Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 37

Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. Lyklaskápur sem alltaf veit betur Verð: 179.000 kr. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Dæmdu ekkert að vanhugsuðu máli. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ferð ekki troðnar slóðir og oft misskilur fólk hversu snöggur upp á lagið þú ert. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er óhætt að segja að þú sért í þínu besta formi og svo sannarlega ekki við þig að sakast ef aðdáendurnir hópast ekki að þér í hrönnum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú sjálfur sért skýjum ofar yfir afrekum þínum er ekki eins víst að fjöl- skyldan sé á sömu skoðun. Skoðanir þessa einstaklings munu koma þér mjög á óvart. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu þér ekki mislíka þótt einhverjir hörfi undan þegar þú sækir fast að þeim. En freistaðu ekki gæfunnar um of. Stattu af þér storminn og þá muntu sigra í lokin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einræðisherrar endast yfirleitt stutt. Stundum er betra en ekki að fara sér hæg- ar og hafa góða yfirsýn. Hversdagslegir hlutir geta þróast í óvenjulegar áttir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum liggja réttu svörin í augum uppi, en stundum þarf að leita vandlega til þess að finna réttu rökin til áframhalds. Losaðu þig við verkefni sem ögra þér ekki og kveikja ekki á þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt gott með að greina kjarnann frá hisminu og með góðra manna hjálp tekst þér að leysa mál sem hefur hvílt á þér. Beina leiðin er heiðarleg en ekki nógu áhrifarík. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að standast freist- inguna að predika yfir öðrum. Reyndu að hemja hvatvísina í dag og bíddu þar til á morgun eða hinn því kannski skiptir þú um skoðun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gætið þess að lenda ekki á milli þegar vinir ykkar eiga í deilum. Ekki nota klisjuna: „Við þurfum að tala saman“, not- aðu frekar innsæið og sjarmann. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Erfiðir einstaklingar hafa sínar sterku hliðar, annars væru þeir ekki hluti af þínu lífi. Ræktið vináttuna í stað þess að reyna hana. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þig langi til að hella þér út í samkvæmislífið skaltu ganga hægt um gleðinnar dyr. Stundum er betra en ekki að fara sér hægar og hafa góða yfirsýn. Eftir helgi urðu skemmtilegvísnaskipti (sbr. orðaskipti) á Boðnarmiði sem byrjuðu með þess- ari stöku Sigrúnar Haraldsdóttur: Skattmann tekur frá mér flest, flysjar rýran auðinn, síðan annar sækir rest, sá er nefndur dauðinn. Sigurlín Hermannsdóttir skaut inn þýðingu sinni á smáljóði Piets Heins: Náttúran er faðir minn og móðir sem góðar gjafir gaf mér. Og ríkið er minn stóri sterki bróðir sem stelur öllu af mér. Gunnar Magnús Sandholt kvað þetta snilldarþýðingu. – „Vegna stuðlanna og kliðmýktarinnar er hún jafnvel betri en frumljóðið og er þá langt til jafnað: Naturen er vår far og mor som gode gaver ga’ os. Og staten er vor store bror som ta’r det hele fra os.“ Hallmundur Kristinsson bætti við: Vesældin fylgdarmær verður nú því varla er um annað að ræða en gefa dauðann og djöfulinn í dásemdir lífsins gæða. Og Ingólfur Ómar Ármannsson: Skattabyrðin sýnir sig síst mun henni létta. Dauðinn seinna sækir þig svona gengur þetta. Ekki er útlitið bjart! Gunnar J. Straumland yrkir: Váleg mín er veðrasýn, vel ég rýni alltumkring. Í vindi hrín, í Kára hvín er hvæsinn brýnir landsynning. Ingólfur Ómar Ármannsson er ekki síður rímsnjall: Lyndi brátt nú leikur grátt lamast máttur slyngur. Kári dátt í dyragátt dæsir hátt og syngur. Það er veðrahamur í Pétri Stefánssyni: Vetrarstormur hvellur, hvín, hvergi er skjól að finna. Austanrosinn hávært hrín, hnignar óðum gleði mín er úti geisar illskuveðrið stinna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísnaskipti, Piet Hein og veðrið „ÞAU VIRKA. EINN STARFSMAÐUR STAL SVONA FYRIR NOKKRUM ÁRUM OG HEF- UR VERIÐ Á STÖÐUGUM HLAUPUM SÍÐAN.“ „SKOLARÐU ALDREI SKYRTURNAR MÍNAR ÞEGAR ÞÚ ÞVÆRÐ ÞÆR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hjarta sem er fast í sandöldum tímans. MEÐ ALDRI KEMUR VISKA DÆS ÉG MYNDI FREKAR VILJA NÝTT SJÓNVARP ÞAÐ ER MJÖG VITURLEGT ER HANN BLANDAÐUR? JÁ! HANN ER HÁLFUR VEIÐIHUNDUR OG HÁLFUR BENDILL! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÚTSALA Víkverji lenti í því að hann fékkbréf á dögunum frá bílaumboð- inu sínu. Þar var honum tilkynnt að vegna einhvers framleiðslugalla hefði verið ákveðið að það þyrfti að innkalla bifreið Víkverja og gera á henni nauðsynlega viðgerð; að öðr- um kosti væri hætta á að það kvikn- aði hreinlega í henni. x x x Ekki leist Víkverja þá á blikuna, sérí lagi þar sem framleiðslugallinn þýddi það að sætishitarinn í bílnum var ónothæfur þar til búið væri að laga þetta. Og ekki gengur það upp um miðjan janúar þegar Víkverji leitar sér að hverri þeirri hlýju sem hann getur fundið, sérstaklega á leiðinni í vinnuna. x x x Hann pantaði því tíma hjá umboð-inu og fór með bílinn í viðgerð- ina. Í staðinn fékk Víkverji aðgang að lánsbíl frá umboðinu. Var það þó hálfgerður bjarnargreiði hjá þeim, þar sem lánsbíllinn var það miklu stærri, flottari og ekki síst nýrri en bíll Víkverja, að ekki var laust við það að kappann langaði hreinlega að kaupa sér slíkt tryllitæki. Var þó bara um að ræða einhvern tiltölulega lítinn jeppling, sem raunar væri dæmigert farartæki fyrir mann sem er nærri miðaldra, kominn með íbúð, barn og konu. x x x Hugsaðu þér bara allt plássið ískottinu!“ sagði Víkverji við konu sína. Hún spurði þó eðlilega til hvers Víkverji myndi vilja stærra skott. „Nú, ef við skyldum fara út á land?“ sagði Víkverji hikandi röddu. Honum var þá þegar ljóst að þetta væri hálfhallærisleg löngun hjá sér. Víkverji hefur nefnilega ekkert með risaskott að gera, og ekki finnst hon- um gaman að fara út á land. x x x Engu að síður var gaman að fá aðupplifa það, þótt það væri bara einu sinni, hvernig það er að keyra glænýjan bíl, með lyktinni og öllu til- heyrandi. Víkverji er því alvarlega að spá í að neyta bara vatns og brauðs næstu þrjú árin eða svo. Það ætti að fara langleiðina. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þeg- ar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki (Sálm: 16:8)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.