Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Pasco
gólflampi
Ring
borðlampi
Rock
borðlampi
Elegance
borðlampi
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu,
tilkynnti í gær að hann væri reiðubú-
inn til þess að funda með Kim Jong-
un, leiðtoga Norður-Kóreu, hvenær
sem væri, svo lengi sem aðstæður
væru réttar. „Það má þó ekki bara
vera fundur fundarins vegna. Ef það
á að koma til leiðtogafundar verður
að skapa réttar aðstæður og tryggja
að á fundinum fáist ákveðin niður-
staða,“ sagði Moon á fréttamanna-
fundi.
Moon sagði einnig að samkomu-
lagið, sem gert var í fyrradag um
þátttöku Norður-Kóreumanna á
vetrarólympíuleikunum í Pyeong-
chang væri gott upphafsskref. Það
væri hins vegar nauðsynlegt að stíga
næsta skref, sem væru viðræður um
kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.
Talaði gegn hertum aðgerðum
Moon hefur áður boðið Kim til
fundar við sig að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, en hlotið
dræmar undirtektir. Vildi hann þó
ítreka í gær að Suður-Kóreumenn
væru traustir bandamenn Banda-
ríkjanna og að þjóðirnar tvær deildu
áhyggjum af kjarnorkuvígbúnaði
Norður-Kóreu. Tilgangur refsiað-
gerðanna væri hins vegar sá að
knýja stjórnvöld í Pyongyang til við-
ræðna og sagði Moon því að hertar
aðgerðir gætu tafið fyrir því mark-
miði. Það kæmi þó ekki til greina að
Suður-Kórea myndi létta einhliða á
sínum eigin refsiaðgerðum gegn
Norður-Kóreu að svo stöddu.
Samskipti Moons og Donalds
Trump Bandaríkjaforseta hafa verið
talin stirð upp á síðkastið en Trump
reyndi um síðustu helgi að þakka
sjálfum sér fyrir viðræðurnar á milli
Norður- og Suður-Kóreu. „Án mín
væru þeir ekki að tala um Ólympíu-
leikana núna, þeir væru bara ekki að
tala saman,“ sagði Trump.
Moon virtist taka í sama streng í
gær en hann þakkaði Trump sér-
staklega fyrir framlag hans. „Ég tel
að þáttur Trumps forseta til þess að
gera viðræðurnar að veruleika hafi
verið mjög mikill,“ sagði Moon og
lýsti yfir þakklæti sínu.
Fagna sáttaviljanum
Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt
leyti fagnað viðræðunum en fulltrúar
hennar vöruðu engu að síður við því
að þátttaka Norður-Kóreu á Ólymp-
íuleikunum mætti ekki verða til þess
að draga úr samstöðu alþjóðasam-
félagsins gegn kjarnorkuvopna-
stefnu landsins.
Japanar sögðu sömuleiðis að þeir
kynnu vel að meta þann aukna sátta-
vilja sem Norður-Kóreumenn hefðu
sýnt en að enn væri ekki ástæða til
þess að létta af þeim þrýstingi sem
alþjóðasamfélagið hefði beitt landið.
Segist til í að ræða við Kim
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, ítrekar boð sitt um leiðtogaviðræður
Kóreuríkjanna Ólympíusamkomulagið sagt ágætt upphafsskref að friði
AFP
Sjónvarpsávarp Suður-Kóreumenn fylgdust grannt með fréttamannafundi
Moon Jae-in þar sem hann ræddi nýafstaðnar viðræður við Norður-Kóreu.
Odvar Nordli, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Noregs, lést í fyrradag,
níræður að aldri. Nordli var fædd-
ur 3. nóvember
1927 í Stöng í
Heiðmerkurfylki.
Hann var kjörinn
á norska stór-
þingið fyrir
Verkamanna-
flokkinn árið
1961. Hann var
ráðherra sveitar-
stjórnarmála í
ríkisstjórn
Trygve Bratteli 1971-’72 og for-
sætisráðherra 1976-1981.
Ríkisstjórn Nordlis, einkum
Knud Frydenlund utanríkis-
ráðherra, hafði milligöngu um
samningaviðræður Íslendinga og
Breta um lausn þorskastríðsins
sem lauk með samningum í Ósló
sumarið 1976 og var Nordli lýst
sem „yfirveguðum og rólegum
stjórnmálamanni“ í umfjöllun
Morgunblaðsins í ágúst árið 1976.
„Með fráfalli Nordlis er einn af
stóru leiðtogunum í verka-
mannahreyfingunni horfinn á
braut,“ skrifar Jonas Gahr Støre,
formaður Verkamannaflokksins, í
minningarorðum um Nordli.
Odvar Nordli
er látinn
Odvar Nordli
Franskur hjólreiðagarpur tilkynnti í
gær að hann væri hættur að sinna
því tómstundagamni sínu, sem væri
svo sem ekki í frásögur færandi,
nema fyrir þá sök að hjólreiðamað-
urinn er 106 ára gamall.
Robert Marchand vakti talsverða
athygli þegar hann hjólaði 26,9 kíló-
metra á einum klukkutíma árið 2014.
Var það skráð sem nýtt heimsmet
fyrir fólk eldra en hundrað ára, en
raunar þurfti að búa þann aldurs-
flokk til sérstaklega fyrir Marchand.
Þá hefur enginn annar á hans aldri
spreytt sig við að slá metið svo vitað
sé. Marchand er einnig heims-
methafi í götuhjólreiðum fólks sem
er eldra en 105 ára, en samkeppnin
er að vísu engin.
Nágranni Marchands tilkynnti
ákvörðun hans og sagði að læknar
Marchands hefðu ráðlagt honum að
forðast áreynslu sem þessa í fram-
tíðinni. Marchand hyggst þó hjóla
áfram, en þá einungis sér til slök-
unar og í rólegheitum. Þá mun
Marchand einnig eiga æfingahjól
heima hjá sér, sem hann notar til
þess að halda sér í formi.
Marchand hefur starfað við ýmis-
legt um ævina, verið bæði slökkvi-
liðsmaður og grænmetisbóndi, en
hann fæddist hinn 26. nóvember
1911 í Amiens í norðurhluta Frakk-
lands. Þá hefur hann stundað leik-
fimi og hnefaleika.
Marchand hefur sagt að hann
þakki helst grænmetis- og ávaxtaáti
fyrir hið góða heilsufar sitt, auk þess
sem hann segist ekki drekka of mik-
ið kaffi. Þá reykir hann alls ekki og
neytir bara „mjög lítils af áfengi“.
sgs@mbl.is
106 ára setur reiðhjóla-
hjálminn á hilluna
AFP
Í helgan stein Afrek Marchands
hafa vakið mikla athygli.
Það sló í brýnu á milli mótmælenda og öryggis-
sveita annan daginn í röð í helstu borgum Túnis.
Mótmælin hófust í fyrradag vegna verðhækk-
óeirðunum og hleypti það illu blóði í mótmæl-
endur. Köstuðu þeir grjóti að lögreglumönnum,
sem svöruðu fyrir sig með táragasi.
ana, auk þess sem þorri mótmælenda virðist
ósáttur við aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í fjár-
málum ríkisins. Einn maður lést á þriðjudaginn í
AFP
Táragas og grjótkast í mótmælum í Túnis
Verðhækkunum mótmælt tvo daga í röð