Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 53

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 53 tekur breytingum, en hann fer ekki í beinni línu heldur krókaleiðir. Vígstöðvarnar í kyn- þáttamálum eru ekki lengur í bresku Indíum. Þær eru neðar í götunni, hinum megin við brautarteinana, inni í vestrænum samfélögum. Evrópuhyggja er liðin tíð. Kyn og kynhneigð eru vettvangur baráttunnar fyrir því að rífa niður gamla hugsunarhætti. En það gamla, sérstaklega þegar það tekur á sig mynd karl- rembu, fer aldrei burt átakalaust. Það eflir varnirnar og berst. Auðvitað mun afturhaldspólitík Trumps gera lítið eða ekkert fyrir hvíta kjósendur hans úr stétt verkamanna. Hann býður hins vegar upp á sjónarspil. Það er hin öfluga lífæð hreyf- ingar hans að eitthvað virðist vera að gerast. Stjórnviska er nú svo gamaldags orð vegna þess að sjónarspilið hefur leyst hana af hólmi. Skattalækkunartillögur Trumps eru fyrir hina ríku. Hverja aðra? Á meðan lifa innflytj- endur í New York og um allt land hræðilega, myrka tíma. Útlendir verkamenn á bóndabæj- um eru oft of hræddir til að fara af landareign- inni. Handtökum innflytjenda án heimilda af hálfu Innflytjenda- og tollyfirvalda hefur fjölg- að um 43% miðað við árið á undan frá embættistökunni fram í byrjun september. Um öll Bandaríkin er verið að hrifsa foreldra frá börnum sínum. Ungum innflytjendum, sem héldu að þeir gætu látið sig dreyma um banda- ríska framtíð, er neitað um þá framtíð. Stjórn Trumps hefur blásið til allsherjar- árásar á hina fátæku, hvort sem þeir þiggja matarmiða, heilbrigðisaðstoð eða annað frá al- ríkinu til að milda tilveru sína við lágar tekjur og eymd. Vanhæfi hefur verið sett á stall í Washington. Ekki er nóg með að utanríkis- ráðuneytið hafi verið holað að innan. Land- búnaðarráðuneytið og Umhverfisverndar- stofnunin eru ekki langt undan. „Loftslags- breytingar“ má nú ekki nefna á nafn í opin- berum kreðsum. Bakvið allan hávaðann í Trump er að finna ljótleika og grimmd sem breiðst hefur út um klofin Bandaríki undir stjórn manns, sem þrífst á óeiningu. Óveður er í aðsigi. Veðrið sjálft er undarlegt og ofsafengið. Ótti breiðist út. Friður virðist brothættari. Tæknin er mikið afl tengingar, en hún einangrar líka. Einstaklingshyggja smýg- ur yfir í sjálfsdýrkun. Mörk sannleika og lygi verða óljós. Heimska og grófleiki ryðja sér til rúms. Bandaríkjaforseti tístir um að taka útsend- ingarleyfið af NBC vegna þess að fréttastofan sé ekki nógu þjóðrækin. Hér erum við komin á slóðir Pútíns, Erdogans og Dutertes. Fólk fer að yppta öxlum. Sumir fagna. Þetta er hinn nýi raunveruleiki. Trump tístir í al- vöru: „Hvers vegna ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þeg- ar ég myndi ALDREI kalla hann „lítinn og feitan“? Ó jæja, ég legg svo hart að mér að vera vinur hans – og kannski mun það gerast einn daginn!“ Heimurinn verður að komast af án Bandaríkjanna, sem eru komin í leyfi frá grunnskóla, og jafnvel án hugmyndarinnar um Bandaríkin. Gangi honum vel. Það var tími til kominn, Pax Americana var tuttugustu aldar fyrirbæri. Glundroði er örvandi, veitir jafnvel nýtt líf. Hann refsar fyrir hugsanaleti. Hann brestur á þegar eitthvað tekur enda. Það hlýtur óhjá- kvæmilega að vera upphaf einhvers annars. Auðvitað getur glundroði líka endað með ósköpum – áður en hann gefur af sér ávexti sem við getum ekki vitað hverjir verða. © 2017 Roger Cohen. Á vegum The New York Times Syndicate. Doug Mills/The New York Times Melissa Lyttle fyrir The New York Times Donald Trump forseti hefur sett aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum í forgang. Starfsmaður innflytjendayfirvalda fer hér yfir upplýsingar um einstaklinga án dvalar- leyfis áður en sveit hans ræðst til atlögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.