Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Stjórn og framkvæmdastjóri Menn-
ingarfélags Akureyrar (MAk) til-
kynntu í gær að ákveðið hefði verið
að Jón Páll Eyj-
ólfsson, leik-
hússtjóri Leik-
félags Akureyrar
(LA), myndi ekki
starfa út upp-
sagnarfrest sinn
heldur ljúka
störfum þegar í
stað. Á vef MAk
segir að ákvörð-
unin byggist á
því að ekki ríki lengur traust um
störf hans hjá félaginu. Þar kemur
einnig fram að ákvörðunin sé tekin
að vel athuguðu máli og um hana
ríki einhugur.
Jón Páll greindi á facebook í des-
ember frá því að hann hefði sagt
starfi sínu lausu frá 1. janúar af
persónulegum og faglegum ástæð-
um og gagnrýndi í því sambandi
óvissuna um fjárhagsstöðu LA. Til
stóð að lokaverkefni hans hjá LA
væri leikstjórn hans á gamansýn-
ingunni Sjeikspír eins og hann
leggur sig sem frumsýna átti 2.
mars. Í samtali við mbl.is staðfesti
Jón Páll að ákvörðun MAk tengdist
#metoo-byltingunni og máli sem
kom upp fyrir um áratug. Þuríður
Helga Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri MAk, neitaði því ekki
að uppsögn Jóns Páls tengdist
#metoo-byltingunni, en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig. Er nú unnið
að því að endurskipuleggja þau
verkefni sem framundan voru hjá
LA.
Jón Páll lýkur störfum þegar í stað
Jón Páll Eyjólfsson
Catherine Deneuve er ein hundrað
franskra kvenna sem rita undir op-
ið bréf sem birt var í dagblaðinu Le
Monde fyrr í vikunni þar sem þær
verja rétt karla til að reyna við
konur og vara við því sem þær
kalla nornaveiðar og ofursiðavendni
eða tepruskap í samskiptum
kynjanna í kjölfar #metoo-
byltingarinnar.
Deneuve er eina þekkta kvik-
myndastjarnan sem ritar undir
bréfið, en meðal annarra kvenna
eru sálfræðingurinn Sarah Chiche,
listarýnirinn Catherine Millet og
leikkonan Catherine Robbe-Grillet.
„Nauðgun er glæpur. En það er
ekki glæpur að reyna við konur
jafnvel þótt það sé gert ítrekað eða
klunnalega,“ skrifa þær og segja
ósanngjarnt að refsa körlum fyrir
slíkt. Segja þær karla hafa orðið
fórnarlömb nornaveiða þar sem
þeim sé refsað og þeir neyddir til
að segja af sér „þegar þeirra eini
glæpur var að snerta hné, reyna að
stela kossi, ræða persónulega hluti
yfir vinnutengdum málsverði eða
senda skilaboð með kynferðislegum
undirtexta til kvenna sem ekki
höfðu áhuga á þeim“.
Í bréfinu gagnrýna þær harðlega
frönsku útgáfu #metoo-bylting-
arinnar sem nefnist #balance-
tonporc og segja þetta nýja tegund
af ofursiðavendni eða tepruskap.
Að sjálfsögðu sé nauðsynlegt að
berjast gegn kynferðislegu ofbeldi,
ekki síst á vinnumarkaði, en bar-
áttan hafi breyst í nornaveiðar sem
séu ógn við kynfrelsi.
Bréfritarar segja nauðsynlegt að
afhjúpa og fordæma þá misnotkun
valds sem sumir karlar geri sig
seka um, en að sú holskefla for-
dæmingar og ásakana sem
#metoo-bylgjan hafi leitt af sér sé
komin úr böndunum. „Sem konur,
þá þekkjum við ekki sjálfar okkur í
þessu afbrigði femínisma, sem læt-
ur sér ekki nægja að fordæma mis-
notkun valds, heldur breytist í hat-
ur á karlmönnum og hvatalífi
kynjanna.“
Verja rétt karla til
að reyna við konur
AFP
Franska leikkonan Catherine
Deneuve á hátíð í Berlín í fyrra.
Gjörningaklúbburinn var útnefnd-
ur Listhópur Reykjavíkur 2018 og
nýtur styrks að upphæð tvær
milljónir króna. Þetta kom fram á
fundi í Iðnó í gær þegar upplýst
var hvaða menningarstofnanir,
listhópar og listamenn fá styrk á
árinu 2018. Í umsögn faghóps sem
velur styrkþega kemur fram að
Gjörningaklúbburinn hafi í tvo
áratugi náð að heilla borgarbúa
með framandlegum uppákomum
og sýningum. „Gjörningaklúbb-
urinn hefur unnið með flesta miðla
myndlistar en starfar á mörkum
listgreina og hefur á síðustu árum
tengst sviðslistinni enn sterkari
böndum. Hugmyndir Gjörn-
ingaklúbbsins tengjast oft fé-
lagslegum málefnum með femin-
ískum áherslum í bland við glettni
og hressandi einlægni,“ segir í um-
sögninni.
Ný aðstaða fyrir danslistina
Helstu nýmæli í styrkveitingum
ársins eru þau að Reykjavíkurborg
hefur leyst húsnæðisvanda Dans-
verkstæðisins með leigusamningi
við Reiti til 15 ára um Hjarð-
arhaga 45-47. Gerður hefur verið
samstarfssamningur við Dansverk-
stæðið til þriggja ára um 17 m. kr.
árlegt framlag vegna aukins
húsaleigukostnaðar og rekstr-
arumfangs. „Með Dansverkstæð-
inu er verið að skapa aðstöðu fyrir
danslistina og nauðsynlegt vinnu-
rými á viðráðanlegum kjörum,“
segir í tilkynningu frá Reykjavík-
urborg. Þá hafa verið gerðir nýir
samstarfssamningar til þriggja ára
við Nýlistasafnið um 17,3 m.kr. á
ári og Kling og Bang um 8,5 m.kr.
árlega.
Alls sótt um 282 milljónir
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg var faghópi skip-
uðum fulltrúum Bandalags ís-
lenskra listamanna og Hönn-
unarmiðstöðvar Íslands falið að
fara yfir aðrar styrkumsóknir og
gera tillögur til menningar- og
ferðamálaráðs, sem samþykkti
þær. Alls bárust 179 umsóknir sem
námu samtals rúmum 282 m.kr. Til
úthlutunar voru um 66,5 m.kr. sem
skiptust milli 103 verkefna. Þar af
hljóta átta listhópar, hátíðir og
samtök nýjan samning til þriggja
ára fyrir samtals 15,4 m.kr., en
fyrir eru 20 hópar með eldri samn-
inga í gildi.
Þeir sem hljóta nýjan samstarfs-
samning til þriggja ára frá árinu
2018 auk Dansverkstæðisins, Nýló
og Kling og Bang eru Jazzhátíð
Reykjavíkur með 3 m.kr., Blúshá-
tíð í Reykjavík með 2 m.kr., Myrk-
ir músikdagar, Stórsveit Reykja-
víkur, Tónlistarhópurinn Caput og
Kammersveit Reykjavíkur með 1,8
m.kr. á ári og Kammerhópurinn
Nordic Affect með 1 m.kr. árlega.
Hæsta árlega styrkinn hlaut
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík
þar sem 1,4 m.kr. fara í sýning-
arröðina Hjólið og 1 m.kr. til
rekstrar félagsins. Ice Hot
Reykjavík fær 2 m.kr., Pera óp-
erukollektíf 1,4 m.kr. og Mýrin fé-
lag um barnabókmenntahátíð 1,2
m.kr. Aðrir styrkir nema hæst 1
m.kr. en lægst 200 þús. krónum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tilþrif Gjörningaklúbburinn framdi gjörninginn Aqua Maria í Iðnó í gær.
103 verkefni styrkt um
alls 66,5 milljónir króna
Gjörningaklúbburinn valinn Listhópur Reykjavíkur 2018
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.15
Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 5.30, 10.30