Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðræð-urnar umútgöngu Breta úr Evr- ópusambandinu, sem oftast eru nefndar Brexit, verða eflaust í brennidepli á árinu. Næsta skref viðræðnanna snýst um þau viðskiptakjör sem Bretland og Evrópusam- bandið geta boðið hvort öðru. Það er því mikið und- ir í ár, þar sem Bretar munu ganga út úr Evrópu- sambandinu vorið 2019. Theresa May ákvað að hefja vikuna á því að stokka upp í ríkisstjórn sinni, en sú uppstokkun hefur ekki gengið sem skyldi. Einn ráðherrann sagði af sér, frekar en að vera færður til í annað ráðuneyti, og þau andlit sem kynnt hafa verið til sögunnar hafa þótt fremur óspennandi. Hefur upp- stokkunin jafnvel veikt stöðu May enn frekar, og má hún þó ekki við miklu. Í þeirri uppstokkun hef- ur þó verið velt upp einum möguleika, sem þó er óvíst að May muni velja, sem er að skipa sérstakan undir- ráðherra, sem hafi það eina hlutverk að búa Bretland undir þann möguleika að ekki takist að semja við Evrópusambandsríkin um viðskiptakjör. Telja frétta- skýrendur í Bretlandi að skipan slíks ráðherra gæti meðal annars sent þau skilaboð til Brussel, að Bretar muni ekki láta bjóða sér hvað sem er í komandi viðræðum. Innan Evrópusambands- ins ríkir einnig talsverð óvissa um framhaldið. Helstu forkólfar sam- bandsins, eins og Donald Tusk, forseti þess, hafa haft uppi aðvörunarorð og sagt að þörf sé á „algjörri einingu“ ESB-ríkjanna sem eftir standa í komandi viðræðum, eigi þær ekki að fara út um þúfur. Þar á bæ er helsti óttinn sá, að ef einstök ríki fara að setja sína eigin viðskiptahags- muni ofar hagsmunum Evrópusambandsins muni Bretar geta teflt þjóðunum hverri gegn annarri og reynt þannig að kría út betri viðskiptakjör en ef ríkin 27 eru samstiga. Þessi áhersla á einingu er skiljanleg frá sjónarhóli helstu forkólfa Evrópu- sambandsins. En er hún raun- hæf? Á sama tíma og leið- togar ESB-ríkjanna reyna að stilla saman strengi sína fyrir viðræðurnar gegn Bretum, eru þeir einnig að ræða hugsanlegar aðgerðir gegn ríkisstjórn Póllands, sem gætu jafnvel gengið svo langt að Pólverjar yrðu sviptir atkvæðisrétti sínum við æðstu stjórn Evrópu- sambandsins. Þá hefur stefna sam- bandsins í málefnum flótta- manna frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum ekki notið ótvíræðs stuðnings allra ríkjanna. Fyrir utan Pólland, þá hafa Ungverja- land, Tékkland og Austur- ríki slegist í hóp þeirra ríkja sem vilja víkja frá kvótakerfi því, sem emb- ættismennirnir í Brussel hafa staðið á bak við, og hafa sumir forystumenn í þessum ríkjum kallað eftir því að hert verði verulega á komu flóttamanna til sam- bandsins. Þó að Ítalir hafi ekki vilj- að ganga svo langt, þá er ljóst að þeir eru einnig orðnir langþreyttir á ástandinu, enda liggur stór hluti straumsins til Ítalíu. Á síðasta ári komu um 80% af öllum þeim sem lögðu leið sína yfir Miðjarðar- hafið til Evrópusambands- ríkjanna til Ítalíu. Hafa Ítalir því kallað eftir því að fundin verði lausn sem muni dreifa álaginu betur meðal ríkja Evrópusam- bandsins, þar sem þeir geti varla lengur staðið undir þeim kostnaði sem þessu fylgi. Með Ítölum standa önnur „suðurríki“ sam- bandsins eins og Spánn, Grikkland, Portúgal og Frakkland. Afstaða Evrópusam- bandsins í flóttamanna- málum gæti því hæglega rekið fleyg í samstöðu Evr- ópusambandsríkjanna ein- mitt á þeim tímapunkti sem einingar er helst sögð þörf. Hvaða áhrif slíkir flokkadrættir gætu svo aft- ur haft á hinar krefjandi Brexit-viðræður getur tím- inn einn leitt í ljós, en ljóst er að þeir styrkja stöðu Breta. Brexit-viðræðurnar standa á mikil- vægum tímamótum} Einingin í hættu? E infalt ætti að vera að skilja mun- inn á sköttum og gjöldum ríkis og sveitarfélaga. Samt er þessu tvennu ruglað saman æ ofan í æ, jafnvel af þeim sem ættu í ljósi langrar reynslu að þekkja muninn. Hér er ekki átt við útgjöld hins opinbera heldur gjöld sem fyrirtæki og einstaklingar greiða til hins op- inbera. Skattar eru greiðslur þar sem sá sem greiðir fær ekkert sérstakt fyrir. Tekjuskattar eru til dæmis lagðir á samkvæmt ákveðnum reglum. Allir þeir sem eru með sömu launatekjur ættu að greiða jafnmikinn tekjuskatt, óháð því hve mikillar þjónustu þeir njóta frá hinu opinbera. Dæmi um gjöld eru veiðigjald sem útgerðin greiðir fyrir réttinn til þess að nýta hina tak- mörkuðu auðlind sem fiskistofnar við Ísland eru eða kolefnisgjald sem þeir eiga að greiða sem menga andrúmsloftið. Þegar greidd eru gjöld til hins opinbera er lögð áhersla á að þau séu í samræmi við þau hlunnindi sem þeir njóta sem greiða þau. Veiðigjöld hafa verið umdeild af ýmsum ástæðum. Þeg- ar kvótakerfinu var komið á fyrir meira en 30 árum var enginn friður um þá ráðstöfun. Síðar var deilt um það hvort leggja ætti á veiðigjöld fyrir aðgang að sjávar- útvegsauðlindinni. Morgunblaðið fór fremst í flokki þeirra sem lögðu áherslu á nauðsyn og sanngirni veiðigjalda og hafði að lokum árangur sem erfiði. Nú er lítið deilt um kvótakerfið sjálft eða hvort greiða eigi gjald fyrir veiði- réttinn, heldur aðeins hvernig skuli reikna það gjald. Vinstristjórnin, næst á undan þeirri sem nú situr, lagði grunninn að þeim veiðigjöldum sem nú eru innheimt. Draumurinn var að reikna út svonefnda auðlindarentu, sem er fræðilegur mælikvarði á afrakstur af greininni. Niður- staðan er sú að nefnd reiknar út gjaldið miðað við tveggja ára gamlar tölur úr ársreikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir vita að útflutn- ingsgrein sem byggir afkomu sína á íslensku krónunni býr við miklar sveiflur í afkomu. Rekstur sjávarútvegs almennt gekk ágætlega fyrir tveimur árum, en nú er afkoman víðast verri. Þess vegna reynist sumum útgerðum erfitt að greiða veiðigjaldið núna. Gagnrýni á núverandi fyrirkomulag á sann- arlega rétt á sér. Útgerðunum er mikilvægt að hætt verði að byggja á útreikningum embætt- ismanna úr gömlum tölum samkvæmt for- skrift stjórnmálamanna. Markaðurinn á að ákveða hvert afgjaldið eigi að vera, þannig að verð aðgöngumiðans að auðlindinni ákvarðist af framboði og eftirspurn. Þá þarf ekki að deila um hvort verðið er sanngjarnt eða ekki. Markaðurinn ræður, en ekki stjórnlyndir forræðis- hyggjumenn. Í leiðara Morgunblaðsins í gær er bent á þá ósanngirni að fleiri greinar nýti náttúruauðlindir án þess að greiða sambærileg gjöld. Þess er því að vænta að blaðið útvíkki baráttu sína fyrir auðlindagjöldum þannig að jafnræðis verði gætt. Benedikt Jóhannesson Pistill Munurinn á sköttum og gjöldum Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eigendur jarðarinnar Sel-skarðs í Garðakirkjulandihafa kært útgáfu Garða-bæjar á framkvæmda- leyfi til Landsnets vegna Lyklafells- línu. Er þetta þriðja kæran vegna línunnar sem nú er til meðferðar hjá úrskuðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál, ÚUA. Sveitarfélögin Mosfellsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær og Kópavogur hafa öll samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfa vegna Lyklafellslínu. Landsnet hyggst óska eftir tilboðum í línulögn- ina á næstu vikum, en með fyrirvara um lyktir kærumála. Þórarinn Bjarnason, verkefna- stjóri hjá Landsneti, segir að verk- efnið verði boðið út á Evrópska efna- hagssvæðinu. Línulögnin verði boðin út fljótlega og áætla megi kostnað við hana um tvo milljarða króna. Bygging tengivirkis við Lyklafell verði einnig boðin út á næstu vikum, en í heildina megi áætla kostnað við verkefnið um fjóra milljarða. Vænt- anlega verði ekki farið út í fram- kvæmdir fyrr en botn verði kominn í kærurnar. Þórarinn segir að Landsnet vilji semja við lögmæta eigendur lands. Að mati Landsnets sé óvissa um eignarhald á stuttum hluta leið- arinnar en verið sé að skoða málið nánar. Ekki umboð eða heimildir Í kæru fulltrúa eigenda Sel- skarðs er vísað í fund með fulltrúum Landsnets 19. október í haust „þar sem þeim var gerð ítarleg grein fyrir löglegum eignarréttindum jarðar- innar Selskarðs á landi því þar sem til stendur að byggja Lyklafellslínu og að þeir hafi ekki umboð eða heim- ildir til framkvæmda þar, þó svo að þeir fái eitthvert framkvæmdaleyfi frá sveitarfélagi,“ eins og segir í kærunni. Engir samningar hafi verið gerðir um nýtingu og er farið fram á að framkvæmdaleyfi Garðabæjar verði fellt úr gildi og framkvæmdir verði stöðvaðar meðan málið sé til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þar sem miklir hagsmunir séu í húfi er óskað eftir flýtimeðferð í málinu. „Útgefið framkvæmdaleyfi fyrir raf- línulögn þvert yfir óskipt land, þar sem jörðin Selskarð er eign- araðili … má ekki öðlast gildi eins og staða mála er,“ segir m.a. í bréfi landeigenda. Framkvæmdaleyfið var sam- þykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 7. desember, gefið út 18. desember og fulltrúum eigenda Selskarðs til- kynnt um leyfisveitinguna 21. des- ember. Kæran var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Garðabæjar í vik- unni. Nefna má að eigendur Sel- skarðs og bæjaryfirvöld deildu árið 2009 vegna lagningar Álftanesveg- ar. Hafnfirðingar létu ekki vita Þá er í kærunni vísað til þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi gef- ið út framkvæmdaleyfi á eignarrétt- indum Selskarðs 21. júní á síðasta ári.. Eigendur Selskarðs hafi verið í sumarleyfi á þessum tíma og útgáfa leyfisins því farið framhjá þeim. Þess vegna hafi þeir ekki getað kært framkvæmdaleyfið tímanlega og bæjarfélagið ekki látið vita um ákvörðunina. Hafnarfjarðarbæ hafi verið vel ljós eignarréttindi jarð- arinnar Selskarðs á því svæði sem framkvæmdaleyfið fjallaði um. Fulltrúar eigenda líti svo á að framkvæmdaleyfið sé því ógilt, en um sé að ræða sama landið hvað varðar Hafnarfjörð og Garðabæ, svonefnt Garðakirkjuland. Tvær aðrar kærur Fyrr í haust var greint frá því að Náttúruverndarsamtök Suðvest- urlands og Hraunavinir hefðu kært útgáfu Mosfellsbæjar og Hafnar- fjarðar á framkvæmdaleyfum vegna línunnar til úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála. Í frétt í Morgunblaðinu sagði m.a. að sam- tökin færðu ýmis rök fyrir kröfu sinni um að framkvæmdaleyfin verði felld úr gildi, meðal annars var vísað til dóma og úrskurða í öðrum málum vegna ágalla á undirbúningi og út- gáfu slíkra leyfa. Þá var sérstaklega varað við því að línan mundi liggja um grannsvæði vatnsverndar. Útboð með fyrirvara um lyktir kærumála Lyklafellslína, sem í fyrstu áætlunum var kölluð Sandskeiðslína, liggur frá Sandskeiði í Hafnarfjörð, tæplega 30 kílómetra leið. Hún á að leysa af hólmi Hamraneslínu sem er tvöföld og liggur á háum möstrum skammt frá byggð á höfuðborgarsvæðinu og fer yfir útivistarsvæði í Heiðmörk. Byggðin er farin að þrengja að línunum, sérstaklega í Hafnarfirði þar sem hún liggur um Vallahverfi. Einnig verða línurnar sem liggja að ál- verinu í Straumsvík færðar. Lagning nýju línunnar og tilheyrandi tengi- virki við Lyklafell á Sandskeiði eru forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur. Um 30 kílómetrar LYKLAFELLSLÍNA KEMUR Í STAÐ HAMRAFELLSLÍNU Lyklafellslína Grunnkort/Loftmyndir ehf. Straumsvík Reykjavík Hamraneslínur 1 og 2 Ísalínur 1 og 2 Lyklafellslína Búrfellslína 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.