Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 76
76 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Á myndinni hér fyrir ofan er tíst frá Margreti Vaff sem ég rakst á á dögunum og vísar í nokk- uð sem margar konur þekkja, þ.e. að það getur verið snúið að koma karlmanni í skilning um að konan sem þeir leita á hefur engan áhuga á þeim – nema grípa til örþrifaráða. Tístið hefur líklega verið skrifað í hálfkær- ingi, en í því er sannleikskorn, því árið sem nú rennur sitt skeið hefur sýnt og sannað að kon- ur þurfa að búa við stöðuga áreitni, margar frá barnsaldri, flestar frá kynsþroskaaldri og eiginlega allar þegar allt er talið. Karlar hafa svarað því til að það áreiti ekki allir karlar, en það verða eiginlega allar konur fyrir áreitni. Nafnlausar sögur Vestan hafs hrapaði hver stjarnan af annarri á árinu, fyrst Bill O’Reilly, þáttarstjórnandi hjá Fox-sjónvarpsstöðinni, sem varð að víkja vegna hegðunar sinnar í apríl, og eftir það hver af öðrum, sjálfsagt frægastur (alræmd- astur) óbermið Harvey Weinstein, en eftir að flett var ofan af honum tóku konur að tísta um reynslu sína við myllumerkið #MeToo, fyrst leikkonan Alyssa Milano sem nýtti þar baráttu Tarana Burke fyrir því að fletta ofan af kyn- ferðislegu ofbeldi, en myllumerki er notað til að tengja saman færslur, eða tíst, á Twitter. Sögurnar sem birst hafa um allan heim undir #metoo-myllumerkinu eru langflestar nafnlausar, enda ætlaðar til að opna augu fólks, sýna hve vandamálið er almennt frekar en að klekkja á einstaklingum, þó að vissulega hafi nöfn mestu lúðanna spurst út eins og dæmin sanna. 103 karlar, 2 konur Á lista sem Vox-vefritið heldur úti má lesa 103 nöfn karla og 2 nöfn kvenna úr menningarlíf- inu, viðskiptum, fjölmiðlun, stjórnmálum og veitingahúsarekstri sem sökuð hafa verið um misalvarlega kynferðislega áreitni, allt frá klúru orðfæri til nauðgunar. Í upptalningu Vox er tíundað hver afdrif viðkomandi hafa orðið, allmargir hafa verið reknir, þurft að draga sig í hlé eða sæta jafnvel lögreglurannsókn vegna alvarlegustu brotanna. Karlarnir og konurnar tvær sem nefnd eru á viðkomandi lista eiga það sameiginlegt að eiga mikið undir sér, að vera í valdastöðum, hafa mannaforráð eða vald til að hlutast til um ráðningar eða frama annarra. Við tölum um kynferðislega áreitni, en sú áreitni hefur oft á sér blæ valdníðslu, frekar en eðlunarfýsnar. Frásagnir íslenskra kvenna Hér á Íslandi hafa menn líka þurft að taka pokann sinn, verið reknir eða sagt sig frá verk- efnum og eflaust eiga fleiri eftir að gjalda fyrir gjörðir sínar. Íslenskar konur hafa skýrt frá sinni upplifun, nauðgunum, káfi, klámi og kyn- ferðislegum ruddaskap; konur í sviðslistum og kvikmyndagerð, heilbrigðiskerfinu, stjórn- málastarfi, tækni- og hugbúnaðariðnaði, vís- indum og akademísku starfi, innan verkalýðs- hreyfingarinnar, í fjölmiðlun, tónlist, réttar- gæslu, íþróttum og úr menntageiranum svo nokkuð sé nefnt. Sögurnar eru áþekkar þeim sem heyrst hafa vestan hafs og umræðan í kjölfarið á þessum sögum hefur einnig verið áþekk, til að mynda heyrist oft það viðkvæði að ekkert megi menn gera lengur, að mannkyn muni deyja út ef körlum verði bannað að áreita konur, káfa á þeim og klæmast við þær, sem bendir náttúr- lega til þess að margir karlar eigi erfitt með að greina á milli ofbeldis og kynlífs. Einnig heyrist oft að með kröfunni um að þeir sem áreita konur hverfi úr valdastólum og stjórnunarstöðum sé verið að svipta sam- félagið kröftum manna sem margir hverjir eru hæfileikamiklir og hugmyndaríkir atorku- menn. Á móti má nefna það að þessir menn, og ekki bara þeir sem afhjúpaðir hafa verið, held- ur einnig sá grúi sem enn er að störfum á öll- um þeim sviðum samfélagsins sem nefnd hafa verið, hafa komið í veg fyrir að hæfileikamiklar og hugmyndaríkar atorkukonur fengju að leggja samfélaginu lið. Því hefur verið haldið fram að skýra megi þá staðreynd að það séu ekki fleiri konur í emb- ættum og valdastólum með því að þær hafi minni áhuga á slíku starfi en karlarnir, að þær forgangsraði öðruvísi í lífinu. #metoo-bylting ársins 2017 hefur aftur á móti sýnt fram á það að konur hafa ekki fengið framgang í sam- félaginu eftir verðleikum sínum vegna þess að þær hafa þurft að glíma við kvenfyrirlitningu og kynferðislegan níðingshátt karla. Fyrir vik- ið höfum við farið á mis við marga frábæra arkitekta, snjalla vísindamenn, stjörnulög- fræðinga, skapandi leikstjóra, stórbrotna stjórnmálamenn og víðsýna ritstjóra – vegna þess að þær voru konur. Trúum konum Árið 2014 varð til Facebook-hópurinn Beauty Tips og fljótlega mjög fjölmennur. Árið 2015 tóku konur að segja frá reynslu sinni af al- mennu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi inni í hópnum til þess að mótmæla þöggun um kyn- bundið ofbeldi og notuðu myllumerkin #þögg- un og #konurtala. Sama ár varð til hreyfing sem kallaðist #freethenipple og byggðist á því að konur lýstu því yfir að þær réðu eigin líkama. Nú þegar #metoo-byltingin stendur sem hæst er eðlilegt að velta því fyrir sér hvað muni breytast og hvort eitthvað muni breytast. Þessi bylting er kennd við myllumerki, og á uppruna sinn á samfélagsmiðlum. Konur hafa margar nýtt það málfrelsi og samtakamátt sem samfélagsmiðlarnir gefa, fengið röddina. Í bókinni Women and Power fjallar Mary Beard, prófessor í klassískum fræðum við Cambridge-háskóla, um það hvernig konum hefur verið haldið utan við samfélagslega um- ræðu með því, meðal annars, að gera beinlínis lítið úr röddum þeirra og þá um leið að gera lít- ið úr skoðunum þeirra. Það þekkja og flestar ef ekki allar konur að á þær var ekki hlustað þegar þær kvörtuðu yfir áreitni eða yfirgangi karla, þeim væri nær að þegja og þola. Helsti og besti afrakstur #metoo-bylting- arinnar væri ef við hleypum röddum kvenna inn í samfélagsumræðuna, hlustum á þær raddir og trúum konunum. Hingað til höfum við trúað körlunum og þess vegna erum við þar í dag sem við viljum ekki vera. Fimmtán konur lásu upp #metoo-frásagnir kvenna úr ýmsum áttum í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ljósmynd/Sigfríð Hallgrímsdóttir Hlustum á konur Á árinu 2017 gerðu konur víða um heim uppreisn undir myllumerkinu #metoo. Þær skýrðu frá viðvarandi áreitni og yfirgangi karla og í ljós kom að þótt ekki áreiti allir karlar hafa allar konur orðið fyrir misalvarlegri áreitni. ÁRNI MATTHÍASSON Árni Matthíasson hefur sinnt ýmsum störfum á Morgunblaðinu frá 1982 og mbl.is frá 1997. Við tölum um kynferðislega áreitni, en sú áreitni hefur oft á sér blæ valdníðslu, frekar en eðlunarfýsnar. #METOO-BYLTINGIN ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Ellefu konur lásu upp #metoo-frásagnir sínar í Herðubreið, félagsheimili Seyðfirðinga. Fjölbreyttur hópur kvenna las #metoo-frásagnir í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.