Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 51
Öld andlegra véla, árið 1999 um það sem
væri eins og samantvinnuð fyrirheit og ógn,
það er að segja gervigreind, nanó-tækni og
líftækni. Ég ræði um þrjú skeið sem fólk
fer í gegnum þegar það veltir alvarlega fyr-
ir sér getu þessara nýju tæknifyrirbæra.
Eitt skeiðið veitir okkur innblástur, við
sjáum að með þessari tækni getur orðið
mögulegt að sigrast á aldagömlum vanda-
málum eins og fátækt, sjúkdómum og stuttu
lífi. Síðan fara menn að óttast hugsanlegar
hættur sem geta fylgt þessari tækni. Að
lokum verður jafnvægið meira, menn sjá að
hætturnar eru fyrir hendi en við höfum
getu til að sigrast á þeim.
Spurning úr sal: Um leið og þessir hlutar
heimsins þróast hvernig getur tilfinn-
ingagreind okkar þá einnig þróast?
Ray Kurzweil: Við erum enn með gamla
heilann okkar sem útvegar okkur grundvall-
arhvatana. Nýbörkurinn, sem umlykur
gamla heilann í okkur, er í reynd það sem
stýrir okkur upp á við, lyftir okkur upp af
flatneskjunni. Það getur verið að í mér séu
eldfornar hvatir sem fá mig til að vilja gera
árás og ráða yfir öðrum. Nýbörkurinn minn
mun fá mig til að hefja mig yfir þær og fá
mig til þess að skrifa þess í stað bók um
framtíðina eða tala á ráðstefnu fram-
kvæmdastjóra tískufyrirtækja. Engin önnur
tegund gerir svona hluti. Í nýberkinum er
stigveldi, hann er lagskiptur. Neðst er það
sem gerir mér unnt að sjá að eitthvað sé
bein lína, efst það sem fær mig til að sjá að
eitthvað sé skemmtilegt eða háðslegt, eða
að einhver sé falleg/fallegur.
Við munum bæta fleiri lögum við stig-
veldið þegar við getum raunverulega út-
víkkað nýbörkinn með því að tengjast til-
búnum nýberki í tölvuskýinu. Við verðum
skemmtilegri; verðum færari um að tjá ást.
Þessar tegundir kennda, þær sem við álít-
um að séu fínlegustu og bestu gæði manna,
eru efst í stigveldi nýbarkarins. Og við
munum efla þær þegar við aukum getu heil-
ans í okkur.
Spurning úr sal: Hugmyndin um mun
lengra líf er spennandi en hvernig munum
við leysa vanda eins og nýtingu auðlinda og
sjálfbærni þegar lifandi fólki fjölgar?
Ray Kurzweil: Við ráðum yfir miklu meiri
auðlindum en við þurfum. Framleiðsla á sól-
arorku t.d. eykst nú með veldisvexti. Þegar
svo verður komið að við fullnægjum allri
orkuþörf okkar með sólarorku munum við
nýta einn tíuþúsundasta af allri sólarorku.
Sama er að segja um jarðvarma, sjávar-
fallaorku, vindorku o.s.frv. Við höfum að-
gang að mörg þúsund sinnum meiri orku en
við þurfum. Landbúnaðarframleiðsla í há-
hýsum mun útvega mat á mjög ódýran hátt
handa öllum. Við munum á endanum geta
notað þrívíddarprentara til að framleiða alla
aðra áþreifanlega hluti sem við þurfum,
beitt til þess háþróaðri gervigreindartækni
eftir 2020 og fullnægt þannig öllum efnis-
legum þörfum manna.
Isaac Lawrence/AFP/Getty Images
Mike Cohen fyrir The New York Times
Og við verðum
snjallari. Um 2045
munum við auka
gáfur okkar og gera þær
þúsund milljón sinnum
meiri.
’’
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 51