Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 ✝ Sigurveig IngaHauksdóttir fæddist í Reykja- vík 13. janúar 1942. Hún lést í Bolungarvík 26. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Jórunn Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir versl- unarmaður, frá Hrísey við Eyja- fjörð, f. 20.6. 1910, d. 21.11. 2008, og Jón Guðmann Haukur Þorsteinsson, verktaki og for- seti Landssambands Íslend- ingafélaga í Svíþjóð, frá Foss- vogi, f. 4.5. 1914, d. 27.12. 1990. Sigurveig var elst fjög- urra systkina sem auk hennar eru Jóhanna, f. 9.8. 1945, Bryn- hildur, f. 28.12. 1946, og Brynj- ólfur Karl, f. 10.6. 1948. Hinn 8.4. 1961 giftist Sigur- veig Pétri Magnússyni útibús- stjóra, f. 27.6. 1939, d. 15.12. 1996. Hann var sonur hjónanna örnefnið þar hefur fallið niður. Sigurveig gekk í Laugarnes- skóla og Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. Veturinn 1960-1961 var hún við enskunám í Cam- bridge á Englandi og þar kynntist hún Pétri Magnússyni sem var þar einnig við nám. Þau felldu hugi saman og hófu búskap á Hólavöllum í Reykja- vík. Sigurveig var ritari hjá ferðamálaráði og á skrifstofu Eimskips og síðar rak hún vefnaðarvöruverslun á Grund- arstíg 2 ásamt Jórunni móður sinni um árabil. Hún flutti árið 1979 til Hellu, þar sem Pétur var útibússtjóri Búnaðarbanka Íslands. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur tíu árum síðar þegar Pétur tók við útibúi bankans í Grafarvogi. Sigur- veig bjó síðan í Reykjavík, vann um tíma í menntamála- ráðuneytinu og síðar hjá Sund- laug Seltjarnarness og hún menntaði sig í förðunarfræðum og ferðamálafræðum. Á liðnu ári fluttist hún til Bolungar- víkur til dóttur sinnar og bjó á Hjúkrunarheimilinu Bergi. Útför Sigurveigar Ingu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 11. janúar 2018, klukkan 15. Sigríðar Guð- laugar Guðbrands- dóttur húsmóður, f. 11.4. 1918, d. 23.4. 1964, og Magnúsar Péturs- sonar, lögreglu- manns og for- stjóra, f. 4.8. 1914, d. 4.2. 1984. Dóttir Sigur- veigar og Péturs er Ásta Ingibjörg, sóknarprestur, f. 10.4. 1967, maki Helgi Hjálmtýsson mark- aðs- og kynningarfulltrúi, f. 16.9. 1964, dætur þeirra eru Sigurveig Þórhallsdóttir lögfræðinemi, f. 18.6. 1986, og Svanhildur menntaskólanemi, f. 13.3. 2000. Maki Sigurveigar er Sigurjón Ólafsson slökkvi- liðsmaður, f. 9.10. 1982, barn þeirra er Pétur, f. 9.12. 2015. Sigurveig Inga ólst upp í Reykjavík og lengi vel bjó fjöl- skylda hennar í Undralandi við Laugardalinn í Reykjavík en Sigurveig, tengdamóðir mín, var sterk og þrautseig kona sem glímdi við erfið veikindi. Hún fór sínar eigin leiðir í lífinu og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Hún hafði fágaðan smekk og lét ekki tískustrauma trufla sig. Hún hafði mikinn áhuga á óperum, hún naut þess að fara í óperuna og á tónleika og hún hlustaði á klassíska tónlist. Hún var sælkeri en vildi einungis góðan og hollan mat. Venjulegur morgunverður varð með einhverjum hætti að skemmtilegri upplifun á borði hennar. Hún gat auðveldlega ver- ið hrókur alls fagnaðar og henni varð aldrei orða vant og hafði húmor fyrir sjálfri sér og öðrum. Fyrir jólin áttum við yndislega stund á Bergi með henni. Kon- urnar á Bergi höfðu stofnað kór og þær sungu fyrir viðstadda nokkur jólalög sem var gaman að heyra. Sigurveig las svo fyrir við- stadda tvö ljóð sem hún hafði val- ið sjálf. Hún lagði mikinn metnað í að þessi stund yrði sem best. Hún hafði einstakt lag á að gera heiminn aðeins betri en hann er. Helgi Hjálmtýsson. Amma kenndi mér að spila á spil. Það var oft mikið fjör hvern- ig hún gat grínast með spila- mennskuna og svo fylgdu einnig ýmsar sögur af henni sjálfri í kaupbæti. Oftar en ekki var ég í keng af hlátri og gat því ekki mikið spilað við hana og alls ekki hratt eins og hún vildi alltaf að væri spilað. Amma teiknaði upp glæsilega síðkjóla með kolum og hún hafði lært svæðanudd og hún lærði förðunarfræði, þrátt fyrir að hún væri ekki mikið fyrir að mála sig. Hún gaf mér förðunarbækurnar sínar en sagði mér um leið að það væri hættulegt að mála sig því það væri svo mikið af eiturefnum í snyrtivörum. Svo þykir mér vænt um að amma lét laga víravirkiskrossinn sem hún fékk frá ömmu sinni og ég fermdist með krossinn. Í síðasta skiptið sem amma kom að sunnan með okkur í bíln- um gerðum við hressingarstopp á miðri leið til að fá okkur nesti sem hún hafði gert. Nestið setti hún í box sem hún hafði keypt sérstak- lega í þessum tilgangi. Þetta var fallegt ljósblátt box með myndum af litlu fólki utan á. Það kom ekki til greina af hennar hálfu að stoppa einhvers staðar og kaupa tilbúnar samlokur, hvað þá sæl- gæti. Það vildi hún ekki en þess í stað hafði hún eytt drjúgum tíma í að smyrja handa okkur nesti í ferðina, enda vildi hún alltaf að allur matur væri fallegur, góður og hollur og hún hafði farið víða um bæinn að afla fanga í nestið. Þetta var fallegur sumardagur sem við áttum saman, brakandi sól og hressandi sumarvindurinn blés um okkur. Nestið hennar ömmu var eins og hennar var von og vísa, ciabatta-samlokur með camembert, kryddpylsum, osti og grænmeti og svo smá dökkt súkkulaði. Fyrst fannst okkur þetta allt of mikið af samlokum en auðvitað kláruðust þær allar. Í dag er ég afar þakklát ömmu fyrir að hafa staðið að þessari góðu stund og hún segir líka mikið um það hvernig hún vildi hafa hlutina og hvernig hún kunni að gera ævintýri úr hversdagslegum hlutum. Svanhildur Helgadóttir. Ég á ömmu minni svo mikið og margt að þakka, svo miklu meira en ég held að hún hafi áttað sig á. Hún var mér ómetanleg á tímum þegar ég þurfti á styrk og kær- leika að halda og hún er og mun alltaf vera stór hluti af mér sjálfri. Eitt af mörgu sem ég á henni að þakka er að hafa kynnt mig fyrir manninum mínum. Hún hringdi í mig einn dag og sagði að nú væri hún sko búin að finna rétta manninn fyrir mig. Ég tók nú lítið mark á þessu í fyrstu en hún var harðákveðin og eins og með margt annað hafði hún rétt fyrir sér með þetta. Það sem einkenndi ömmu mína var hve sterk og þrautseig hún var. Hún var líka alveg einstak- lega skemmtileg og uppátækja- söm og oftar en ekki á undan sinni samtíð með svo marga hluti. Hún hafði mikinn áhuga á heilsu og mataræði og var með sterkar skoðanir um hvað væri heilsu- samlegt og hvað ekki. Þessar skoðanir hennar stjórnuðust ekki af tísku heldur hennar eigin innsæi sem oftar en ekki reyndist rétt. Hún var alla tíð mikið fyrir úti- vist, var dugleg að fara á skíði og stundaði göngur. Þá má segja að hún hafi verið brautryðjandi í sjósundi og fannst lítið mál að fara í sjósund úti á Nesi eftir vinnu í Neslauginni. Við mamma vorum ekkert sér- staklega hrifnar af þessu en eins og með annað var ekki hægt að stoppa hana. Hún var alla tíð óhrædd við að fara sínar eigin leiðir. Hún var dugleg að sækja fyrir- lestra og námskeið, vildi alltaf vera að læra eitthvað nýtt og hún var fróð um marga hluti. Hún var mikill húmoristi og átti ekki erfitt með að hlæja að sjálfri sér. Hún sagði oft svo fyndnar sögur af sjálfri sér að það var ekki annað hægt en að veltast um af hlátri. Það var þá ekki síður frásagnar- stíllinn sem gerði sögurnar hennar einstaklega fyndnar og skemmtilegar. Ég er svo heppin að eiga ótelj- andi minningar um ömmu mína sem ég mun búa að. Ég veit að ég mun halda áfram að læra af henni og ég mun alltaf vera þakklát fyr- ir samband okkar. Sigurveig Þórhallsdóttir. Sigurveig Inga Hauksdóttir var fagurkeri og elskaði falleg föt. Í fimm ár hittumst við í hverri viku og sungum saman í skemmtilegum kór. Farið var í ógleymanlegar ferðir vestur á Snæfellsnes, í Skagafjörð og í Borgarfjörðinn, fyrir svo utan að sungið var með helstu djass- geggjurum á tónleikum og alltaf var gaman. Sigurveig mætti á fín- um spariskóm, gjarnan banda- skóm, hvernig sem viðraði, en hún var í raun og veru ekki fær um að ganga á svona skóm enda slæm í fótum, en pjattrófan var skynseminni yfirsterkari. Sigur- veig elskaði stelpurnar sínar. Í minningunni er hún og verður alltaf hluti af þessum kvenna- blóma. Mamman fjörgömul versl- unarkona sem seldi flottasta línið í bænum, Sigurveig oft í búðinni hjá henni og svo Ásta sem nú er prestur í Bolungarvík, sem hún var svo stolt af, að ógleymdri yngstu kynslóðinni sem eru syst- urnar þær Svanhildur og Sigur- veig yngri. Hjónin Ásta og Helgi eru gest- risin mjög og höfum við svo sannarlega fengið að njóta þess hjá þeim í Bíldudal þá er við í tví- gang dvöldumst þar á hátíðum ásamt Sigurveigu. Sigurveig var ákaflega leitandi manneskja, opin fyrir þeim möguleikum sem ýmis námskeið og frístundastarf getur boðið upp á. Við kynntumst fyrst í Neslaug- inni fyrir tveimur áratugum eða svo og það lýsir henni best hvað hún sem starfskona var hlý og skemmtileg og hugguleg við gesti fyrir utan að hún var húmoristi og hafði góða frásagnargáfu. Jólin eiga að vera skemmtileg og væntingar oft miklar. Á síð- ustu dögum fyrir jól hittum við Sigurveigu yngri í verslun á Laugaveginum. Hún var að ná í náttkjól fyrir ömmu, náttkjól í mörgum litum. Ég hafði þá á orði að ég ætti nú að hringja til hennar um jólin, en af því samtali varð ekki. Sigur- veig tók virkan þátt í starfi Guð- spekifélagsins. Við kveðjum Sigurveigu með sorg í hjarta og sendum jafnframt Ástu, Helga, Sigurjóni og dætr- unum ásamt litla Pétri okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þorvaldur Friðriksson og Elísabet Brekkan. Sigurveig Inga Hauksdóttir ✝ Einar EmilMagnússon fæddist á Akureyri 18. september 1946. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 5. janúar 2018. Foreldrar han voru Anna Emils- dóttir, f. 2.10. 1927, d. 17.2. 1992, og Ingimundur Magn- ús Kristinsson, f. 11.9. 1920, d. 1.9. 1971. Bræður hans eru Kristinn, Ásgeir, Stef- án, Skúli og Helgi. Einar kvæntist árið 1966 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Margréti Haukdal Marvinsdóttur, f. 31.12. 1948. Börn þeirra eru: 1) Anna Valgerður, f. 15.8. 1965, maki 1) Kristján Sverrisson, f. 14.5. 1961, d. 24.8. 2007. Börn þeirra eru: a) Eva Margrét, f. 17.1. 1997, b) Linda Marín, f. 28.7. 1999, c) Kristján Þór, f. 11.9. 2006, maki 2) er Helgi Mar Friðriksson, f. 3.11 1966. 2) Heiða Guðrún, f. 12.9. 1966, maki Sigurður Arnar Ólafsson, f. 20.12. 1966. Synir þeirra eru: a) Andri Már, f. 23.4. 1989, maki Agnes Þóra Krist- ar aftur til Akureyrar, þar sem hann vann ýmiss konar verka- mannavinnu. Í janúar 1964 kynntist hann eftirlifandi eig- inkonu sinni, Margréti Haukdal Marvinsdóttur, f. 31.12. 1948. Þau hófu sambúð haustið 1965 og gengu í hjónaband 31. des.1966. Árið 1970 flutti fjöl- skyldan til Innri-Njarðvíkur þar sem Einar vann í fimm ár í Vél- smiðju Suðurnesja sem var fyr- irtæki í eigu fjölskyldunnar. Árið 1975 flutti Einar ásamt fjölskyldu sinni aftur til Akur- eyrar, þar sem hann vann ýmiss konar verkamannastörf. Einar greindist með Parkinson- sjúkdóm aðeins 41 árs að aldri og þurfti af þeim sökum að hætta þátttöku á vinnumarkaði árið 1990. Síðustu ár starfsævi sinnar starfaði hann í Sambandsverk- smiðjunum. Einar hafði ýmis áhugamál í gegnum tíðina, s.s ferðalög, hestamennsku og blómarækt. Eftir að hann hætti störfum fann hann sér önnur áhugamál, s.s. bókband og ættfræði. Hann kom að vinnu margra ættfræðirita og gerði ættarskrár og niðjatöl fyr- ir fólk. Síðustu tvö ár ævinnar bjó Einar á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Útförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 11. janúar 2018, klukkan 13.30. þórsdóttir, f. 19.8. 1989. Synir þeirra eru Alexander Týr, f. 23.4. 2012, og Elmar Blær Kjart- ansson, f. 31.3. 2007, b) Arnar Páll Sigurðsson, f. 10.12. 1993, c) Ólafur Ein- ar Sigurðsson, f. 14.11. 2002. 3) Magnús Baldvin, f. 13.8. 1967, maki 1) var Esmeralda Corea, f. 10.8. 1967. Dætur þeirra eru: a) Jenni- fer Jónína, f. 3.8. 2002, b) Erika, f. 9.1. 2006, maki 2) er Fowzya Alhomedan, f. 26.9. 1970. 4) Mar- vin Haukdal, f. 21.5. 1984, barns- móðir Berglind Laufdal Þór- isdóttir, f. 12.6. 1980. Synir þeirra eru: a) Bergvin Hrafn, f. 7.9. 2012, b) Rökkvi Hrafn, f. 28.4. 2014, sambýliskona Mónika Nótt Atladóttir, f. 3.11. 1993. Einar ólst upp á Akureyri hjá móðurömmu sinni, Baldvinu Guðlaugu Baldvinsdóttur, f. 14.4. 1899, d. 27.4. 1967, til níu ára aldurs en þá flutti hann til Innri- Njarðvíkur til móður sinnar og kjörföðurs. Árið 1963 flutti Ein- Elsku hjartans pabbi okkar. Síðustu þrjátíu árin hefur þú verið að berjast við erfiðan sjúkdóm en samt sem áður kom okkur það öllum á óvart þegar við fengum þær fréttir á annan dag jóla að þú værir kominn á sjúkrahús með lungnabólgu og útlitið væri ekki gott. Af mikilli þrautseigju og með æðruleysi hefur þú tekist á við það hlut- skipti að greinast með Park- insonsjúkdóm í blóma lífsins, aðeins fertugur að aldri. Á svona tímamótum lítur maður yfir farinn veg og minn- ingarnar hrannast upp. Und- anfarna daga höfum við systk- inin verið að rifja upp allar útilegurnar sem við fórum í sem börn í Þjórsárdal og fleiri staði. Eins og þér var lagið var þessi mikli útileguáhugi tekinn með trompi og í útilegur skyldi farið allar helgar. Þannig hoss- uðumst við á yfirfullum Land Rover-jeppa með hliðarbekkj- um, sem farþegasæti aftur í bílnum, hringinn í kringum landið þegar hringvegurinn var opnaður og þurfti þá eitt systk- inið oftar en ekki að sitja ofan á öllum farangrinum. Útilegur voru ekki eina „dellan“ sem þú fékkst. Um tíma varstu alveg að gera út af við fjölskylduna með amerískri sveitatónlist og þýskum slög- urum. Barnabörnin hafa öll hlegið að því að fara í bíltúr með ömmu og afa þar sem þýskir slagarar glymja um bíl- inn. Þú hafðir mikið gaman af hestamennsku og að vera dóm- ari á hestamannamótum á meðan þú hafðir heilsu til og auðvitað vildir þú að við öll fjölskyldan tækjum þátt í því áhugamáli þínu. Svo var það tímabilið sem blómaræktunin tók allan þinn tíma og allar gluggakistur hússins fylltust af blómum svo erfitt var að sjá út og svo mætti lengi telja. Lífseigasta áhugamálið var nú samt ættfræðin, sem átti hug þinn allan. Svo árum skipti sast þú við tölvuna og safnaðir og skráðir gögn fyrir útgáfu á íbúatölum og ætt- fræðiritum. Við systkinin erum öll sammála um að ekki höfð- um við sem unglingar alltaf mikinn áhuga á allri þessari ættfræði sem þú vildir endi- lega segja okkur frá en við er- um samt svo ótrúlega stolt af þessari vinnu þinni. Það sem alltaf hefur ein- kennt þig er hversu mikill fjöl- skyldumaður þú ert. Fjöl- skyldan þín, eiginkona, börn og barnabörn hafa alltaf verið það sem skipti þig mestu máli og það hefur þú alltaf látið okkur finna. Þrátt fyrir að heilsu þinni hafi hrakað mikið síðustu árin fann maður alltaf hversu glaður þú varst að fá okkur í heimsókn og hve erfitt þér þótti að kveðja okkur þeg- ar við vorum að fara aftur. Fyrir tveimur árum fluttir þú á hjúkrunarheimilið Hlíð, þar sem þú gast ekki verið lengur heima heilsu þinnar vegna. Það voru erfið skref fyrir ungan mann eins og þig en þökk sé frábæru starfsfólki á Beykihlíð leið þér vel þar. Elsku pabbi, takk fyrir allar góðu stundirnar. Við söknum þín. Anna Valgerður, Heiða Guðrún, Magnús Baldvin og Marvin Haukdal. Einar Emil Magnússon Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR SVEINBJARNARSON frá Ysta-Skála, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. janúar á hjúkrunar- heimilinu Eiri. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 22. janúar klukkan 11. Kjartan Garðarsson Antonía Guðjónsdóttir Guðbjörg Garðarsdóttir Stefán Laxdal Aðalsteinsson Anna Birna Garðarsdóttir Jón Ingvar Sveinbjörnsson Guðrún Þóra Garðarsdóttir Sigurjón Ársælsson Sigríður Garðarsdóttir Stefán Þór Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG ÁRNÝ EINARSDÓTTIR þroskaþjálfi, Stórateigi 13, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 4. janúar. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 15. janúar klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Slysavarnafélagið Landsbjörg njóta þess. Einar Hólm Ólafsson Ingibjörg Hólm Einarsdóttir Jón Guðmundur Jónsson Ólafur Hólm Einarsson Elva Brá Aðalsteinsdóttir ömmubörn og langömmubarn Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.