Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í heimildarmyndinni La Chana er
fjallað um eina stærstu stjörnu
flamenkó-dansins á seinni hluta 20
aldar, samnefnda listakonu sem var
neydd til þess af ofbeldisfullum eig-
inmanni sínum að leggja dansskóna
á hilluna þegar hún var á hátindi
ferils síns og frægðar. Leikstjóri
myndarinnar, hin króatíska Lucija
Stojevic, dregur upp heillandi mynd
af þessari merkilegu og ástríðufullu
konu sem segir áhorfendum frá lífs-
hlaupi sínu og list í aðdraganda end-
urkomu hennar á svið, 30 árum eftir
að hún hætti að dansa. Þótt fæturnir
séu orðnir lúnir og gamlir er
ástríðan og ólgan enn til staðar og
brýst út með eftirminnilegum hætti
í lok myndar.
La Chana hefur verið sýnd á
mörgum hátíðum og unnið til al-
þjóðlegra verðlauna, m.a. IDFA
VPRO-áhorfendaverðlaunanna,
Chopin’s Nose-verðlaunanna fyrir
bestu heimildamyndina sem fjallar
um listir og tónlist á
DOCSAC-hátíðinni og Le Voci
dell’Inchiestra- áhorf-
endaverðlaunanna.
Sú fyrsta í fullri lengd
Stojevic býr í Barcelona á Spáni.
líkt og La Chana en blaðamaður
hitti hana ekki þar heldur í Berlín, 8.
desember í fyrra, degi fyrir afhend-
ingu Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna þar í borg. La Chana var
þar í flokki tilnefndra heimild-
armynda og er fyrsta heimild-
armynd Stojevic í fullri lengd. Áður
hafði hún gert fjölda stuttra heim-
ildarmynda fyrir vefi fjölmiðlanna
The Guardian, New York Times og
Global Post.
Stojevic fæddist í Króatíu en flutti
til Austurríkis með fjölskyldu sinni
þegar hún var sjö ára. „Við flutt-
umst oft búferlum,“ segir hún um
uppvaxtarárin en hún nam síðar
arkitektúr í Edinborg og hélt svo í
kvikmyndagerðarnám í Prag. Þaðan
hélt hún til Barcelona á Spáni og
stofnaði árið 2014 kvikmynda-
framleiðslufyrirtækið Noon Flms.
Tveimur árum síðar var La Chana
frumsýnd.
Súrrealískt augnablik
Stojevic segist varla hafa trúað
því þegar henni var tilkynnt að La
Chana væri tilnefnd til Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna sem besta
heimildarmyndin. „Fyrsta súrrea-
líska augnablikið var hins vegar
þegar við hlutum IDFA-áhorf-
endaverðlaunin árið 2016,“ segir
hún. Hún hafi alls ekki átt von á
þeim frekar en öðrum verðlaunum
og tilnefningum. Ástæðuna segir
hún smæð myndarinnar, þ.e. að hún
hafi verið ódýr í framleiðslu á kvik-
myndamælikvarða og ekki notið
stuðnings eða kynningar þekktra og
öflugra stofnana eða sjónvarps-
stöðva. „Það var gríðarlega erfitt að
fá fjármagn í framleiðsluna því þetta
er afskaplega spænsk mynd,“ út-
skýrir Stojevic.
La Chana er að hluta íslensk því
fyrirtækið Bless Bless Productions,
sem Gréta Ólafsdóttir og Susan
Muska reka, kom að framleiðslunni
og fór eftirvinnsla myndarinnar
einnig fram hér á landi. Stojevic
segir að þær Gréta og Muska hafi
reynst henni afar vel, stappað í hana
stálinu þegar öll sund virtust lokuð.
Einstakt listform
„Ég ann þessu listformi, það er
svo ólíkt öllum öðrum og ég hef lagt
stund á margs konar dans. Það er
svo margslungið, líkt og maður sé að
leika á hljóðfæri um leið og maður
dansar,“ segir Stojevic um fla-
menkó-dansinn. Danskennari henn-
ar hafi oft minnst á La Chana í tím-
um og þannig hafi áhugi hennar á
þessari merkilegu konu kviknað og
hún ákveðið að gera um hana heim-
ildarmynd.
„En þegar ég fór að leita upplýs-
inga um hana fann ég ekkert nema
The Bobo [kvikmynd með Peter
Sellers frá árinu 1967 þar sem La
Chana stígur magnaðan dans] og
nánast allar hreyfimyndir sem tekn-
ar voru af henni á sviði voru í safni
spænska ríkissjónvarpsins,“ segir
Stojevic. Saga La Chana hafi verið
gleymd og grafin þegar hún hóf að
vinna að myndinni.
Óskaplega dýr bútur
Í La Chana notast Stojevic við
mikið magn úrklippa úr dagblöðum
og upptökur frá sjöunda og áttunda
áratugnum. Hún segir það hafa
komið sér einkar vel að La Chana
hafi átt í fórum sínum mikið úr-
klippusafn með greinum um sig og
þá m.a. umsagnir um sýningar. Stoj-
evic segir að samt sem áður hafi
kostað hana mikla vinnu að taka
saman nauðsynlegt myndefni í
heimildarmyndina og fá leyfi fyrir
þvi að nota það. Hún segir bútinn úr
The Bobo auk þess hafa kostað hana
skildinginn. „Hann var óskaplega
dýr,“ segir Stojevic og ranghvolfir
augunum en bútinn þurfti hún að
kaupa af stórfyrirtækinu Warner
Bros. Stojevic bætir því við að
spænska ríkissjónvarpið hafi líka
reynst henni óþægur ljár í þúfu.
Fíllinn í herberginu
– Í myndinni kemur fram að fyrr-
verandi eiginmaður La Chana beitti
hana ofbeldi og kúgaði hana. Þú
eyðir hins vegar ekki miklum tíma í
þá frásögn, aðeins nokkrum mín-
útum. Ákvaðstu þá nálgun í klippi-
herberginu eða þegar þú varst að
taka upp myndefnið?
„Þetta var án efa einn erfiðasti
hluti myndarinnar, hvernig ætti að
eiga við þennan fíl í herberginu og af
mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi
þurfti La Chana að líða vel í sínu
umhverfi og ég þurfti að ákveða
hvort myndin snerist um ofbeldi eða
ekki og ég ákvað snemma að hún
ætti ekki að gera það. Það hefði ekki
verið sanngjarnt gagnvart La
Chana og ég vildi ekki draga upp
mynd af henni sem fórnarlambi.
Fyrir mér snerist myndin um innri
styrk La Chana, hún upplifði harm-
leik en hélt áfram að berjast fyrir
listsköpun sinni og ástríðu.“
Þess má að lokum geta að La
Chana verður sýnd í Bíó Paradís
12.-14. janúar.
Ástríða ofar harmleik
Lucija Stojevic heillaðist af sögu flamenkódansarans La
Chana og gerði um hana margverðlaunaða heimildarmynd
AFP
Á dreglinum Stojevic á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Berlín 9. des-
ember síðastliðinn. La Chana var þar tilnefnd sem besta heimildarmyndin.
La Chana Listakonan í heimildarmynd Stojevic. La Chana heitir réttu nafni
Antonia Santiago Amador og fæddist í Barcelona árið 1946. Hún öðlaðist
frægð fyrir einstaka danshæfileika sína á sjöunda og áttunda áratugnum en
var þá neydd til að hætta að dansa af þáverandi eiginmanni sínum.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas.
Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas.
Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s
Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas.
Síðustu sýningar leikársins!
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s
Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s
Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Medea (Nýja sviðið)
Lau 13/1 kl. 20:00 Frum Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s
Sun 14/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s
Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 12/1 kl. 20:00 43. s Fim 18/1 kl. 20:00 45. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s
Lau 13/1 kl. 20:00 44. s Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s
Sun 14/1 kl. 13:00 4. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00
Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn
Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn
Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00
Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30
Fös 12/1 kl. 20:00 Sun 21/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00
Fös 12/1 kl. 22:30 Fim 25/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30
Lau 13/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00
Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00
Sun 14/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30
Fös 19/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 20:00
Fös 19/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30
Lau 20/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 4.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn
Lau 20/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna