Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Lífeyrissjóðum ber að marka fjár-
festingarstefnu til langs tíma og
stefna að því að auka vægi erlendra
eigna til að draga úr áhættu. Jafn-
framt verði sjóðirnir skyldugir til að
móta stefnu um stjórnarhætti lífeyr-
issjóða sem eigenda í atvinnufyrir-
tækjum.
Þetta er meðal tillagna í skýrslu
um umsvif lífeyrissjóða í íslensku
efnahagslífi, ásamt greinargerð frá
Hagfræðistofnun og álitsgerð frá
Landslögum um samkeppnisleg
áhrif af víðtæku eignarhaldi lífeyris-
sjóða í atvinnulífinu.
Bjarni Benediktsson, þáverandi
forsætisráðherra, í samráði við ráð-
herranefnd um efnahagsmál, skipaði
starfshóp til að skoða hlutverk líf-
eyrissjóða í uppbyggingu atvinnulífs
í júní á síðasta ári. Starfshópurinn
fékk það hlutverk að skoða hvaða
efnahagslegu og samkeppnislegu
hættur fælust í víðtæku eignarhaldi
lífeyrissjóða í atvinnufyrirtækjum.
Einnig hvort æskilegt væri að setja
reglur eða gera lagabreytingar um
eignarhald og aðkomu lífeyrissjóða
að stjórnun atvinnufyrirtækja í þeim
tilgangi að draga úr áhættu sjóð-
anna og tryggja samkeppni á mark-
aði.
Í starfshópnum sátu Gunnar
Baldvinsson, formaður, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyris-
sjóðsins, Áslaug Árnadóttir, lögmað-
ur og Eggert Benedikt
Guðmundsson verkfræðingur.
Ráðstafi meiru af sparnaði
Meðal fleiri tillagna starfshópsins
má nefna að lífeyrissjóðum verði
gert skylt að birta að minnsta kosti
árlega skýrslu með upplýsingum um
samskipti við félög sem þeir fjár-
festa í og um hvernig þeir greiða at-
kvæði á hluthafafundum.
Einnig að stjórnvöld skoði, í sam-
ráði við hagsmunaaðila, að lögum
verði breytt þannig að einstaklingar
fái auknar heimildir til að ráðstafa
viðbótarlífeyrissparnaði til húsnæð-
issparnaðar og jafnframt að sjóð-
félagar geti ráðstafað 3,5% af 15,5%
lágmarksiðgjaldi í séreign eða til
húsnæðissparnaðar að eigin vali.
Þá telur starfshópurinn mikilvægt
að stuðla að samkeppni milli lífeyris-
sjóða þar sem það eigi við. Sömuleið-
is að lög um starfsemi lífeyrissjóða
endurspegli þær breytingar er varða
stjórnarhætti sem hafi orðið á lögum
um fjármálafyrirtæki og lögum um
vátryggingafélög. agnes@mbl.is
Auki vægi er-
lendra eigna
Tillögur til ráðherra um lífeyrissjóði
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ríkissjóður hefur farið fram á að
unnið verði yfirmat á verðmæti
lands á Geysissvæðinu sem ríkið
keypti af sameigendum sínum í
október 2016 fyrir liðlega 1,1 millj-
arð króna, en matið verður bindandi
fyrir báða aðila kaupsamningsins.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra kynnti þessa ákvörðun á
ríkisstjórnarfundi sl. föstudag.
Í frétt frá fjármálaráðuneytinu
kemur fram að forsaga málsins er að
7. október 2016 keypti ríkið eignar-
hlut sameigenda sinna á Geysis-
svæðinu. Svæðið sem keypt var um-
lykur séreignarland ríkisins innan
girðingar þar sem hverirnir Geysir
og Strokkur eru. Eignarhlutur ríkis-
ins í sameignarlandinu fyrir kaupin
var 25,28% en sameigenda 74,72%.
Metið á 1,1 milljarð króna
„Þar sem ekki náðist samkomulag
um verðmæti hins keypta eignar-
hluta var ákveðið að dómkvöddum
matsmönnum yrði falið að úrskurða
um kaupverð sameignarlandsins …
Hinir dómkvöddu matsmenn skil-
uðu matsgerð sinni 1. desember sl.
Matsmenn lögðu til grundvallar í
niðurstöðu sinni að ekki væri annað
fært en að miða verðmæti landsins
út frá því að hægt yrði að innheimta
aðgangseyri að svæðinu. Markaðs-
verð landsins er því fundið út frá
þessum forsendum.
Miðað við þær forsendur sem
matsmenn gáfu sér er kaupverð
spildunnar að frádregnum hlut ríkis-
sjóðs í sameignarspildunni metið á
1.113 m.kr. sem væri sú fjárhæð sem
greiða þyrfti sameigendum sam-
kvæmt kaupsamningi,“ segir m.a. í
frétt fjármálaráðuneytisins. Það var
því mat ríkisins að ekki væri for-
svaranlegt annað en að óska eftir
fimm manna yfirmati á verðmæti
landsins sem báðum samnings-
aðilum sé heimilt að gera.
Niðurstaða yfirmatsins verði
bindandi fyrir báða aðila kaupsamn-
ingsins um endanlegt kaupverð
eignarhlutans. Gera megi ráð fyrir
að niðurstaða yfirmats liggi fyrir síð-
ar á þessu ári.
Yfirmat fari
fram á landi á
Geysissvæðinu
Matsmenn mátu spilduna á liðlega
1,1 milljarð króna Kynnt í ríkisstjórn
Morgunblaðið/Golli
Geysir Deilur hafa staðið yfir á milli
landeigenda um verðmat og fleira.
Eftirsóttur staður
» Geysissvæðið í Haukadal er
einn eftirsóttasti ferðamanna-
staður á landinu.
» Deilur hafa staðið um gjald-
töku á svæðinu, og einnig er
deilt um verðmatið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landbúnaðarháskóli Íslands
(LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á
landsbyggðinni sem vill taka þátt í
tilraunaverkefni um nýtingu lífræns
úrgangs til orku- og næringarefna-
vinnslu. Hugmyndin er að vinna
metangas og áburð. Gasið verður t.d.
hægt að nota til að hita upp sund-
laugar á köldum svæðum, keyra
varaaflstöðvar, knýja smáiðnað eða
bíla. Úrgangsefnin frá vinnslunni
verða fyrirtaks áburður.
Auður Magnúsdóttir deildarfor-
seti og Jón Guðmundsson, sérfræð-
ingur við auðlinda- og umhverfis-
deild LBHÍ, hafa ritað sveitar-
félögum og boðist til að kynna þeim
möguleika á staðbundinni vinnslu
metans og nýtingu orkunnar í hér-
aði. Auk LBHÍ standa að verkefninu
Sorpa, Ísorka og RML.
„Við höfum fengið ágætis viðbrögð
frá mörgum sveitarfélögum,“ segir
Auður. „Fólk hugsar greinilega mik-
ið í þessa átt og veltir því fyrir sér
hvernig við getum nýtt orkuna betur
og komið vel fram við umhverfið.“
Í verkefniskynningu segir að hrá-
efni úr landbúnaði til metanvinnslu
sé fyrst og fremst búfjáráburður.
Auk þess er hægt að nýta afgangs-
hey og annan lífrænan úrgang eins
og lífrænt sorp frá heimilum. Til
greina kemur að hafa metanvinnslu
á einstökum sveitabæjum en einnig
er skoðað að setja upp miðlæg met-
anver og yrði þá hráefninu ekið
þangað. Þá kemur til greina að nota
úrgang frá fisk- og matvælaiðju.
Í hugmyndinni felst að leggja gas-
lagnir um afmörkuð svæði. Annars
vegar fyrir óhreinsað gas að hreinsi-
stöð og svo lagnir fyrir hreinsað met-
angas frá gasvinnslunni. Við hreins-
unina er vatn fjarlægt og brenni-
steinn og styrkur metansins á móti
koltvísýringi er aukinn.
Ýmsir staðir koma til greina
Tiltölulega fá svæði hér á landi eru
nógu þéttbýl til að þetta sé raunhæf-
ur möguleiki. Auður segir að aðstæð-
ur geti verið mismunandi en ljóst sé
að þar sem byggð sé mjög dreifð geti
þetta orðið erfitt. „Það getur verið
gott að fara þangað sem við getum
spyrt saman vinnslu á mykju, taði og
kannski fiskúrgangi,“ segir Auður.
Allir staðir á landinu koma til greina
fyrir svona vinnslu en líklega þykir
hún eftirsóknarverðari á svæðum
sem njóta ekki jarðhita. Auður nefn-
ir t.d. Austfirði þar sem hægt er að fá
úrgang frá landbúnaði og fisk-
vinnslu. Þar sem nægt framboð er af
heitu vatni er oft stunduð ylrækt.
Gróðurhúsin skila töluverðum líf-
rænum úrgangi sem getur nýst í
metanvinnsluna og þau geta líka
nýtt koltvísýring (CO2) sem verður
til í ferlinu.
Hratið sem fellur til við vinnsluna
er miklu betri áburður en ómeð-
höndluð mykja. Það er lyktarlítið og
næringarefnin, sem eru fyrst og
fremst köfnunarefni og fosfór, eru
aðgengilegri fyrir gróðurinn.
Auður segir að stofnkostnaður
metanvinnslu sé talsverður. Gerðar
hafa verið forkannanir á hag-
kvæmni. Ekki er hagkvæmt fyrir
hvert og eitt býli að setja upp svona
vinnslu. Slái nokkur sér saman getur
metanvinnslan orðið hagkvæm.
Morgunblaðið/Kristinn
Landbúnaður Mykja, tað og heyafgangar geta nýst í metanvinnslu. Gasið gæti svo nýst til kyndingar í húsum.
Leita samstarfs um
nýtingu úrgangs
LBHÍ leitar samstarfs við sveitarfélög um vinnslu metans