Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Guðrún Soffía Guðbjörnsdóttir á 75 ára afmæli í dag. Hún býr áSkagaströnd og starfaði lengst við apótekið þar í bæ, eða ímeira en 30 ár. „Eftir að ég hætti að vinna hef ég verið að
setja niður kartöflur og rækta garðinn minn, blóm og annað. Svo hef
ég gaman af því að fara í gönguferðir og útivist alls konar.“
Guðrún var gjaldkeri Verkalýðsfélags Skagastrandar í nokkur ár
og er í kór Hólaneskirkju. „Það er alltaf gaman að vera í kórnum og
verður meira gaman eftir því sem maður eldist. Það er til dæmis alltaf
mikil dagskrá á jólunum, við fórum á dvalarheimilið og sungum þar
fyrir jólin og í Hólaneskirkju á aðfangadag. Þá sungum við í Hofs-
kirkju á jóladag,“ en Hofskirkja er fyrir norðan kaupstaðinn á Skaga-
strönd.
Eiginmaður Guðrúnar er Gylfi Sigurðsson, sjómaður og fyrrver-
andi stjórnarmaður hjá félaginu Skagstrendingi. Börn þeirra eru
Hafþór Smári stýrimaður, búsettur á Skagaströnd, og Guðbjörg
Hanna og Jóney Hrönn, sem báðar eru viðskiptafræðingar og búa á
höfuðborgarsvæðinu. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin fjög-
ur.
Guðrún er stödd í Reykjavík en heldur lítið upp á það þar sem hún
byrjar í geislameðferð í dag.
Guðrún er ekki frá Skagaströnd heldur fæddist hún í Reykjavík.
„Ég ólst upp á Bergþórugötunni við hliðina á Sundhöllinni, ég ætti að
koma við þar og skoða nýju laugina.“
Stórfjölskyldan Guðrún og Gylfi ásamt börnum, tengdabörnum og barna-
börnum á 50 ára brúðkaupsafmæli sínu á Borg í Grímsnesi árið 2012.
Alltaf gaman að
vera í kirkjukór
Guðrún Guðbjörnsdóttir er 75 ára í dag
G
uðný Guðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
11.1. 1948 en ólst upp í
Kópavogi. Hún var í
barnaskóla og gagn-
fræðaskóla í Kópavogi, lauk lands-
prófi, stundaði nám við MR 1965-67,
stundaði nám í fiðluleik við Tónlist-
arskólann í Hafnarfirði 1954-56, við
Tónlistarskólann í Reykjavík 1956-
67 undir handleiðslu Björns Ólafs-
sonar og lauk þaðan einleikaraprófi,
nám við Eastman School of Music
1967-71 og lauk þaðan BM-prófi (
Bachelor of Music with Distinction
og „Performers Certificate“, lauk
Diplomaprófi frá Royal College of
Music í London 1972, stundaði nám
við The Juilliard School of the Per-
forming Arts 1972-74 og lauk þaðan
MM-prófi ( Master of Music) 1974.
Aðalkennarar hennar erlendis voru
Carroll Glenn og Dorothy DeLay.
Auk þess sótti hún fjölda námskeiða
í einleik, kammertónlist og hljóm-
sveitarleik í Evrópu og Bandaríkj-
unum á árunum 1964-74.
Guðný hefur staðið á tónleikapalli
frá sjö ára aldri, var lausráðin fiðlu-
leikari við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands 1964-74 og fyrsti konsert-
meistari hljómsveitarinnar 1974
-2010 og því meðal fyrstu kvenna í
heimi til að gegna stöðu fyrsta
konsertmeistara. Hún leiddi hljóm-
sveitina undir stjórn margra heims-
þekktra hljómsveitarstjóra og lék
með mörgum frægustu einleikurum
og einsöngvurum heims.
Guðný hefur haldið fjölda ein-
leikstónleika, kammertónleika og
komið fram sem einleikari með
hljómsveitum bæði heima og er-
lendis. Hún hefur farið í tónleika-
ferðir til Ísraels, Japans, Kína,
Hong Kong, Mexíkó, Púertó Ríkó,
auk Norðurlanda, Bretlands,
Þýskalands og Frakklands. Á
kennsluferðum sínum leitast hún
við að kynna íslenska tónlist. Hún
hefur verið tíður gestur á sum-
artónlistarhátíðum víða um Banda-
ríkin.
Guðný stofnaði Tríó Reykjavíkur,
ásamt Halldóri Haraldssyni píanó-
leikara og Gunnari Kvaran selló-
leikara, árið 1988. Árið 1995 tók
Peter Máté píanóleikari við af Hall-
dóri en Tríó Reykjavíkur skipulagði
tónleikaröð í 22 ár í Hafnarborg,
Menningar- og Listastofnun Hafn-
arfjarðar. Hún hefur auk þess ver-
ið, ásamt Gunnari Kvaran, skipu-
leggjandi tónlistarhátíðarinnar
Bjartar sumarnætur í Hveragerði
sem haldin var reglulega á tíunda
áratugnum og fyrsta áratug þess-
arar aldar. Richard Simm er nú pí-
anóleikari Tríós Reykjavíkur, en
Guðný skipuleggur hádegistón-
leikaröð með tríóinu á Kjarvals-
stöðum.
Guðný hefur kennt við Tónlistar-
skólann í Reykjavík frá 1974 og út-
skrifað marga tugi fiðluleikara á
þessu tímabili með einleikara-, burt-
farar- eða kennarapróf. Nær allir
Guðný Guðmundsdóttir, fyrrv. konsertmeistari – 70 ára
Morgunblaðið/Hari
Heima í stofu Karól, Guðný og Gunnar. Myndir eftir Baltasar í bakgrunni.
Meðal fyrstu kven-
konsertmeistara í heimi
Ljósmynd/Brian FitzGibbon
Meistarinn og nemandinn Guðný leiðbeinir Júníu Lín Jónsdóttur.
Grindavík Natalía María fæddist
19. janúar 2017 kl. 11.29 á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Hún vó 4.260 g og var 52 cm
löng. Foreldrar hennar eru Ben-
óný Þórhallsson og Perla
Sólveig Reynisdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.