Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Fimm konur og níu karlar gefa kost
á sér til röðunar við val á sex efstu
sætum á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins á Akureyri við sveitar-
stjórnarkosningarnar sem fram
munu fara 26. maí næstkomandi.
Meðal þeirra sem gefa kost á sér eru
þeir þrír bæjarfulltrúar sem nú sitja
fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn Akureyrar.
Framboðsfrestur rann út í gær,
kosning fer fram á fundi aðal- og
varamanna í fulltrúaráði laugardag-
inn 3. febrúar og að því loknu mun
kjörnefnd gera tillögu um skipan
listans.
Eftirtalin gefa kost á sér, listinn
er í stafrófsröð og innan sviga er það
sæti sem viðkomandi gefur kost á
sér í: Axel Darri Þórhallsson
viðskiptafræðinemi (1.-6.), Baldvin
Valdemarsson bæjarfulltrúi (3.),
Berglind Ósk Guðmundsdóttir laga-
nemi (1.-6.), Elías Gunnar Þor-
björnsson skólastjóri (4.-6.), Eva
Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi
(2.), Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi
(1.), Ingibjörg Jóhannsdóttir sál-
fræðinemi (5.-6.), Kristján Blær Sig-
urðsson framhaldsskólanemi (3.-6.),
Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunn-
skólakennari (4.-6.), Sigurjón Jó-
hannesson sviðsstjóri (3.), Valdimar
O. Hermannsson verkefnastjóri
(3.-6.), Þórhallur Harðarson mann-
auðsstjóri (4.-6.), Þórhallur Jónsson
kaupmaður (1.-6.) og Þórunn Sif
Harðardóttir starfsmannastjóri
(3.-4.)
14 vilja á
lista X-D á
Akureyri
Allir bæjarfulltrúar
flokksins bjóða fram
Hildur Sverris-
dóttir hefur verið
ráðin aðstoðar-
maður Þórdísar
Kolbrúnar Reyk-
fjörð Gylfadóttur,
ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköp-
unarráðherra og
mun hefja störf
síðar í þessum
mánuði.
Hildur er fyrsti varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur-
kjördæmi suður, hún var þingmaður
flokksins á síðasta kjörtímabili og
þar áður var hún borgarfulltrúi.
Hildur er fædd 1978, hún er með
meistarapróf í lögfræði frá Háskól-
anum í Reykjavík og lögmannsrétt-
indi. Hún hefur m.a. starfað sem
lögfræðingur hjá 365 og sem fram-
kvæmdastjóri V-dags gegn
kynferðisbrotum. Með ráðningu
Hildar hefur Þórdís Kolbrún tvo
aðstoðarmenn, en fyrir er Ólafur
Teitur Guðnason.
Hildur ráðin
aðstoðarmað-
ur Þórdísar
Hildur
Sverrisdóttir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hinn gamli hafnsögubátur Reykja-
víkurhafnar, Haki, er nú kominn í
öruggt skjól því Borgarsögusafn
Reykjavíkur hefur eignast bátinn.
Haki, sem er trébátur, hefur um
margra ára skeið staðið á Vestur-
bugt við Gömlu höfnina, rétt hjá
Slippnum, þar sem hann hefur stað-
ið óvarinn fyrir veðri og vindum.
Margir hafa átt þarna leið um og ef-
laust velt því fyrir sér hver yrðu ör-
lög bátsins, enda hefur hann látið
mjög á sjá. Börn og unglingar hafa
gert sér að leik að klifra upp í bát-
inn.
Í vikunni var báturinn fluttur á
svæði við Eyjaslóð í Örfirisey. Síðan
stendur til að koma honum í
geymslu í Korngörðum í Sunda-
höfn. Báturinn þurfti að víkja úr
Vesturbugt því þar stendur til að
reisa nokkur íbúðarhús.
Eftir að hlutverki Haka lauk hjá
höfninni eignaðist Gunnar Richter
bátinn. Gunnar hefur nú afsalað sér
bátnum til Borgarsögusafnsins.
Guðbrandur Benediktsson, for-
stöðumaður Borgarsögusafnsins,
segir að um sé að ræða bát sem tal-
inn er hafa verðveislugildi. Næstu
skref séu að fá sérfróða menn til að
skoða bátinn og meta ástand hans.
Síðan standi til að gera hann upp
en óljóst sé hvenær af því geti orð-
ið. Það sé ekki á döfinni alveg á
næstunni. Guðbrandur segir að
skrokkur Haka virðist vera í nokk-
uð góðu lagi en ástand á stýrishúsi
og dekki sé lakara.
Haki er loks kominn í skjól
Morgunblaðið/RAX
Vesturbugt Haki hefur um margra ára skeið staðið óvarinn á svæðinu.
Borgarsögusafnið eignast bátinn Verður gerður upp