Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 – fyrir dýrin þín Eigum mikið úrval af hundabeislum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Tyrkneskir hermenn réðust inn í Sýrland í gær til að binda enda á yf- irráð kúrdískra skæruliða í norður- hluta landsins. Frá þessu er greint á fréttavef AFP. Ætlunin er að reka burt samtökin Verndarsveitir þjóðarinnar (Yek- îneyên Parastina Gel eða YPG) frá héraðinu Afrin í Norður-Sýrlandi, en ríkisstjórn Tyrkja skilgreinir YPG sem hryðjuverkasamtök. Tyrkir telja YPG einnig vera sýrlenskan undir- flokk kúrdíska verkamannaflokksins (PKK) sem hefur staðið í uppreisn gegn tyrkneskum yfirráðum í suð- austurhluta Tyrklands í rúma þrjá áratugi. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist vona að hern- aðaraðgerðinni verði lokið á stuttum tíma og leggur áherslu á að Tyrkland muni uppræta „hryðjuverkahreiður“ YPG í Sýrlandi. Bandalög í uppnámi Þessi árás Tyrkja er annað inngrip Tyrkjahers í sýrlensku borgarastyrj- öldina sem hefur geisað frá árinu 2011. Hið fyrra var áhlaup sem stóð frá ágúst 2016 til mars 2017 og beind- ist bæði gegn YPG og gegn hryðju- verkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Árásin er líkleg til að hleypa alþjóðabandalögum Tyrk- lands í uppnám þar sem Bandaríkin og önnur aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins, NATO, hafa stutt YPG í baráttu þeirra gegn íslamska ríkinu. Florence Parly, varnarmálaráð- herra Frakklands, ávítaði Tyrki fyrir innrásina og sagði hana munu spilla fyrir samstarfi vesturveldanna við YPG gegn hryðjuverkasamtökum. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kallaði innrás Tyrkja „stuðning við hryðjuverk.“ Rússar, sem einnig hafa herlið á svæðinu, ráðlögðu Tyrkjum að koma fram af hófsemi í aðgerð- unum en virðast þó hafa gefið Tyrkj- um „grænt ljós“ fyrir innrásinni. Yf- irráðasvæði YPG í Afrin er aðskilið öðru landsvæði sem YPG ræður yfir í norðausturhluta Sýrlands. Með árás- inni hyggjast Tyrkir reka YPG aust- ur fyrir Efratfljót og skapa 30 km ör- yggissvæði á landamærunum inn í Sýrland. Eldflaugum skotið á Tyrki Talsmaður YPG greindi frá því að eftir árás Tyrkja á Afrin hefðu 10 manns látist, þar af sjö almennir borgarar. Tyrkjaher neitar því að um almenna borgara hafi verið að ræða og heldur því fram að allir hinir látnu hafi verið meðlimir YPG eða PKK. Hernaðarlega er árásin ekki áhættu- laus fyrir Tyrki og nú þegar hefur YPG skotið eldflaugum til gagn- árásar bæinn Kilis við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Ein kona særðist en enginn lést. Tyrkir ráðast á „hryðju- verkahreiður“ í Sýrlandi AFP Árás Tyrkneskir hermenn bíða í viðbragðsstöðu fyrir áætlaða innrás yfir sýrlensku landamærin í gærmorgun.  Bandamenn Tyrkja í NATO mótmæla árásinni  „Stuðningur við hryðjuverk“ Vopnaðir víga- menn talibana gerðu árás á lúxushótel í Kab- úl á laugardag- inn. Frá þessu er greint á fréttavef AFP. Árásin leiddi til 12 klst. bardaga milli vígamannanna og afganskra hermanna. Í bardaganum létust all- ir vígamennirnir en þar áður höfðu þeir myrt a.m.k. 14 erlenda gesti á hótelinu og fjóra Afgana. Hugsan- legt er að fleiri hafi látið lífið þar sem ekki er búið að rannsaka öll herbergi hótelsins. Najib Danish, talsmaður afganska innanríkis- ráðuneytisins, sagði stjórnvöld munu rannsaka hvernig vígamenn- irnir komust fram hjá öryggisgæsl- unni. Starfsmaður hótelsins sagði öryggisverðina hafa verið óreynda og hafa flúið þegar árásin hófst. Minnst 18 manns myrtir í hryðjuverka- árás á hótel í Kabúl Intercontinental Hotel í Kabúl. AFGANISTAN Donald Trump Bandaríkja- forseti hefur hvatt til þess að reglum um sam- þykkt ríkisfjár- laga í neðri deild bandaríska þingsins verði breytt svo að ein- faldur meirihluti nægi til að koma þeim í gegn. Frá þessu er greint á fréttasíðu AFP. Stofnunum banda- ríska alríkisins var lokað um helgina þar sem ekki tókst að fá nægan meirihluta fyrir framleng- ingu fjárlaganna. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hendir þótt allir armar ríkisvalds- ins séu í höndum sama flokksins. Tillaga Trumps er líkleg til að falla í grýttan jarðveg þar sem hún kæmi til með að gagnast demókröt- um ef þeir ná þingmeirihluta á ný. Trump hvetur til reglubreytinga Donald Trump BANDARÍKIN Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Mikilvægum áfanga var náð um helgina í að leysa úr stjórnarkrepp- unni sem nú ríkir í Þýskalandi: Með- limir þýska Jafnaðarmannaflokksins greiddu atkvæði á flokksþingi í Bonn um að hefja formlegar stjórnar- myndunarviðræður við Kristilega demókrataflokkinn. Frá þessu er greint á vefsíðu AFP. 372 atkvæði af 642 voru greidd með stjórnarmynd- unarviðræðunum. Jafnaðarmanna- flokkurinn hlaut sína verstu kosn- ingu í marga áratugi í september 2017 og flokksformaðurinn Martin Schulz hafði áður heitið því að flokk- urinn myndi ekki halda áfram stjórnarsamstarfi við Kristilega demókrataflokkinn. Margir í grasrót og ungliðahreyfingu flokksins eru reiðir Schulz fyrir þessi sinnaskipti og höfðu ýtt á eftir því að flokkurinn sæti heldur í stjórnarandstöðu til að safna kröftum á nýjan leik. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er mikill léttir fyrir Angelu Merkel, Þýskalandskanslara og formann Kristilegra demókrata. Framtíð hennar sem kanslari Þýskalands hefur þótt óljós frá því að fyrri stjórnarmyndunarviðræður hennar við smærri stjórnmálaflokka mistók- ust í nóvember. Ekki er þó tryggt enn að „hið mikla stjórnarsamstarf“ flokkanna (Große Koalition eða GroKo á þýsku) verði endurnýjað þar sem Schulz hefur lofað því að um 440.000 almennir meðlimir Jafnaðar- mannaflokksins fái að kjósa um end- anlegan stjórnarsáttmála þegar hann liggur fyrir. Framtíð Merkel er því enn í höndum jafnaðarmanna. AFP Kosning Fulltrúar þýskra jafn- aðarmanna greiða atkvæði. Þjóðverjar halda til viðræðna á ný  Jafnaðarmenn samþykktu að hefja viðræður Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, James Mattis, segir Tyrki hafa látið Bandaríkjamenn vita áð- ur en þeir hófu innrás sína í Afrin. Frá þessu er greint á fréttasíðu Reuters. „Tyrkir voru hreinskilnir,“ sagði Mattis. „Þeir vöruðu okkur við áður en þeir sendu flugvélarnar af stað og ráðfærðu sig við okkur. Við erum núna að skipuleggja hvernig við höldum áfram. Við leysum úr þessu.“ Tyrkir hafa lengi haft horn í síðu Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við YPG gegn hryðjuverka- samtökum í Sýrlandi. Mattis viður- kenndi að áhyggjur Tyrkja í örygg- ismálum væru ekki úr lausu lofti gripnar og benti á að Tyrkland væri eina aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins sem þyrfti að kljást við uppreisnarmenn innan landa- mæra sinna. Hann lagði þó áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu ætíð gætt þess að vopnum þeirra væri ekki beitt gegn Tyrkjum. „Tyrkir voru hreinskilnir“ TYRKIR LÉTU BANDARÍKJAMENN VITA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.