því að muna að öll erum við mannleg.
14. DALAI LAMA, TENZIN GYATSO,
er andlegur leiðtogi Tíbeta og handhafi friðar-
verðlauna Nóbels. Frá 1959 hefur hann verið í út-
legð í Dharamsala á norðanverðu Indlandi.
Samúð með öðrum er okkur meðfædd, hún
er í genunum – rannsóknir hafa sýnt að jafn-
vel fjögurra mánaða barn finnur til hennar.
Rannsóknir hafa margsinnis sýnt að samúð með öðr-
um leiðir okkur til góðs árangurs og lífsfyllingar.
VIÐ LÁTUM KENNDIR EINS OG EIGINGIRNI, REIÐI OG ÓTTA STÝRA OKKUR AF LEIÐ
’’
TU
RN
ING POINTS | TÍM
A
M
Ó
T
|
2018
|TURNINGPOIN
TS
|T
ÍM
A
M
Ó
T
|
20
18
|