Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Íslenska heimildarmyndin Garn/ Yarn hefur fengið afar góðar mót- ökur á undanförnum misserum og var sýnd á sama degi í tæplega fjörutíu kvikmyndahúsum víðsvegar um Bretland og í yfir fimmtíu kvik- myndahúsum þar í heild, að því er segir í tilkynningu. Myndin hefur auk þess verið sýnd í yfir fimmtíu kvikmyndahúsum víða um Norður- Ameríku og verið sýnd allt frá Grænlandi til Ástralíu í yfir 20 lönd- um þar á milli, auk skemmti- ferðaskipa og flugvéla, eins og fram kemur í tilkynningu. Þar segir enn- fremur að myndin hafi vakið mestan áhuga í Japan, sýningar á henni hafi hafist í Tókýó og muni verða í 21 kvikmyndahúsi í lok þessa mánaðar. „Eftir að sýningar hófust í Japan hafa verið skipulagðar ferðir til Ís- lands frá Japan fyrir unnendur hannyrða til að koma og skoða ís- lenskt handverk og garn. Mun hóp- urinn einnig fara á prjónanámskeið á Íslandi,“ segir í tilkynningunni og að verk Tinnu Þórudóttur Þorvald- ar, sem er meðal þeirra listamanna sem fjallað er um í myndinni, séu nú til sýningar í einni stærstu garn- verslun Japans. Eftir að sýningum lýkur í kvikmyndahúsum verður myndin sýndi í verslunum í Tókýó sem selja garn og pantaðar hafa ver- ið prufur af íslensku garni til Japans með það í huga að hefja innflutning. Garn/Yarn er aðgengileg í streymisveitunni Netflix í þeim löndum sem ekki hafa tryggt sér sýningarrétt í sjónvarpi og mun RÚV sýna myndina á þessu ári. Í henni er fjallað um hvernig hið gam- algróna prjón og hekl er orðið part- ur af vinsælli bylgju í nútíma- og götulist. Leikstjórar myndarinnar eru Þórður Jónsson, Heather Mill- ard og Una Lorenzen og var hún frumsýnd í Bandaríkjunum, á kvik- myndahátíðinni SXSW í Texas, við góðar undirtektir og hlaut áhorf- endaverðlaun á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö í Sví- þjóð. Í tilkynningunni segir að lok- um að framleiðslufyrirtæki Garns, Compass Films, muni fylgja eftir vinsældum myndarinnar með sjón- varpsþáttum um hannyrðir þar sem Tinna Þórudóttir Þorvaldar verður kynnir. Þáttaserían nefnist Bað- stofan og hefst framleiðsla þáttanna á vormánuðum 2018. Garn vekur áhuga Japana á Íslandi Prjón Kynningarveggspjald fyrir Garn með japönskum texta. Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði for- eldranna skyggir á garð ná- grannanna, sem eru þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00 The Party Morgunblaðið bbbbb Metacritic 73/100 IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 22.15 The Killing of a Sacred Deer Skurðlæknirinn Steven flæk- ist inn í erfiðar aðstæður og þarf að færa óhugsandi fórn. Metacritic 73/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.00 Eldfim ást 16 Kappaksturskona og glæpa- maður verða ástfangin þrátt fyrir ólíkan uppruna. Það reynir á trygglyndi beggja þegar glæpalífernið súrnar. IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Svanurinn 12 Svanurinn segir frá afvega- leiddri níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en bland- ast í atburðarás sem hún skilur varla sjálf. IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.10, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Háskólabíó 21.00 Father Figures 12 Metacritic 23/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 All the Money in the World 16 Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.15, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.00 Pitch Perfect 3 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,3/10 Laugarásbíó 17.30, 22.30 Smárabíó 17.50, 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.20 Daddy’s Home 2 12 Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.40, 19.30, 19.50, 22.10 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 Wonder Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 21.00 Ferdinand Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heim- ili og fjölskyldu. Hann er ákveðinn í að snúa aftur heim til fjölskyldunnar, og safnar saman mislitri hjörð aðstoðarmanna. Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Álfabakka 18.00 Smárabíó 15.00, 15.10, 17.30 Coco Röð atburða, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, fer af stað. Það leiðir til óvenju- legra fjölskylduendurfunda. Metacritic 81/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Akureyri 18.00 Justice League 12 Batman safnar liði af ofur- hetjum; Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á að- steðjandi ógn. Metacritic 45/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Myndin byrjar þar sem sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.50, 20.20, 20.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.50, 21.00 Sambíóin Akureyri 17.50, 21.00 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Fjögur ungmenni finna gamlan tölvuleik en komast fljótt að því að þetta er enginn venjulegur leikur. Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.15, 22.30 Smárabíó 15.00, 16.30, 17.10, 20.00, 22.00, 22.40 Háskólabíó 18.15, 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio The Disaster Artist 12 Mynd sem skyggnist bak við tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room, sem hefur fengið stimpilinn versta kvik- mynd allra tíma. Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.40 Bíó Paradís 18.00, 22.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2.. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.