Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hikaðu ekki við að fara fram á það sem þú átt skilið því þú hefur unnið fyrir því. Samskipti manna eru tvístefna og sér- hver er með sínu sniði. 20. apríl - 20. maí  Naut Allir virðast taka mark á orðum þínum og njóta þess að sinna því sem þú biður um. Skilur fólk þig yfirleitt? Veltu sam- skiptamáta þínum til dæmis fyrir þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Oft var þörf en nú er nauðsyn á að þú beinir athyglinni að því að rækta sjálfan þig andlega sem líkamlega. Ef engin verkefni eru fyrirliggjandi skaltu ekki hafa neinar áhyggjur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þrýstingnum hefur verið létt. Haltu þig við það sem þér ber og láttu aðra um að leita eftir græna grasinu hinum megin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur tekið mjög skynsamlegar og hagnýtar ákvarðanir í vinnunni í dag. Hlýddu á ráð góðs vinar. Notaðu tímann og líttu yfir farinn veg. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er gott að eiga vin, sem óhætt er að ræða við sín hjartans mál. Lífið snýst um að leysa vandamál og því er betra að þau liggi í augum uppi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert of auðmjúkur í samskiptum við þína nánustu og þyrftir að vera fastari fyrir. Skrifaðu niður eftir hverju þú sækist í sam- bandi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þarfir fjölskyldunnar og löngun þín til að bæta umhverfi þitt gera það að verkum að þú einbeitir þér að heimilinu. Líf- ið verður betra hinum megin við breyting- arnar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Án nokkurs vafa verður þú að forðast samræður um viðkvæm málefni í dag. Bíddu með mikilvægar ákvarðanir fram í næstu viku. 22. des. - 19. janúar Steingeit Finnist þér eitthvað vera að vaxa þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að spýta í lófana og taka málin í sínar hendur. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki rétt að taka þýðing- armiklar ákvarðanir án þess að afla allra staðreynda og gera sér grein fyrir afleiðing- unum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Veldu þér trúnaðarvini til þess að ræða við þau mál sem þér finnst erfitt að glíma við einn. Mundu samt að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Helgi R. Einarsson er kominnheim úr sólinni á Fuentevent- ura. Þar varð ýmislegt til. Ég nefni fyrst „Ásetningslimrurnar“: Þær lifnuðu’ og lífsandann drógu limrurnar, sem ekki dóu. Það var af því, þrengingum í, að eign sinni’ á efnið þær slógu. Síðan eru eftirmæli: Sigurður fæddist í Fljótunum og frekar var stoltur af rótunum, sem skiluðu öngu á lífsins göngu því aldrei hann var með á nótunum. Og það er mikil „Seigla“ í karli!: Þeir sem að vaða í villu því vitlausri eru á hillu framtíð oft sjá, fara á stjá og göslast með góðu’ eða illu. Á dögunum fitjaði Dagbjartur Dagbjartsson upp á gömlu deilu- máli á Boðnarmiði þegar hann spurði: „Hef víst spurt að þessu áð- ur en gleymt svarinu hafi málið þá verið upplýst. Veit nokkur hver orti þetta : Viti sneyddan eymdaróð atómskáldin sungu það getur enginn þeirra ljóð þýtt á nokkra tungu.“ Jón Gissurarson kveðst ekki vita hver orti, en Ingimar Bogason á Sauðárkróki sendi eitt sinn eftirfar- andi fyrirspurn í vísnaþátt í Ríkis- útvarpinu. Þetta var á bernskudög- um atómljóðanna: Ein er spurning okkur frá öllum ljóðavinum. Hvaða munur er nú á atómskáldi og hinum? Ingólfur Ómar Ármannsson skaut inn þessar vísu: Þeir sem hnoða eymdaróð aldrei njóta hylli. Hinir yrkja eðal ljóð og auðga rímsins snilli. Dagbjartur Dagbjartsson rifjaði upp vísu eftir Þorskabít: „Að smíða úr efni svo í stuðlum standi ei stór er list þó margur dáist að en smíða efni er öllu meiri vandi og engir nema skáldin geta það.“ Þessi vísnaskipti kalla fram aðr- ar. Fyrst eftir Konráð Gíslason: Hugsað get ég um himin og jörð … en hvorugt smíðað. Vantar líka efnið í það. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ásetningslimrur og fleira gott ÞÖGNIN SAGÐI MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ – SEM SÍÐAN ÞURFTI AÐ SKRIFA NIÐUR. „HÉRNA ER FLATBAKAN ÞÍN! VIÐ KLÁRUÐUM KASSANA.“ Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ást við fyrstu sýn! ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ MEGRUN, GRETTIR! VIÐ ÆTLUM AÐ FASTA! VIÐ ÆTLUM AÐ HÆTTA AÐ FASTA! ÞETTA VORU HRÆÐILEGAR ÞRJÁR SEKÚNDUR! HVERNIG GERÐ- IST ÞETTA? ÉG VAR AÐ SEGJA MÖMMU HELGU Í EINRÚMI NÁKVÆMLEGA HVAÐ MÉR ÞÆTTI UM HANA… ÞEGAR ALLT Í EINU HÚN GEKK INN Í HER- BERGIÐ OG HEYRÐI ALLT SEM ÉG SAGÐI! Samfélag okkar er orðið alltof vél-rænt. Viðbrögð við því sem úr- skeiðis fer eru ískyggilega oft þannig að vandann virðist eiga að leysa með verkfræðilegum aðferðum. Er hinn mannlegi þáttur mála þá algjörlega tekinn út úr breytunni, þó að hann sé oftast orsök. Í sl. viku var í fréttum meðal annars sagt frá fjárdrætti úr opinberu fyrirtæki, að munir sem hald hafði verið lagt á hefðu horfið úr vörslu lögreglunnar og reynslusögur kvenna úr #metoo byltingunni streymdu áfram. Algengt svör við þessum málum voru að nú skyldi far- ið yfir verkferla, fyrirbyggjandi ráð- stafanir gerðar og lærdómur dreginn af svo ósköp endurtækju sig ekki. x x x Það má einu gilda hve fullkomnumkerfum verður komið upp, manneskjan mun alltaf finna smugur samanber þekkta frásögn um að eng- inn borgarmúr er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki þar yfir. Tæknilegar lausnir sem koma eiga í veg fyrir gripdeildir og græði eru sjálfsögð fyrstu viðbrögð. Þær taka samt aldrei á frumlagi og rót vand- ans sem er ágirnd og er ein af höfuð- syndunum sjö sem segir frá í Biblí- unni. Aldrei hafa fundist neinar fullkomnar aðferðir til sem hemja þann leiða löst sem græðgin er – að minnsta kosti þegar hún brýst fram í óhófi og sem lögbrot. x x x Íþróttahreyfingin hefur verið ídeiglu #metoo að undanförnu. Meðal þess sem fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins og mbl.is er að einstaka íþróttafélög ætla meðal annars að óska eftir sakavottorði þjálfara sinna, auka á fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og birtingar- myndir þess og stjórnvöld boða ýms- ar aðgerðir. Allt eru þetta skref í rétta átt, sem stuðlað geta að al- mennt eðlilegri og heilbrigðari og betri samskiptum þannig að girð- ingar hækki og ósýnilegar markalín- ur þess leyfilega færist innar. Hér á takmarkið að vera betri menning en munum nú samt að frumkröfunum og mannseðlinu sjálfu verður tæp- lega breytt þó að slíkt hafi verið reynt lengi, án þess að neinum telj- andi árangri hafi skilað. vikverji@mbl.is Víkverji Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig (Sálm: 50:15) hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.