Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 11

Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s:781-5100 Opnunartími: ÚTSALA! 30-40% AFSLÁTTUR! Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Sundbolir Stórútsalan hafin Vetraryfirhafnir GERRY WEBER - BETTY BARCLAY Gæðafatnaður 30-50% afsláttur Skipholti 29b • S. 551 4422 www.laxdal.is BioCraft myndi hljótast af veruleg sjón- og hljóðmengun, íbúum til ama. Þá kemur fram ábending í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins um að gera þurfi grein fyrir áhrifum rekstrar á hljóðvist í nágrenni við vindmyllurn- ar og jafnframt að framkvæmdin geti haft áhrif á landnotkun nær- liggjandi jarða, að teknu tilliti til tak- markana vegna hávaðamarka. Ekki náðist í Steingrím Erlings- son í gær en að sögn Þorgils Torfa vildi BioCraft setja upp stærri vind- myllur m.a. í ljósi þess að sama stærð sé ekki fáanleg. Þorgils Torfi bendir á að fyrirtækið hafi fulla heimild til að endurnýja vindmyllurnar í núver- andi stærð. BioCraft hefur áður kynnt hug- myndir um að reisa vindorkugarð í Þykkvabæ með allt að 13 vindmyll- um. Að sögn Þorgils vinnur sveitar- félagið að gerð aðalskipulags og stefnumótunar um byggingu vind- mylla í sveitarfélaginu. Búrfellslundur í endurskoðun „Efasemdir hafa verið uppi um að það henti að vera með vindmyllu- garða í miðri byggð og verið talið eðlilegra að vindmyllur rísi í jaðri sveitarfélagsins, á hálendinu eða jafnvel við ströndina,“ segir Þorgils Torfi og vísar þar m.a. til áforma Landsvirkjunar um Búrfellslund. Þar hefur fyrirtækið verið með tvær vindmyllur í gangi á Hafinu við Búr- fellsvirkjun. Þær hafa gefist vel og hefur Landsvirkjun haft uppi áform um vindorkuver á sömu slóðum, í Búrfellslundi. Unnið var mat á um- hverfisáhrifum fyrir allt að 200 MW vindorkuver. Lagði Landsvirkjun fram þrjár tillögur og afmarkast þær bæði innan Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skipulagsstofnun gerði í áliti sínu at- hugasemdir við áformin og taldi þau m.a. of umfangsmikil. Hefur Lands- virkjun haft þessar athugasemdir stofnunarinnar til athugunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur einnig gert athugasemdir við Búrfellslund, einkum vegna álagn- ingar fasteignagjalda, sem hreppur- inn telur að ættu að vera mun hærri. Stefna liggur ekki fyrir Fyrir tveimur árum sóttu eigend- ur jarðanna Guðnastaða og Butru í Austur-Landeyjum, í samvinnu fyrir félagið Arctic Hydro, um leyfi til Rangárþings eystra til að reisa vind- orkuver. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir málið hafa verið til umfjöllunar án þess að endanleg afstaða liggi fyrir. Áhuginn sé enn til staðar hjá umsækjendum. „Við höfum verið að bíða eftir af- stöðu stjórnvalda til málsins og leit- uðum til Skipulagsstofnunar,“ segir Ísólfur en svar barst frá stofnuninni núna um áramótin. Þar kemur sem fyrr segir fram að ekki sé búið að móta sérstaka stefnu um vindmyllur en frekari leiðbein- ingar séu væntanlegar á þessu ári um hvernig beri að haga sér við leyf- isveitingar og skipulagsmál. Rangárþing eystra spurði einnig um kostnaðarþátttöku við gerð aðal- skipulags vegna vindorkuvera. Skipulagsstofnun segir að til þessa hafi aðeins verið komið að kostnaði við heildarendurskoðun aðalskipu- lags, ekki við breytingar á því. Stofn- unin telur þó koma til álita að breyta þessu og hyggst kynna tillögur þess efnis á þessu ári. Myllur mæta mótvindi  Andstaða íbúa við endurnýjun BioCraft á vindmyllum í Þykkvabæ  Sveitar- stjórn frestaði afgreiðslu  Rangárþing eystra kallar eftir stefnu stjórnvalda Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindmyllur Fyrirtækið BioCraft reisti tvær vindmyllur í Þykkvabæ en önnur þeirra eyðilagðist í eldi síðastliðið sumar. Í kjölfarið fór BioCraft í það að endurnýja mannvirkin og sótti um leyfi fyrir stærri vindmyllur. FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa í Þykkvabæ við þessi áform og við vildum taka tillit til þess,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, formaður skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra, en nefndin hafn- aði nýverið beiðni BioCraft um að setja upp stærri vindmyllur í Þykkvabæ en eru þar fyrir. Sveitar- stjórn staðfesti ekki ákvörðun nefnd- arinnar á fundi sínum í gær, heldur frestaði afgreiðslu málsins að beiðni BioCraft. Áform um vindorkugarða hafa verið víðar uppi um landið, án þess að hafa gengið í gegn. Rangárþing eystra hefur verið með til umfjöllun- ar beiðni um vindmyllur í Austur- Landeyjum. Hefur sveitarfélagið kallað eftir svörum frá stjórnvöldum um stefnu tengda vindorkumálum og skipulagsmálum. Í nýlegu svari Skipulagsstofnunar til Rangárþings eystra segir m.a. að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um vindmyllur en stofnunin hyggst uppfæra leiðbeiningar um skipulags- mál vindorkunýtingar. Verða þessi mál rædd á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga á morgun. Undirskriftir í Þykkvabæ Steingrímur Erlingsson hjá Bio- Craft lagði sl. haust fram tillögu að deiliskipulagi fyrir endurnýjun á vindmyllum sínum í Þykkvabæ. Breytingin fól í sér hærra mastur og lengri spaða en eru á núverandi vind- myllum, en önnur þeirra brann sl. sumar. Meðal annars eru athugasemdir gerðar við nálægð við mörk jarðar- innar Smáratúns. Nálægðin leiði af sér skerðingu á framtíðaráformum landeiganda á uppbyggingu jarðar- innar. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra barst einnig undirskriftalisti frá 61 íbúa þar sem gerðar eru athuga- semdir við að með samþykkt tillögu Meðal þeirra aðila sem hafa sýnt áhuga á að reisa vindmyllur hér á landi á undanförnum árum er þýska fyrirtækið EAB New Energy. Var undirrituð viljayfirlýsing þar að lútandi með Norðurþingi, Grindavíkurbæ, Rang- árþingi ytra og Fallorku í Eyjafirði. Ekkert af þessum verkefnum hefur komist af stað. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, segir hugmyndum um vindorkuver í Eyjafirði ekki hafa verið ýtt út af borðinu. Önnur verkefni hafi verið ofar á forgangslistanum, eins og ný vatnsaflsvirkjun. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir engin sam- skipti hafa verið við þýska orkufyrirtækið um nokkurt skeið. „Sveitarfé- lagið hefur heldur ekki ýtt á eftir því að þráðurinn verði tekinn upp aft- ur,“ segir Kristján Þór. Áhugi á að reisa vindmyllur ÞÝSKT FYRIRTÆKI UNDIRRITAÐI VILJAYFIRLÝSINGU Íslendingar nota meira af sumum tegundum ávanabindandi lyfja en flestar aðrar þjóðir. Þá fengu tæp 19,4% íbúa á Íslandi ávísaða ópíóíða á seinasta ári, en einungis um 7,8% íbúa í Danmörku, 7,7% íbúa í Sví- þjóð og 10,7% íbúa í Noregi. Þetta kemur fram í frétt á vef Embættis landlæknis í gær. Þar segir að almennt séu íslensk- ir læknar á varðbergi gagnvart misnotkun og flestir ávísi ávana- bindandi lyfjum í litlum mæli. Vandinn sé því aðeins bundinn við tiltölulega fámennan hóp lækna. Orsakir mikillar notkunar eru tald- ar tengjast fólksfjölgun og hækk- andi meðalaldri sem kalli á meiri notkun lyfja. Meiri notkun ávana- bindandi lyfja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.