Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 54

Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Árið 1855 sendi Emily Dickinson, sem var orð- lögð fyrir hlédrægni sína, mágkonu sinni þetta ljóð. There is a solitude of space A solitude of sea A solitude of death, but these Society shall be Compared with that profounder site That polar privacy A soul admitted to itself Finite Infinity Hálfri annarri öld síðar búum við í heimi þar sem fyrstu tveim tegundunum af þessari ein- veru – rýmisins og hafsins – er að verða útrýmt. Jafnvel þótt við ferðumst út í eyðimörkina eða langt út á haf verðum við að beygja okkur fyrir því að einhver gæti verið að fylgjast með okkur, með aðstoð gervihnattar eða dróna. Mikinn hluta lífs okkar er fylgst með okkur, þegar við sinnum því sem við þurfum í rými nútímaborg- anna sem er undir viðamiklu eftirliti, erum við með á okkur rekjara sem er í freistandi umbúð- um og við köllum hann, sem er dálítið skrítið, „símann“ okkar. Hvað er einkalíf? Það er ekki bara það að kjósa stundum einveru. Það er getan til að dylj- ast og dylja: hluta líkama okkar, hluta lífs okkar. Einkalíf er meira en einvera; það er ekki aðeins það sem sést. Við þjótum um heiminn og í kjölfarið skiljum við eftir okkur heil ský af upplýsingum og með hjálp nýrra og ódýrra tækja til að safna þeim og nýta þau eru búnar til myndir af viðkvæmum einkamálum okkar sem ekki eru bara lýsandi heldur hafa þær í reynd forspárgildi um það hvernig við munum haga okkur í framtíðinni, ef beitt er ákveðnum að- ferðum til að framkalla slíka spá. Á allra næstu árum mun umfang eftirlitsins aukast nær óendanlega mikið. Rannsakendur við háskólann í Stuttgart lýstu nýlega tækni í upplýsingatækni sem kölluð er „snjallryk“ en þá eru notaðar linsur sem eru á stærð við korn í borðsalti en þær geta náð skörpum myndum og hægt væri að framleiða þær hratt og á ódýran hátt með því að nota þrívíddarprentara sem þegar eru á markaði. Ímyndið ykkur örsmáar myndavélar sem sprautað er inn í heilann til að finna og greina æxli! Stórkostlegt! Ímyndið ykkur núna áhrifin af því að alls staðar sé nær ósýnilegur, nettengdur eftirlitsbúnaður sem fylgist með öllu félagslegu og pólitísku lífi, bún- aður sem notast við tæki sem eru svo ódýr að hægt er að framleiða óendanlegan fjölda af þeim, njósnarar og leynilögreglumenn dreifa þessum augum sínum eins og bændur sáðkorn- inu. Þegar það gerist munu væntingar okkar um einkalíf verða að engu og með þeim geta okkar til að verjast hefðbundnu valdi, hvernig sem pólitísk afstaða þess og hegðun verður. Þetta eru tímarnir þegar borin eru kennsl á mynstur og venjur okkar, hneigðir, þrárnar sem skapa hegðun okkar, æ auðveldara er að meta styrk þeirra, sjá þær fyrir og stýra þeim. Við höfum lært að dást að búnaðinum sem veit hvenær við erum barnshafandi áður en sam- býlismaðurinn veit það. Við vitum minna um búnaðinn sem safnar upplýsingum um það hvaða síður við sleppum að lesa í tölvunni og hvaða orð fá okkur til að staldra við. Við erum bara að byrja að skilja pólitískt vald netkerf- anna, lokuðu upplýsingaheimanna (bæði til hægri og vinstri) þar sem íbúunum finnst þeir búa í eina mögulega heiminum, erum að byrja að skilja virkni pólitískra auglýsinga sem eru mótaðar í vandlega hönnuðu samræmi við okk- ar eigin, sérstaka einstaklingsbundna ótta og styrk hans. Segjum að ég sé byssueigandi. Ég bý á svæði með mikla glæpatíðni. Nýlega keypti ég útiljós fyrir húsið mitt. Vissulega er ég hræddur við að brotist verði inn á heimili mitt. Auglýsingin sem ég skoða sýnir fyrst skuggalega veru, ljós frá vasaljósi fellur á andlit sofandi barna. Auglýs- ingin sem nágranni minn skoðar er allt öðruvísi. Þegar stöðugt er fylgst með þér, a.m.k. er hugsanlegt að það sé gert, kemur þú upp um þig í hvert sinn sem þú tjáir þig með ein- hverjum hætti persónulega, eins og pókerspil- ari getur óvart gert. Ef alls staðar verða eftir- litstæki sem birta af okkur myndir munum við örugglega hverfa inn í eigin hugarheim, þar sem við sem höldum öllu fyrir okkur sjálf. Þann sem Emily Dickinson segir að sé enn dýpri gerð einkalífs, þar sem sálin er ein með sjálfri sér. Þótt hún notist við orðfæri sem við tengjum við trúarlíf er um að ræða heim sem veraldlega þenkjandi fólk kannast einnig við. Við gerum okkur væntingar um að áður en við látum til okkar taka í félagslegu umhverfi getum við í huganum horfið inn í sérstakt umhverfi sem er aðeins okkar, þar sem við getum prófað okkur áfram og íhugað, heim sem ekki er háður dóm- um annarra. Þessi innri heimur er í eðli sínu bæði útópískur og fær um að brjóta gegn hefð- bundnum gildum. Hugmyndir okkar um frelsi, val og siðferðislega ábyrgð hvíla á tilvist þessa heims. Heil kynslóð okkar eða þar um bil hefur nú velt fyrir sér þeim möguleika að við getum breyst í síð-mannkyn. Hverju myndi þróun okk- ar þá líkjast? Hvað erum við að verða? Þegar við hugsum um arftaka okkar gerum við okkur letilegar hugmyndir um sjálfstæða einstaklinga sem eru á einhvern hátt voldugri en við, hafa í einhverjum skilningi sterkari tilfinningu fyrir sjálfum sér, munúðarfyllri. Ofurmennið, endur- bætt séní, næsta bylgjan. En við erum að búa til heim þar sem slíkir möguleikar virðast æ fjar- lægari, a.m.k. fyrir meirihluta fólks. Ef til vill getur lítil elíta tryggt sér aukin völd og meira svigrúm í huga sér, í elítunni verða þeir sem geta keypt sér meira einkalíf. Fyrir flest fólk verður lífið grárra og skilyrðin þrengri, háð skorðum. Tilfinning okkar fyrir eigin sjálfi virðist munu taka stakkaskiptum vegna þess að grafið er undan einkalífinu en þessi tilfinning er líka und- ir þrýstingi vegna þess að grundvöllur félags- legra aðstæðna starfanna er á hverfanda hveli og þar með sú sjálfsvitund sem því fylgir. Sjálf- virkni er að eyðileggja lífsviðurværi margra, allt frá leigubílstjórum til liðsmanna fjárfesting- arbanka. Hún er að læðast inn á mörg svið sem einkum eru kennd við mannlega eiginleika, sér- fræðikunnáttu, handverk og jafnvel list og smekk. Minni launaútgjöld merkja aukinn hagnað og einkareknum fyrirtækjum ber engin skylda til að tryggja að allir séu í fullri vinnu. Menn hafa oft spáð því að upp myndi renna sæluskeið samfélags þar sem enginn þyrfti að vinna en það virðist ekki ætla að verða neitt sjö daga helgarpartí heldur minna meira á andann í heljarmiklu vöruhúsi til geymslu á fólki. Við skilgreinum hvert annað á grundvelli þess hlut- verks sem við höfum í samfélaginu. Við verðum félagsverur með því að gera gagn, taka þátt, halda við mikilli framleiðslu. Stjórnmálamenn okkar, sem vilja ákafir minnka kostnaðinn við að tryggja félagslegt öryggi, hamra inn í vitund okkar þá hugmynd að iðjuleysi sé mikil synd. En iðjuleysi verður þvingað upp á marga og því fylgir skömmin yfir því að láta fylgjast með sér og vera meðhöndlaðir eins og syndarar. Vegna þess að iðjuleysingjarnir eru borgarar sem taka ekki þátt í efnahagslífinu og iðjuleysingjar hafa alltaf mesta hneigð til að valda truflunum, sögu- lega séð hefur alltaf verið fylgst mest með þeim. Síð-mannkyn er of hátimbrað orð yfir það sem er við sjónarröndina. Þetta snýst um vald og efnahagslega endurskipulagningu sem eyk- ur auðæfi, ekki um tegund sem er að þróast yfir í einhvers konar Borg-netverur eins og í þátt- unum um geimskipið Enterprise. Í anda fortíð- arþrár getum við með angurværð harmað gamla og glæsta tíma mannkyns en þá gerum við lítið til að stöðva þau geysilega öflugu ferli sem valda þessum breytingum. Þess í stað þurf- um við að íhuga nýja gerð stjórnmála þar sem enn er litið á einkalíf sem verðmæti og nýja gerð lífs, líf sem snýst ekki um vinnu. © Hari Kunzru. Á vegum The New York Times Syndicate. Starfsmaður neðanjarðarlestanna í London skoðar myndir frá eftirlitsmyndavélum á fjölda skjáa á Viktoríu-lestarstöðinni. Ógnin af hryðjuverkum er orðið samofin lífi okkar og stöðugt eftirlit verður líka sjálfsagt. Andrew Testa fyrir The New York Times Hvað verður um okkar eigið sjálf núna þegar persónulegustu atburðir í lífi okkar eru ekki bara varðveittir í gagnabönkum heldur greindir til þess að reikna út líklega hegðun okkar síðar? HARI KUNZRU er höfundur bókanna The Impressionist, Gods Without Men og nú síðast kom út eftir hann White Tears. Ef til vill getur lítil elíta tryggt sér aukin völd og meira svigrúm í huga sér, í elítunni verða þeir sem geta keypt sér meira einkalíf. Fyrir flest fólk verður lífið grárra og skilyrðin þrengri, háð skorðum. WIKILEAKS BIRTI GÖGN ÞAR SEM LÝST VAR Í ÞAULA AÐFERÐUM BANDARÍSKU LEYNIÞJÓNUSTUNNAR ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Þegar hugsanir okkar eru ekki lengur okkar eigin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.