Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 23
með henni árið 1957 með lögunum Draumur fangans og Ekki er allt sem sýnist, eftir 12. september, Það rökkv- ar í Róm og Blómabrekkan og Hár- lokkurinn, rokklagið Vagg og velta og dönsku lögin De unge år og Jeg send- er mine tanker, fyrir Skandinavíu- markað. Útvarpsráði þótti texti rokk- lagsins, eftir Loft Guðmundsson vega að þjóðskáldunum Jónasi Hallgríms- syni og Kristjáni fjallaskáldi og bann- aði því flutning þess í ríkisútvarpinu. En bannið varð til þess að platan seld- ist upp á augabragði. Þetta sumar hélt Erla rokktónleika hér á landi með Hauki Morthens, ásamt Hljómsveit Kristins Vilhelmssonar, fyrst í Austur- bæjarbíói, síðan víðs vegar um landið fyrir fullum húsum og loks á dans- leikjum í Iðnó með Hljómsveit Gunn- ars Ormslev. Þetta var í síðasta sinn sem Erla kom fram á Íslandi. Þau hjónin fluttu til Kaupmannahafnar, ásamt tveimur börnum sínum og þar tók Erla upp lögin Vaki vaki vinur minn, Síðan er söngur í blænum, Við þú og ég, og polkann, Stungið af, eftir Jóhannes G. Jóhannesson. Erla og Haukur Mort- hens sungu svo lagið Þrek og tár, tekið upp í Kaupmannahöfn haustið 1958, auk þess sem þá voru tekin upp lögin Okkar eina nótt, Litli stúfur, Ítalskur Calypsó, Litli tónlistarmaðurinn eftir 12. september, Á góðri stund og Kveðja eftir Jóhannes G. Jóhannesson og Hvers vegna? eftir Sigfús Hall- dórsson. Síðustu lögin sem Erla sendi frá sér á hljómplötum voru Hreðavatnsvals, Kata rokkar, Í Egilsstaðaskógi og Vala, kæra Vala. Þegar hér var komið sögu setti Erla punktinn fyrir aftan söngferil sinn og sagðist vilja helga sig börnum sínum og fjölskyldu. Þau hjónin stofnuðu sitt eigið rafeindafyrirtæki 1964 og fjórða barnið fæddist tveimur árum síðar. Hefur Erla búið í Danmörku alla tíð síðan. Allar hljómplötur Erlu voru teknar upp í Danmörku. Undirleik annaðist Hljómsveit Jörn Grauengårds sem þá var einn virtasti hljómsveitarstjóri Danmerkur, en hann sá einnig um út- setningar og stjórnun á upptökum. Þó að söngferill Erlu spannaði að- eins fimm ár á hún margar af eftir- minnilegustu dægurlagaperlum sjötta áratugarins. Tvöföld safnplata, Stúlkan með lævirkjaröddina, kom út árið 2000 en þar er að finna flest af lögum Erlu. Lög hennar hafa ennfremur ratað inn á ýmsar safnplötur í seinni tíð, s.s. Stelpurnar okkar, Óskastundin 4, Óskalögin 2, Aftur til fortíðar, Svona var …seríurnar og Bestu lög 6. áratug- arins. En sá hún aldrei eftir því að hætta svona snemma? „Nei. Þetta var orðið gott og ég hafði í nógu að snúast með fjölskyldu og fjögur börn.“ Fjölskylda Eiginmaður Erlu var Paul Edward Danchell, f. 1931, d. 1998, rafvirki og framkvæmdastjóri eigin raftækjafyrir- tækis. Börn Erlu og Pauls eru Poul Danc- hell, f. 1955, háskólakennari í Óðins- véum; Eva Laufey, f. 1957, hjúkr- unarfræðingur í Hollandi; Stefan Danchell, f. 1960, framkvæmdastjóri í Slagelse á Fjóni, og David Danchell, f. 1964, framkvæmdastjóri í Slagelse á Fjóni. Systkini Erlu: Rósa Þorsteinsdóttir, f. 22.5. 1926, d. 30.12. 2001, húsfreyja á Sauðárkróki; Haukur Þorsteinsson, f. 14.1. 1932, d. 21.9. 1993, vélstjóri, vél- virkjameistari og kennari á Sauðár- króki; Gréta Þorsteinsdóttir, f. 29.7. 1934, d. 14.11. 2015, húsfreyja í Vest- mannaeyjum og í Borgarnesi, og Rögnvaldur Þorsteinsson, f. 12.3. 1936, d. 18.10. 2009, sjómaður á Akranesi. Foreldrar Rósu voru Þorsteinn Sig- urðsson, f. 14.5. 1895, sjómaður og síð- ar rafveitustjóri á Sauðárkróki, og k.h., Ingibjörg Konráðsdóttir, f. 4.6. 1905, d. 1.3. 1999, húsfreyja á Sauðárkróki. Anna Þorsteinsdóttir húsfr. í Sauðaneskoti í Svarfaðardal Rósa Friðfinnsdóttir húsfr. í Ólafsfirði Baldvin Tryggvason fyrrv. sparisjóðsstjóri Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfundur Stefán Sigurðsson sjóm. á Sauðárkróki María Bjarnadóttir húsfr. í Selhaga Eyþór Stefánsson tónskáld og skólastjóri á Sauðárkróki Sigurður Bjarnason b. á Stóra-Vatnsskarði Jakob Benediktsson orðabókaritstjóri Sigurlaug Sigurðardóttir húsfr. á Fjalli í Sæmundarhlíð Stefán Bjarnason b. á Halldórsstöðum á Langholti í Skagafirði Guðrún Stefánsdóttir húskona í Krossanesi Stefán Íslandi óperusöngvari Úr frændgarði Erlu Þorsteins Erla Þorsteins Sigurrós Sigurðardóttir húsfr. í Leyningi í Eyjafirði Magnús Jónasson b. í Leyningi í Eyjafirði Rósa Magnúsdóttir húsfr.í Borgey og á Sauðárkróki Ingibjörg Konráðsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Konráð Bjarnason b. í Litlu-Húsey, Borgey og Brekkukoti í Skagafirði, síðar á Sauðárkróki Karólína Jóhannesdóttir húsfr. á Brenniborg og víðar í Skagafirði Bjarni Björnsson (Borgar-Bjarni) b. í Elivogum á Langholti Kristín Jónsdóttir húsfr. á Skáldalæk Þorsteinn Sigurðsson b. á Skáldalæk í Svarfaðardal Guðlaug Rósa Þorsteinsdóttir húsfr. á Gautastöðum í Stíflu Sigurður Jónsson b. á Gautastöðum í Stíflu Gunnhildur Hallgrímsdóttir húsfr. á Karlsá og Upsum Jón Jónsson b. á Karlsá og Upsum á Upsaströnd Þorsteinn Sigurðsson sjóm. og síðar rafveitustj. á Sauðárkróki ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Lykilverslun við Laugaveg – Áratuga þekking og reynsla INNRÉTTINGA- OG SKÁPAHÖLDUR Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is UM 400 gerðir að velja úr Ný vefverslun brynja.is 90 ára Baldvin Ársælsson Þráinn Haraldsson 85 ára Bjarnveig Karlsdóttir Ingibjörg Karlsdóttir 80 ára Jón Kristinn Valdimarsson Þórarinn Sigþórsson Þórunn Sigurðardóttir 75 ára Bára Pétursdóttir Helga Sigþórsdóttir Jón Dan Jóhannsson Steinunn Kristjana Jónsdóttir 70 ára Eðvarð Hallgrímsson Guðmundur Björn Hólmgeirsson Guðrún Hupfeldt Jóhann Frímann Helgason Jón Sigurjónsson Kristín Guðbjörg Eyjólfsdóttir Ólöf Þórey Ellertsdóttir Steingerður Ágústsdóttir Þórunn Björg Pétursdóttir 60 ára Grzegorz Michal Glabinski Ingólfur T. Garðarsson Ísleifur Sveinsson Jón Emil Gylfason Kristín Einarsdóttir Sigfús Kjaran Sigurður Jörgen Óskarsson Stefán Arnaldsson Trausti Guðmundur Halldórsson 50 ára Ásta Kristín Bárðardóttir Dagur Bjarnason Gunnar Engilbert Carlsen Hallgerður Hauksdóttir Helga Bertelsen Högni Elfar Gylfason Linda Björk Haukdal Há- konardóttir Margrét Kristín Blöndal Ólafur Pétursson Raja Sree R. Subramaniam Sigríður Kristinsdóttir Sigurbjörn Sigfússon Valgerður Vigfúsardóttir 40 ára Ásta Svanhvít Sindradóttir Benedikt Orri Einarsson Bergþóra Kristjánsdóttir Daníel Örn Árnason Einar Daði Reynisson Einar Þorsteinsson Estrid Þorvaldsdóttir Helga Sigurlína Halldórsdóttir Hrafnhildur Guðrún Sigurðardóttir Jónína Eyvindsdóttir María Rúnarsdóttir Sigurður Ingi Jóelsson 30 ára Alenka Zak Eggert Hólm Pálsson Ewelina Galaszek Eyrún Edvardsdóttir Guðmundur Kristján Guðmundsson Julia Gristsenko Kristinn Bjarnason Malgorzata Sylwia Huk Svavar Stefánsson Víðir Ísfeld Ingþórsson Þóra Ásgeirsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Benedikt er úr Breiðholtinu en býr í Garðabæ. Hann er fjár- málastjóri hjá Meniga, en er verkfr. að mennt. Maki: Hulda Hallgríms- dóttir, f. 1981, gæðastjóri hjá Össuri. Börn: Benedikt, f. 2008, Bríet, f. 2008, og Hall- grímur, f. 2017. Foreldrar: Einar Hafliða- son, f. 1943, og Sigrún Margrét Magnúsdóttir, f. 1943, bús. í Reykjavík. Benedikt Orri Einarsson 40 ára Einar er Reykvík- ingur en býr í Garðabæ. Hann er grunnskólakenn- ari við Álftanesskóla. Systkini: Jóhanna Reynisdóttir, f. 1966, grunnskólakennari, og Guðrún Björk Reynis- dóttir, f. 1973, læknir. Foreldrar: Reynir Hlíðar Jóhannsson, f. 1946, prentari, og Þóra Péturs- dóttir, f. 1949, vann hjá Vinnumálastofnun. Þau eru búsett í Garðabæ. Einar Daði Reynisson 40 ára Hrafnhildur er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er lífeinda- fræðingur að mennt en vinnur á leikskólanum Stakkaborg. Maki: Stefán Þórarins- son, f. 1976, flugvirki. Börn: Jenný Dagbjört, f. 2013, Enok Olli, f. 2016. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1955, rafvirki, og Guðlaug Kristinsdóttir, f. 1958, viðskiptafræð- ingur, bús. á Akureyri. Hrafnhildur G. Sigurðardóttir  Gunnvör S. Karlsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í íslenskum bók- menntum við íslensku- og menning- ardeild Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Guðmundar sögur biskups. Þróun og ritunarsamhengi. Andmælendur voru Hjalti Huga- son, prófessor í kirkjusögu við guð- fræði- og trúarbragðafræðideild, og Marianne Kalinke, prófessor emeríta við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Ásdísar Egilsdóttur, pró- fessors emeríta. Aðrir í doktors- nefnd voru Svanhildur Óskarsdóttir og Einar Sigurbjörnsson. Til rannsóknar eru fjórar mismun- andi sögur Guðmundar Arasonar góða Hólabiskps (1161-1237) sem allar voru ritaðar á fyrri hluta 14. aldar. Frásagn- arhlutar, bygg- ing, framsetning og stíll hverrar sögu er kann- aður með það fyrir augum að bera saman breytingar frá einni gerð til annarrar og rekja þróun. Að því loknu er ritunarsamhengi sagnanna skoðað með hliðsjón af bókmennta- sögu ritunartímans og kirkjusögu- legum forsendum. Rannsóknin er framlag til bókmenntasögu 14. aldar og er hluti af rannsóknarverkefninu Encounters with the Paranormal sem stýrt hefur verið af Ármanni Jakobssyni. Gunnvör S. Karlsdóttir Gunnvör S. Karlsdóttir lauk BA-prófi í íslensku 1998 og MA-prófi í íslenskum bókmenntum frá íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 2009. Á námstím- anum hlaut hún styrk í tengslum við rannsóknarverkefnið Encounters with the Paranormal, ásamt kennslustyrk skólaárið 2011-2012 við íslensku- og menning- ardeild. Hún var enn fremur þátttakandi í verkefninu Translatio sem laut að þýð- ingarhugtakinu í víðasta skilningi og var styrkt af Norræna rannsóknasjóðnum. Doktor Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.