Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
Trú mín á fjölmenningu
Í kjölfar Brexit og kosningar Donalds Trumps,
með alræðishyggju Receps Tayyips Erdogans
og Narendras Modis vottaða af kjósendum og
höfnun ríkisstjórna Póllands og Ungverjalands
á frjálslyndum gildum er mál manna að ný
bylgja þjóðernishyggju og ófrjálslyndis fari
um jörðina.
Eins og ávallt verðum við að spyrna við gegn
tilhneigingum til alræðis, sem skerða frelsi
okkar og sverta alla þá sem virðast öðruvísi og
– eins og er að gerast í Tyrklandi – gera útlægt
tjáningarfrelsi, sjálfstæði réttarkerfisins og
fjölhyggju. Við þurfum hikstalaust að standa
vörð um okkar kærustu gildi: réttindi kvenna,
frelsi hugsunar og akademískt frelsi.
En við þurfum einnig að spyrja okkur hvern-
ig þessi bylgja ófrjálslyndis náði taki þrátt fyr-
ir góðan ásetning hollustu okkar við jafnræði
og mannúð. Hvers vegna tapar okkar mál-
staður ítrekað kosningum?
Ein ánægjan við að vera rithöfundur er að
það gerir manni kleift að horfa á og skrifa um
vandamál frá báðum hliðum, að tileinka sér
ólík sjónarmið jafnvel þegar þau eru í hróplegu
ósamræmi við hvert annað. Ég skrifaði skáld-
sögu mína Ókunnugleikinn í huga mér til að
rannsaka og lýsa heimi götusala, venjulegs
manns á götum Istanbúl, án þess að horfa
framhjá trúrækni hans. Að sleppa jafn mikil-
vægum hlut og trú, jafnvel þótt höfundurinn
samsami sig honum ekki með sama hætti og
sögupersónan, skapar þá hættu að það muni
koma aftan að lesendum, þegar sá hópur, sem
var innblásturinn að persónunni, hin raunveru-
lega lágstétt, fer að kjósa íslamistaflokka.
Kraftur slíkra hreyfinga virðist meiri þegar
við ruglum frjálslyndum hugarburði okkar við
raunveruleikann.
Rétt eins og ég reyni að kafa ofan í mót-
sagnakennd sjónarmið þegar ég skrifa getur
sú útgáfa fjölmenningarhyggju, sem nú er við
lýði í Bandaríkjunum og felst í því að hvetja
innflytjendur til að nota einstakan bakgrunn
sinn í nýjum menningarheimi frekar en að
segja skilið við sögu sína til þess að aðlagast,
orðið fólki hvatning til að berjast við vaxandi
alræðishyggju. Með því að reyna að skilja
hvort annað betur getum við haldið ró okkar í
þeirri vissu að við þekkjum nágranna okkar,
sama hversu ólíkir þeir kunna að vera.
Það var í fyrstu ferð minni til New York árið
1985 sem ég gerði mér grein fyrri því að fjöl-
menningarhyggja gerði okkur kleift að lifa við
hlið fólks með annan trúarlegan og menningar-
legan bakgrunn án þess að kasta eigin arfleifð.
Á þeim tíma hafði þessari mynd umburðar-
lyndis ekki verið steypt saman við hugmyndina
um menningarlega afstæðishyggju. Hug-
myndin um fjölmenningarhyggju var forsenda
hinnar bandarísku „deiglu“ þar sem fólk með
ólíka trú og úr ólíkum menningarheimum kom
saman og myndaði eina þjóð.
Það var þeim, sem annars hefðu egnt sam-
félög hvert gegn öðru, hvatning til að lifa þess í
stað í samlyndi, í sama landi, í sömu borgum og
á sömu götum. Fólk með ólíka menningu gat
haldið í sínar hefðir sem réðu trú þess, félags-
legum gildum og hversdagsvenjum, svo lengi
sem það skildi að þessi gildi voru afstæð.
Fyrir mér er bandaríska leiðin til að fella
trúarlega minnihlutahópa inn í hið stærra sam-
félag mun skilvirkari en evrópskar aðferðir.
Múslimskir innflytjendur í Bandaríkjunum
virðast mun hamingjusamari og sáttari en
múslimar í Frakklandi. Ég tel að fjölmenn-
ingarhyggja hafi verið mun betri en franska
veraldarhyggjan (laïcité) í að verja trúfrelsið.
Menntaskólanemendur í Frakklandi mega
ekki bera slæður á höfði í tímum – ekki ósvipað
og háskólastúdentar í Tyrklandi eins og ég lýsi
í skáldsögu minni Snjór.
Í íslamskri pólitík hefur þetta meinta óum-
burðarlyndi verið notað til að efla vald hennar
og áhrif í Tyrklandi. Á tíunda áratug 20. aldar
var ég – og er enn – sannfærður um að fjöl-
menningarhyggja væri nógu öflug til að draga
úr einhverjum af hinum eilífu ágreiningsefnum
Tyrkja, milli hefðar og nútíma, veraldleika og
íslams, austurs og vesturs. Ég sá fyrir mér að
fjölmenningarhyggja myndi hlaða undir lýð-
ræði í Tyrklandi, sem hafði veikst út af þessum
togstreitum, vegna valdarána hersins, sem
réttlætt voru í nafni veraldleikans, og tíma-
bundnum bönnum á stjórnmálaflokkum. Upp
úr aldamótum færði ég rök að því að aðild að
Evrópusambandinu yrði bæði lýðræði í Tyrk-
landi og Evrópu til góðs og það að taka við
rúmlega 60 milljónum múslima myndi breyta
Evrópu í fjölmenningarlegt samfélag á borð
við Bandaríkin.
32 árum eftir þessa fyrstu ferð til New York
hafa vonir mínar í engu ræst. En trú mín er
óhögguð, að hluta vegna þess að ég hef ekki
gleymt að ástæðurnar fyrir vonbrigðunum
eiga rætur í sögulega þjóðernissinnuðu hug-
arfari, sem finna má bæði í Tyrklandi og
Evrópu.
Við getum reyndar rakið þessar hugmyndir í
nútímanum aftur um heila öld. Í apríl 1914
skrifaði franski rithöfundurinn André Gide í
dagbók sína: „… of lengi hélt ég að það væri
meira en ein siðmenning, meira en einn menn-
ingarheimur gæti með rétti gert tilkall til ástar
okkar og verðskuldað áhuga okkar. Nú veit ég
að siðmenning Vesturlanda (ég ætlaði að fara
að segja Frakklands) er ekki aðeins sú feg-
ursta; ég tel – ég veit – að hún er sú eina.“
Hinn opni hugur Gides varð forpokaður.
Orsökin var neikvæð upplifun hans af Istanbúl
í ferð, sem hann fór þangað 1914. Orð Gides
ollu tyrkneskum menntamönnum, sem á þeim
tíma voru málsvarar vestrænni hátta í landinu,
hugarvíli. En hefðu þeir goldið líku líkt hefði
það ýft upp þjóðernishyggju á báða bóga og
einangrað Tyrkland enn meir frá vestrinu.
Reynslan af að skrifa skáldsögur í 40 ár og
reyna að skilja fólk, sem er öðruvísi en ég, hef-
ur kennt mér það sama: að halda stillingu
gagnvart þessum austrænu og vestrænu öfl-
um, sögulegum og úr samtímanum. Hinir
ófrjálslyndu vindar, sem nú blása eru ekki það
kröftugir að þeir sópi allri rökhugsun til hliðar.
Við skulum ekki gleyma að Hillary Clinton
fékk 2,5 milljónum fleiri atkvæði en Donald
Trump, í Bretlandi fylgir keimur eftirsjár til-
hugsuninni um Brexit, alræðishyggja Erdog-
ans var aðeins staðfest með næfurþunnum
meirihluta í atkvæðagreiðslunni í apríl um að
tryggja völd hans.
Til að skilja þessi öfl þurfum við að átta okk-
ur á hvers vegna annað fólk gæti verið okkur
ósammála um þau málefni þar sem sannfæring
okkar er mest. Að gera það er hvorki allra-
meinabót gegn nýsköpuðum þjóðernishreyf-
ingum né andúð milli kynslóða, en það getur
hjálpað okkur að halda stillingu og þrauka. Í
þeirri viðleitni deila rithöfundurinn og fjöl-
menningarsinninn svipaðri nálgun, sem er
byggð á að gera sér í hugarlund og skilja
mennsku fólks, sem er ekki eins og við.
© 2017 Orhan Pamuk . Á vegum
The New York Times Syndicate.
Ung kona og lögregluþjónn eru hér í Schaerbeek-hverfinu
í Brussel í mars 2016. Þar átti heima maður sem sprengdi
sig í loft upp á flugvelli borgarinnar nokkrum dögum áður.
Daniel Berehulak/The New York Times
Tyrkneskir kjós-
endur veittu Recep
Tayyip Erdogan
aukin völd í apríl.
Vakti það ótta um
aukið einræði í
landinu. Maður
dregur kerru fyrir
framan mynd af
Erdogan í Istanbúl.
Bulent Kilic/Agence France-Presse — Getty Images
Til að sigrast á alræðishyggju þurfum við að læra að skilja nágranna okkar.
ORHAN PAMUK
voru veitt Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2006.
Skáldsaga hans Nafn mitt er Rauður fékk árið 2003
alþjóðlegu IMPAC-bókmenntaverðlaunin, sem kennd
eru við Dyflinn. Verk hans hafa verið þýdd á 60 tungu-
mál, þar af ein á íslensku, Nafn mitt er rauður.
Til að skilja þessi öfl þurfum við að
átta okkur á hvers vegna annað fólk
gæti verið okkur ósammála um þau
málefni þar sem sannfæring okkar er mest.
KOSNINGAR Í EVRÓPU GEFA ÞJÓÐERNISHREYFINGUM Á HÆGRI VÆNGNUM VIND Í SEGLIN
’’
TU
RN
ING POINTS | TÍM
A
M
Ó
T
|
2018
|TURNINGPOIN
TS
|T
ÍM
A
M
Ó
T
|
20
18
|