Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Árekstrahrina í ísingunni
„Slæmt þegar götur eru hvorki salt- né sandbornar,“ segir fulltrúi Árekstur.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fljúgandi hálka var á íbúðagötum á
höfuðborgarsvæðinu í gær og mikið
um umferðaróhöpp af þeim sökum.
Starfsmenn frá Árekstur.is sinntu
alls 50 útköllum í gær, litlum sem
stórum. Í götu í austurbæ Kópavogs
urðu óhöppin alls þrjú. „Þegar göt-
urnar eru hvorki salt- né sandbornar
gefur hálkan ekkert eftir. Engu
breytir á hvernig dekkjum bílarnir
eru eða þótt hægt sé farið. Ökumenn
einfaldlega missa stjórn á bílunum
og ráða ekki við aðstæður. Í gær
gerðist það til dæmis að bíll á ferð
lenti á öðrum og saman runnu þeir
tveir á kyrrstæðan bíl,“ segir Krist-
ján Kristjánsson, rekstrarstjóri hjá
Árekstur.is.
Bregðast við athugasemdum
Vegna ástandsins segir Kristján
að starfsmenn Áreksturs hafi þrá-
sinnis sett sig í samband við þjón-
ustuver sveitarfélaganna og óskað
eftir því að íbúðagötur þar sem er
hálka og hætta á umferðaróhöppum
og jafnvel slysum verði saltbornar.
Þeim ábendingum hafi ekki verið
sinnt. „Þetta er slæmt þegar sparn-
aður kemur fram svona. Þó eru
stofnbrautir og aðalgötur saltbornar
og þar urðu ekki neinir árekstrar
sem til okkar kasta komu,“ segir
Kristján.
„Við erum með fullt afl úti og fjöldi
saltbíla er á ferðinni. Við gefum ekk-
ert eftir í vetrarþjónustu á götum
bæjarins og ekkert er til sparað,“
sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi. Hann segir að eðli-
lega sé mest áhersla lögð á þjónustu
á fjölförnum götum og húsagötum í
brekkum. Það sé eðlileg forgangs-
röðun. Reynt sé að bregðast við öll-
um athugasemdum fljótt og vel en
stundum geti aðstæður til dæmis
verið fljótar að breytast og ísing
myndast á svipstundu um allan bæ.
Mynd/Árekstur.is
Óhapp Þrír í einni kös í gær.
Sigtryggur Sigtryggsson
Höskuldur Daði Magnússon
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
SYN, verður ekki leigð í verkefni er-
lendis á næstunni eins og stefnt var
að. Þetta varð ljóst eftir fund stjórn-
enda Landhelgisgæslunnar með
embættismönnum í dómsmálaráðu-
neytinu í vikunni.
Morgunblaðið greindi frá því á
laugardag að TF-SYN yrði leigð út í
að minnsta kosti tvo mánuði til að
loka gati sem myndaðist við lækkun
fjárheimilda til Landhelgisgæslunn-
ar í fyrra. Í gær sagði blaðið svo frá
því að tvær björgunarþyrlur, TF-
LIF og TF-GNA, færu í stóra skoð-
un á árinu og yrðu ekki í notkun í 6-8
vikur hvor.
Í skriflegu svari við fyrirspurn
Morgunblaðsins upplýsti Sveinn H.
Guðmarsson, upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslunnar, um áður-
nefndan fund.
„Niðurstaða þess fundar var að
TF-SYN yrði ekki framleigð að svo
stöddu. Í staðinn ætti Landhelgis-
gæslan að leita leiða til að hækka
sértekjur með öðrum hætti eða grípa
til annarra aðgerða til að bregðast
við fyrrnefndri lækkun á fjárveiting-
um. Skoðun á öðrum möguleikum til
tekjuöflunar stendur nú yfir en
niðurstaðan liggur ekki fyrir,“ segir
Sveinn.
„Vélarbilun í TF-GNA, sem nú er
verið að lagfæra, sýnir í þessu sam-
hengi hve lítið má út af bera svo
Landhelgisgæslan hafi aðeins eina
þyrlu til umráða. Sú staða myndi
þýða að ekki væri hægt að ráðast í
leit og björgun lengra en tuttugu sjó-
mílur frá landi.“
Ekki náðist í Sigríði Á. Andersen
dómsmálaráðherra vegna málsins í
gær.
Hætt við að leigja þyrluna
Landhelgisgæslan leiti leiða til að hækka sértekjur með
öðrum hætti Lítið má út af bera í þyrluflota Gæslunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björgun Þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SYN og TF-LIF.
Karlmaður á þrí-
tugsaldri var í
gær fundinn sek-
ur um manndráp
af gáleysi vegna
banaslyss sem
varð við Jökuls-
árlón í ágúst
2015. Refsing
hans er tveggja
mánaða skilorðs-
bundið fangelsi
auk þess sem hann er sviptur öku-
réttindum í hálft ár.
Maðurinn var skipstjóri á hjólabát
sem var bakkað yfir kanadíska konu
við Jökulsárlón. Konan, Shelagh D.
Donovan, féll við og lenti undir
hægra afturhjóli ökutækisins með
þeim afleiðingum að hún hlaut fjöl-
áverka og lést nær samstundis.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar
samgönguslysa kom fram að mað-
urinn hafði ekki réttindi til að stýra
bátnum. Þar segir að bakkmyndavél
hafi verið biluð í bátnum. Þá hafi
hvorki skipstjórinn né annar starfs-
maður gengið úr skugga um að
hættulaust væri að aka aftur á bak.
Sekur um
manndráp
af gáleysi
Hjólabátur Konan
lést árið 2015.
Kanadabúi lést
Guðni Th. Jó-
hannesson, for-
seti Íslands, flyt-
ur í hádeginu í
dag erindið
„Skjöl skapa
þjóð. Lands-
bókasafnið og
mótun minninga
í aldir tvær“ í
fyrirlestrarsal
Þjóðarbókhlöðu.
Um er að ræða fyrsta erindið af ell-
efu í fyrirlestraröð í tilefni af 200
ára afmæli Landsbókasafnsins á
þessu ári.
Í útdrætti erindisins segir m.a.:
„Engin er þjóðin án sögu. Engin er
sagan án heimilda. Þær eru festar í
minni fólks, skráðar á skinn eða
blað. Í þessu erindi verður fjallað
um Íslendinga, hvernig þeir sköp-
uðu sér sögu og urðu þjóð meðal
þjóða, og hvernig því verki vindur
fram í straumum alþjóðavæðingar
og erlendra áhrifa nú á dögum.“
Flytur er-
indi um sögu
og skjöl
Guðni Th.
Jóhannesson
Nú þegar kominn er 11. dagur janúarmánaðar er daginn farið að lengja
talsvert svo góður munur er frá því sem var um vetrarsólstöður. Það sam-
spil myrkurs og ljóss er alltaf spennandi, sérstaklega í eftirmiðdaginn þeg-
ar birtu bregður og litir sólarlagsins fylla himininn allan. Slíkt fer ekki
fram hjá vökulum augum ferðamanna sem þá bregða myndavélum sínum
og símum á loft og fanga fegurð stundarinnar. Nú sem endranær er mikill
fjöldi ferðamanna á landinu. Í miðbæ Reykjavíkur sést fólk alls staðar að
úr veröldinni sem finnst það vera ævintýri að spóka sig um í þessari nyrstu
höfuðborg í heimi, þar sem í dag og næstu daga má búast við ausandi rign-
ingu eins og víða annars staðar á landinu.
Ferðamenn horfa á roðann í Reykjavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon