Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Ljósmynd/Getty Images
Samspil þarma og heila Örverurnar í þörmunum geta haft beint samband við heilann um skreyjutaugina.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þarmarnir eru stórkostlegtlíffæri,“ segir breski lækn-irinn Michael Mosley í inn-gangsorðum nýjustu bók-
ar sinnar Bætt melting – betra líf,
sem nýverið kom út í þýðingu Guðna
Kolbeinssonar. Síðan heldur Mosley
áfram á persónu-
legum nótum eins
og honum er lag-
ið, segir frá sjálf-
um sér og beinir
orðum sínum til
„okkar“ eins og
hann gerir reynd-
ar bókina á enda:
„Þegar ég
var í læknanámi
vildu margir félagar mínir læra um
heilann og verða svo heilaskurð-
læknar eða þá hjartalæknar. Ég
heyrði aldrei nokkurn mann segja
að hann ætlaði að helga líf sitt melt-
ingarveginum. Og samt er hann al-
veg einstakur – líkamshluti sem er
tiltölulega lítt kannaður og ég hef
nýlega orðið alveg hugfanginn af.
Undanfarin ár hafa feiknamiklar
rannsóknir farið fram á lífinu í
meltingarvegi okkar og breytt skiln-
ingi okkar á því hvernig líkami okk-
ar vinnur.“
„Myrkur og
saggafullur heimur“
Mosley býður lesendum með
sér í ferðalag um þennan lítt kann-
aða líkamshluta sem meltingarveg-
urinn er og ekki síst þarmana, þar
sem milljarður örvera vinnur verk
sín. Lýsing hans á heimi þarmaflór-
unnar er myndræn, nánast eins og í
hryllingssögu: „Þar til nýlega var
heimur þarmaflórunnar myrkur,
saggafullur og heimullegur. Þarna
niðri lifa verur sem hafa aldrei séð
dagsbirtu, meira en 50 billjónir tals-
ins, að minnsta kosti þúsund mis-
munandi tegundir, meiri líffjöl-
breytni en við finnum í regn-
skógunum.“
Að sögn Mosleys hafa þarm-
arnir gríðarlega merkilegu hlutverki
að gegna því þeir vinna orku úr fæð-
unni, bera ábyrgð á ónæmiskerfinu
og framleiða á þriðja tug hormóna
sem hafa áhrif á allt frá matarlyst
yfir í skapsveiflur. Ferðalagið um
Ferðalag um meltingarveginn
Bætt ónæmiskerfi, minni
sykurlöngun, færri auka-
kíló er undirtitill bók-
arinnar Bætt melting –
betra líf eftir lækninn
Michael Mosley, sem
sumir telja helsta heilsu-
gúrú heims. Bókartitill-
inn er óneitanlega býsna
geðþekkur.
Höfundurinn Michael Mosley.
meltingarveginn og þarmana er
ómaksins vert, enda engin lognmolla
kringum fararstjórann Michael
Mosley. Hann er íslenskum sjón-
varpsáhorfendum að góðu kunnur
fyrir fjölda þátta um heilsu og holl-
ustu sem hann hefur gert fyrir BBC
og sýndir hafa verið á RÚV í áranna
rás. Einnig hafa margir efalítið lesið
hans fyrri bækur, 5:2 mataræðið og
8 vikna blóðsykurkúrinn.
Þarmatilfinningar
og -hugboð
Ein ástæða þess að Mosley
skrifaði Bætt melting – betra líf er
sú að hann er sannfærður um að
marga meltingarkvilla sé betra að
lækna með breytingum á mataræði
en sýkla- og geðlyfjum. Hann segir
ofnotkun sýklalyfja, ruslfæði og
kyrrsetu nánast hafa eytt ýmsum
góðum bakteríum úr þörmunum en
slíkt geti meðal annars valdið fæðu-
óþoli og offitu.
Í bókinni fjallar hann mikið um
samspil þarma og heila og þau nýju
vísindi sem tengjast því. Þess má til
gamans geta að á frummálinu heitir
bókin The Clever Guts Diet, sem á
íslensku er orðrétt Snjalla matar-
æðið fyrir þarmana. Lætur ekki
beinlínis vel í eyrum. Á ensku er tal-
að um „gut feelings“ og „guts in-
stincts“ sem merkir þarmatilfinn-
ingar og þarmahugboð og speglar að
mati Mosleys hversu samtvinnaðir
þarmar og heili eru. Hann tekur
fram að bókin fjalli ekki um hvernig
eigi að grennast, hins vegar gæti
það gerst ef þú borðar matinn sem
hann mælir með og gerir það sem
hann leggur til. Í lokakaflanum eru
uppskriftir frá næringarfræðingi og
heimilisfræðingi að réttum sem
bæta meltinguna.
Áhrifamiklir ættbálkar
Fyrstu kaflana um meltingar-
veginn skrifar Mosley sem ferða-
sögu um sín eigin innyfli. Hann
greinir frá hvað meltingarvegurinn
gerir og hvað gerist þegar eitthvað
fer úrskeiðis. Því næst kynnir hann
fyrir lesendum töfraheim þarmaflór-
unnar og suma áhrifamestu ætt-
bálka sem þar eiga heima. Þá fer
hann nokkrum orðum um leiðir sem
þarmaflóran notar til að hafa áhrif á
okkur og vísindalega prófaðar að-
ferðir til að halda henni í góðu lagi.
Í lok ferðar hafa lesendur efa-
lítið sannfærst um að meltingin er
grunnur allrar starfsemi líkamans
og hefur áhrif á andlega jafnt sem
líkamlega líðan. Og að rangt mat-
aræði og óhollir lifnaðarhættir rugla
þarmana í ríminu.
Í kaflanum Matur fyrir klára þarma fjallar Mosley
um edik úr eplasafa: „Þú hefur kannski ekki
bragðað kimchi eða kefír en sennilega hefurðu
prófað eplaedik. Það er gerjuð fæðutegund sem er
mjög vinsæl nú um stundir […] Leikkonan Scarlett
Johansson þvær sér víst í framan með þynntu
eplaediki og heimskautafarinn sir Ranulph Fienn-
es hrósar því mikið og segist halda gigtinni í skefj-
um með því að drekka ediksblöndu (fjórir hlutar
eplaedik og einn hluti hráhunang):
Enn magnaðri meðmæli koma frá Hippókrates
frá Kos sem oft er kallaður „faðir nútímalæknisfræði“. Hann trúði mjög á
hæfni líkamans til að lækna sjálfan sig. Til að hjálpa líkamanum í gang
lagði hann oft til að fólk notaði eplaedik og föstur. Hann lýsti föstum sem
„lækninum inni fyrir“ og staðhæfði að neysla matar þegar fólk er sjúkt
nærði bara sjúkleikann. Hvað edik varðar mælti hann með því til marg-
víslegra nota, allt frá því að hreinsa sár yfir í að losna við langvarandi
hósta. En hefur edik í rauninni nokkurn lækningamátt?“ spyr Mosley,
sem ásamt dr. James Brown við Aston-háskólann reyndi að komast að
því:
„Það fyrsta sem við ákváðum að prófa var hvort nokkrar teskeiðar af
ediki fyrir mat hjálpuðu til við að halda blóðsykrinum í skefjum og koma í
veg fyrir snögga hækkun hans. Við byrjuðum á því að fá nokkra heilbrigða
sjálfboðaliða og báðum þá að borða eina beyglu. James mældi blóðsyk-
urinn á undan og eftir. Eins og við bjuggumst við hækkaði blóðsykurinn
mikið og hratt við beygluátið. Daginn eftir báðum við sjálfboðaliðana að
borða eina beyglu en nú þurftu þeir að drekka lítið staup af þynntu epla-
ediki á undan. Það dró úr sykurmagninu sem fór út í blóðið um næstum
50 prósent. James varð himinlifandi yfir þessari niðurstöðu.“
BROT ÚR BÓKARKAFLA
Scarlett Johansson
Matur fyrir klára þarma
Þeir sem þykir kominn tími til að
upplifa undur Færeyja, fræðast um
sögu þjóðarinnar og njóta Ólafsvöku
með heimamönnum ættu að bregða
sér á kynningarfund á ferð til Fær-
eyja á vegum Ferðaskrifstofunnar
Mundo. Fundurinn er haldinn kl. 18-19
í kvöld, fimmtudaginn 11. janúar, á 3.
hæð í frumkvöðlahúsinu við Eiðis-
torg.
Í ferðinni sem fyrirhuguð er 27. júlí
til 1. ágúst næstkomandi verða helstu
sögustaðir heimsóttir, gengið í fót-
spor þekktra Færeyinga, s.s. Þrándar
í Götu, Sigmundar Brestissonar og
Williams Heinesens.
Fararstjóri er Torfi H. Tulinius.
Á slóðum Færeyinga sögu
Færeyinga saga er merkileg forn-
saga sem segir frá átökum litríkra
höfðingja í Færeyjum í aðdraganda
kristnitökunnar. Þar takast á kappinn
Sigmundur Brestisson, fulltrúi
kristni og konungsvalds, og hinn læ-
vísi heiðingi Þrándur í Götu sem
svífst einskis í viðureign sinni við
andstæðinga sína. Þótt Færeyinga
saga sé skrifuð af Íslendingi byggist
hún vafalítið á munnmælum úr eyj-
unum og teygja söguslóðir hennar
sig víða um þær, frá Austurey til Suð-
ureyjar. Í ferðinni verður farið á staði
sem tengjast eftirminnilegum at-
burðum í sögunni, m.a. í Götu og
Skúfey, aðsetur þeirra Sigmundar og
Þrándar.
Gestafyrirlesari í ferðinnier Dr. Jó-
annes Dalsgaard.
Ferðalangar taka einnig þátt í há-
tíðarhöldum Ólafsvöku. Í Þórshöfn
verður boðið upp á gönguleiðsögn
um helstu sögustaði, m.a. Þinganes,
Lútersku kirkjuna, litríku gömlu vöru-
húsin og torfbæina.
Ólafsvaka og Færeyinga saga – kynningarfundur
Í fótspor Þrándar í götu og fleiri Færeyinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikil saga Talið er að færeyska þingið hafi verið haldið í rúmlega eitt þúsund
ár á nesinu Þinganesi, sem gengur út í víkina sem Þórshöfn stendur við.
Fátt er notalegra rétt áður en svifið er inn í draumaheiminn en að hlusta á
skemmtilega sögu. Kl. 19 í kvöld, fimmtudaginn 11. janúar, verður Sögustund á
náttfötunum í Borgarbókasafninu Sólheimum. Þar geta krakkar mætt með
uppáhaldsbangsann sinn og hlustað á sögur í náttfötunum í notalegu um-
hverfi safnsins. Boðið verður upp á barnvænar veitingar.
Mikilvægt er að skrá sig í síma 411-6160 eða með því að senda tölvupóst á
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is
Borgarbókasafnið – Menningarhús Sólheimum
Börn og bækur Börnin mega gjarnan koma með bangsana sína í sögustund.
Sögustund á náttfötunum